Innlent

Fjölbreytt verkefni fengu styrki

MYND/HÍ vefurinn

Fjórtán doktorsnemar við Háskóla Íslands hlutu styrki úr Háskólasjóði Eimskipafélags Íslands fyrir árið 2007. Meðal þeirra fjölbreyttu verkefna sem valin voru eru rannsóknir á næringu skólabarna, áhrif tjáningarskrifa á karla sem greinst hafa með krabbamein og ónæmissvörun nýburamúsa við pneumkókokka- og innflúensusýkingum. Alls bárust 96 umsóknir en þetta er í annað sinn sem styrknum er úthlutað. Styrkurinn hljóðar alls upp á 75 milljónir króna en hver styrkhafi hlýtur rúmlega 2,5 milljónir króna á ári sem nýtast til rannsókna og vinnslu doktorsverkefna á hinum ýmsu sviðum. Af þeim verkefnum sem hlutu styrki voru þrjú á sviði félagsvísinda, fjögur í heilbrigðisvísindum, fimm á sviði verkfræði og raunvísinda og tvö í hugvísindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×