Innlent

Boða til íbúafundar vegna mengunar í hverfinu

Íbúasamtök 3.hverfis, sem eru Hlíðar, Holt og Norðurmýri, hafa boðað til íbúafundar á mánudaginn vegna þess ástands mengunarmála í hverfinu. Er vísað til þess svifryk og önnur loftmengun hafi ítrekað farið hátt yfir hættumörk í hverfinu og telji samtökin það algjörlega óviðunandi.

Miklabraut, Kringlumýrarbraut og Bústaðavegur séu allt stofnbrautir sem skera hverfið og því sé meirihluti hverfisins innan mesta áhrifasvæðis mengunar frá þessum umferðarmiklu götum.

Meðal þeirra sem flytja framsögu á fundinum eru Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs borgarinnar, og Lúðvík Gústafsson, deildarstjóri mengunarvarna hjá umhverfissviði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×