Innlent

Þyrla kölluð út vegna vélsleðamanns sem fór fram af hengju

MYND/Vilhelm
Tæplega þrítugur karlmaður slasaðist þegar hann fór á vélsleða fram af hengju við Strút, norðan við Mýrdalsjökul, skömmu eftir hádegi í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar var sett í viðbragðsstöðu og rétt fyrir klukkan hálf fjögur var tekin ákvörðun um að senda hana á slysstað. Ekki er hægt að komast að manninum á bíl en veðuraðstæður eru góðar, að sögn Gæslunnar. Ekki er vitað um líðan mannsins að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×