Fleiri fréttir

MS-félagið fékk 20 milljóna styrk

MS-félagið tók í dag við 20 milljóna króna styrk úr Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur, en styrkinn á að nýta í viðbyggingu við MS-heimilið að Sléttuvegi 5 í Reykjavík.

Laun stjórnarmanna hækkuð

Stóru bankarnir og fjármálafyrirtækin samþykktu eitt af öðru á nýafstöðnum aðalfundum sínum, að tvö- til þrefalda þóknun stjórnarformanna og stjórnarmanna sinna. Algeng mánaðarlaun fyrir að sitja einn fund í mánuði geta numið 350 þúsund krónum.

Dómur fallinn í Bubbamáli

Fyrrverandi ritstjóri Hér og Nú, Garðar Örn Úlfarsson var í dag dæmdur í Hæstarétti til þess að greiða Bubba Morthens 700 þúsund krónur í miskabætur fyrir umfjöllun blaðsins undir yfirskriftinni "Bubbi fallinn".

Pétur Blöndal baðst afsökunar á Alþingi

Þess var krafist á Alþingi í morgun að Pétur Blöndal yrði víttur fyrir að líkja Þórarni Tyrfingssyni, yfirlækni SÁÁ, við Guðmund í Byrginu. Til þess kom þó ekki enda baðst Pétur sjálfur afsökunar á ummælunum.

Steingrími J. mælti með Þjórsárvirkjunum í fyrra

Framsóknarþingmenn gerðu harða hríð að Steingrími J. Sigfússyni, formanni vinstri grænna, á Alþingi í dag. Þeir minntu á að hann hefði fyrir rúmu ári sagt Neðri-Þjórsá mjög eðlilegan virkjunarkost og að vinstri grænir hefðu í sveitarstjórnum stutt stóriðju á Grundartanga og Húsavík og virkjanir á Hellisheiði vegna stækkunar í Straumsvík.

Danir styrkja dönskukennslu á Íslandi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Bertel Haarder, menntamálaráðherra Danmerkur, undirrituðu í dag, 1. mars 2007, samning milli landanna um sérstakan stuðning við dönskukennslu á Íslandi. Samningurinn nær til fimm ára, frá 1. ágúst 2007 - 31. júlí 2011. Fjárveitingar Dana til þessa fimm ára verkefnis nema um 30 milljónum íslenskra króna árlega en fjárframlag Íslendinga 6 milljónum.

Vinsælasti bloggarinn bloggar á Vísi

Nýtt bloggsvæði leit dagsins ljós á Vísi í dag. Meðal þeirra sem blogga þar er Steingrímur Sævarr Ólafsson, vinsælasti bloggari landsins, sem hingað til hefur bloggað á mbl.is. Rúmlega 26 þúsund manns lesa bloggsíðu hans í viku hverri.

Innri endurskoðandi og fjármálastjóri spurðir um bókhald Baugs

Vitnaleiðslum í Baugsmálinu í dag lauk um fjögurleytið en þrjú vitni komu fyrir dóminn í dag. Það voru þau Auðbjörg Friðriksdóttir, fyrrverandi innri endurskoðandi fyrirtækisins, Jóhanna Waagfjörð, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs, og Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marels, og einn af eigendum Gildingar sem var hluthafi í Baugi.

Vikulegar skoðanakannanir fyrir alþingiskosningar

Capacent Gallup, Ríkisútvarpið og Morgunblaðið undirrituðu í dag samning um gerð og birtingu vikulegra skoðana- og fylgiskannana í aðdraganda alþingiskosninga sem fara fram 12. maí. Síðustu viku fyrir kosningar verða niðurstöður birtar daglega.

Eggert fékk dularfullt duft í pósti

Eggerti Magnússyni, fyrrverandi formanni KSÍ og stjórnarformannI enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, barst í gær dularfullt bréf á skrifstofu sína í Lundúnum með með hvítu dufti.

Vilja kanna riftun vegna Heiðmerkur

Vinstri-grænir í borgarstjórn vilja að borgarstjóri athugi með að rifta samningi borgarinnar og Kópavogs um lagningu vatnsleiðslu um Heiðmörk

Sinfóníuhljómsveitin greiði þrjár milljónir í skaðabætur

Sinfóníuhljómsveit Íslands var í dag dæmd til að greiða fyrrum sviðsstjóra hljómsveitarinnar þrjár milljónir auk málskostnaðar vegna ólögmætrar uppsagnar. Hæstiréttur staðfesti þannig dóm úr héraði frá júní á síðasta ári.

Dæmdur fyrir að stinga föður sinn

Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag tvítugan karlmann í tveggja ára fangelsi, þar af eitt ár og níu mánuði skilorðsbundið, fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn réðst með hnífi á föður sinn á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 17. júní á síðasta ári og hlaut hann lífshættulega áverka.

Stúlka á 136 km hraða

Sautján ára stúlka var tekin á 136 km hraða í Ártúnsbrekku um níuleytið í gærkvöldi. Hún má búast við ökuleyfissviptingu í einn mánuð og sekt upp á 75 þúsund krónur, en bílprófið fékk hún síðastliðið haust. Það telst til undantekninga að stúlkur séu teknar fyrir ofsaakstur en í síðustu viku var önnur 17 ára stúlka tekin á 130 km hraða á sama stað.

Þriggja bíla árekstur á Akureyri

Harður árekstur varð á Akureyri í dag þegar tveir fólksbílar lentu saman með þeim afleiðingum að annar kastaðist á þriðja bílinn. Áreksturinn varð á mótum Glerárgötu og Þórunnarstrætis. Klippa þurfti hurð af einum bílnum til að ná slösuðum manni út. Hann var fluttur á slysadeild með minniháttar áverka. Þetta var sjötti áreksturinn á Akureyri í dag, en mikil hálka er í bænum, ísing og fimm til sex stiga frost.

Bubbi vann í Hæstarétti

Ummæli þess efnis að Bubbi Morthens væri fallinn voru í dag dæmd dauð og ómerk í Hæstarétti. Dómurinn staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur vegna fyrirsagnar á forsíðu tímaritinu Hér og nú þar sem sagði „Bubbi fallinn".

Svifryk beislað með magnesíumklórlausn

Reykjavíkurborg dreyfir nú magnesíumklórlausn um götur borgarinnar í þeim tilgangi að binda svifryk. Rykbindingin hefur gefið góða raun og mælingar sýna að minna er um svifryk eftir notkun efnisins, en áður við svipaðar aðstæður. Um er að ræða 20 prósent magnesíumklórlausn sem er hættulaus.

100 kall í strætó gegn svifryksmengun

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu til við borgarráð í morgun að það samþykkti að óska eftir við Strætó bs. að fargjald verði lækkað í 100 krónur í marsmánuði. Lækkunin væri tilraun til að sporna gegn svifryksmengun í borginni auk þess að kanna hvort það hefði áhrif á notkun almenningssamgangna.

Leika sér á ísilögðu Hálslóninu

Vart hefur orðið við að vélsleðamenn hafi verið að stelast inn á vinnusvæði við Kárahnjúkavirkjun til að leika sér á ísilögðu Hálslóninu. Landvirkjun vinnur að því að láta útbúa skilti til að setja upp við helstu leiðir að virkjunarsvæðinu til að vekja athygli á að ferðir þangað séu óheimilar.

Ríkisskattstjóri vill vita meira um hlutafjárkaup

Mál stóru bankanna gegn ríkisskattstjóra verður tekið fyrir í Hæstarétti á morgun. Um er að ræða deilu milli ríkisskattstjóra og Landsbanka Íslands, Glitnis banka og Kaupþings um afhendingu upplýsinga um öll viðskipti með hlutabréf og aðila að þeim viðskiptum.

Gjöld flugmiða séu réttnefni

Flugfélögin Icelandair og Iceland Express hafa óskað eftir að fá frest til að svara erindi talsmanns neytenda varðandi réttmæti gjalda af flugfarþegum. Gísli Tryggvason talsmaður neytenda hefur óskað eftir því að félögin láti af því að nota hugtakið “gjöld” í tengslum við sölu flugmiða nema um réttnefni sé að ræða.

Krefur Kópavogsbæ um 38 milljónir

Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur krefur Kópavogsbæ um bætur fyrir tífalt fleiri tré en bærinn telur sig hafa hróflað við í Heiðmörk. Ekkert bólar enn á framkvæmdaleyfi frá borginni. Skógræktarfélagið krefur bæinn 38 milljónir króna í skaðabætur vegna spjalla á trjágróðri. Tilkvaddir matsemenn skógræktarinnar telja að um þúsund tré, af mismunandi stærðum, geti verið að ræða.

Ofurlaun stjórnarmanna fyrirtækja

Algengt er að laun stjórnarformanna og stjórnarmanna í þeim fyrirtækjum, sem skráð eru í Kauphöllinni, hafi verið tvö- til þrefölduð á nýafstöðnum aðalfundum félaganna. Viðskiptablaðið geinir frá því að laun stjórnarformanns Glitnis hafi til dæmis tvöfaldast frá því í fyrra og þrefaldast frá árinu áður, og losi nú eina miljón á mánuði.

Flestir vilja Geir

Langflestir landsmenn vilja að Geir Haarde verði áfram forsætisráðherra eftir kosningarnar, þótt stjórnarflokkarnir njóti ekki meirihlutafylgis almennings samkvæmt skoðanakönnunum. Tæp 48 prósent þeirra, sem tóku afstöðu í nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja að Geir, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti forsætisráðherra.

Málflutningur í Baugsmálinu í síðustu viku marsmánaðar

Málflutningur í tengslum við endurákæru í Baugsmálinu hefst mánudaginn 26. mars og hefur öll sú vika verið tekin frá fyrir hann. Eins og kunnugt er hefur aðalmeðferð í málinu staðið frá því 12. febrúar og samkvæmt áætlun á að ljúka skýrslutöku af vitnum mánudaginn 19. mars.

Hækkar og lækkar

Verð á hlutabréfum í Evrópu hefur hækkað nokkuð þrátt fyrir verðlækkanir á mörkuðum í Asíu í morgun, þriðja daginn í röð. Verð á hlutabréfum lækkuðu í Asíu og Evrópu í gær og fyrradag og mátti merkja áhrif lækkananna hér á Íslandi. Í morgun hækkaði þó úrvalsvísitalan íslenska um tæp 2% og hækkanir hafa einnig orðið víðar í Evrópu, þar á meðal í Frankfurt, Lundúnum og París.

Unnið framundir morgun við að breyta verðmerkingum

Víða í verslunum voru starfsmenn að vinna framundir morgun við að breyta verðmerkingum vegna lækkunar á virðisaukaskatti og vörugjöldum í dag. Matvöruverð lækkar í landinu en einnig nær verðlækkunin til veitingahúsa, fjölmiðla og gistihúsa svo eitthvað sé nefnt.

Kristján Már ráðinn varafréttastjóri

Kristján Már Unnarsson fréttamaður hefur verið ráðinn varafréttastjóri Stöðvar 2. Hann tekur við starfinu af Þóri Guðmundssyni sem hefur tekið við starfi ritstjóra fréttavefsins visir.is. Þórir verður áfram í ritstjórn Kompáss. Kristján Már hefur starfað sem fréttamaður á Stöð 2 frá 1988 en hann hóf fjölmiðlaferil sinn á Dagblaðinu 1980. Fréttastjóri Stöðvar 2 er eftir sem áður Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Pétur Blöndal biðst afsökunar á ummælum

Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, líkti Þórarni Tyrfingssyni, yfirlækni SÁÁ, við Guðmund í Byrginu í umræðu um fjárhagsvanda SÁÁ á Alþingi í morgun. Forystumenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess að Pétur yrði víttur en hann sá að sér og baðst sjálfur afsökunar á ummælunum.

Dagur umhverfisins tileinkaður hreinni orku

Dagur umhverfisins í ár verður tileinkaður hreinni orku og loftlagsmálum. Haldið er upp á daginn 25. apríl ár hvert en á þeim degi fæddist Sveinn Pálsson, fyrsti náttúrufræðingur Íslands, árið 1762.

"Heimskautslöndin unaðslegu" opna í Kaupmannahöfn

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra opnar í dag farandsýningu í Kaupmannahöfn um arfleifð Vilhjálms Stefánssonar heimskautafara. Sýningin verður á Norðurbryggju og ber heitið “Heimskautslöndin unaðslegu”. Bein vefsending verður frá opnuninni á vefslóðinni www.arcticportal.org um klukkan 15 í dag.

Framsóknarflokkurinn vill afnema stimpilgjöld

Framsóknarflokkurinn vill afnema stimpilgjöld og kanna kosti þess að taka upp einstaklingsmiðaða persónuafslætti. Þetta er meðal þess sem kemur fram í drögum að ályktunum sem lagðar verða fyrir flokksþing Framsóknarflokksins sem hefst á morgun.

Það er verra veður um helgar

Það vita allir að það rignir meira um helgar en á virkum dögum. Þetta hefur nú verið vísindalega staðfest. Slæmu fréttirnar er að þetta er okkur sjálfum að kenna. Tveir þýskir viðurfræðingar, við háskólann í Karlsruhe hafa skoðað veðurfar á tólf stöðum í Þýskalandi á árunum 1991 til 2005 og hafa komist að því að daglegt líf mannskepnunnar hefur ekki bara langtíma áhrif á veðrið, heldur einnig skammtíma áhrif.

Sjá næstu 50 fréttir