Innlent

Kredit- og debekort til styrktar ABC-samtökunum

MYND/AP
Ný kredit- og debetkort, sem ætluð eru til að styrkja starf ABC-barnahjálparsamtakanna, voru afhent í Smáralindinni í dag. Með kortunum gefst fólki kostur á að njóta víðtæks afsláttar og fríðinda sem taka mið af þörfum barnafjölskyldna, og styrkja um leið börn víðsvegar um heiminn. Ungfrú heimur, Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, og leikkonan Helga Braga Jónsdóttir urðu í dag þær fyrstu sem fá slíkt kort afhent. Við stofnun korts renna þúsund krónur til ABC-barnahjálparinnar og samstarfsfyrirtækin láta svo 1% af viðskiptum korthafa renna til samtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×