Innlent

Landvinningar VG og Frjálslyndra

Tveir stjórnmálaflokkar sækja á í sveitarstjórnarkosningum í vor óháð öllum prósentutölum. Vinstrihreyfingin - grænt framboð og Frjálslyndi flokkurinn bjóða fram í fleiri sveitarfélögum nú í vor en fyrir fjórum árum.

Vinstri grænir hafa stillt upp framboðslista á tíu stöðum í eigin nafni en höfðu aðeins sjö sjálfstæðar kosningaskrifstofur árið 2002. Frjálslyndi flokkurinn býður sjálfstætt fram í fjórum sveitarfélögum nú í vor, í stað þriggja seinast. Þá eru ótaldir framboðslistar sem flokkarnir standa að í samstarfi við aðra flokka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×