Umfjöllun Dana magnar verðbólgu 8. apríl 2006 05:30 Málin skýrð. Fyrir skömmu héldu áhrifamenn í íslensku viðskiptalífi fund í Danmörku til að skýra sjónarmið Íslendinga. Frá vinstri: Bjarni Ármannsson, Hannes Smárason, Ágúst Guðmundsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Þórður Friðjónsson. Hagdeild ASÍ telur að mikið ójafnvægi ríki í efnahagslífi á Íslandi, gengissveiflur séu miklar, viðskiptahalli í sögulegu hámarki, einkaneyslan mikil og fjárfestingar miklar. Launafólk líði fyrir mistök í hagstjórn sem byggi eingöngu á peningamálastefnu Seðlabankans. Hún leiði til of hárra vaxta, of sterkrar krónu og mikillar verðbólgu. Í vorskýrslu Hagdeildar ASÍ 2006 kemur fram að framvinda efnahagsmála ráðist af trúverðugleika hagstjórnarinnar á næstunni. Verðbólga verði líklega yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans en hægi á vexti einkaneyslunnar. Aukin verðbólga, veiking krónu og skuldir heimilanna dragi úr kaupgetu almennings. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að verðbólguspá ASÍ sé ein af mörgum spám sem sýni allt of háa verðbólgu. "Spárnar eru ekki vitlausar en verðbólgutölurnar eru ekki ásættanlegar. Verðbólgan veldur tjóni hjá fyrirtækjum og heimilum," segir hann. "Fjárhagslegar ákvarðanir fyrirtækja verða ómarkvissar, reksturinn óhagkvæmari og fyrirtækin ná ekki sama árangri og annars væri. Þegar verðbólgan vex með þessum hætti bitnar fjármagnstekjuskatturinn harðar á fólki og fyrirtækjum en annars væri. Síðan hækka lánin í takt við verðbólguna og það íþyngir. Verðbólgan gerir rekstur heimilanna miklu erfiðari," segir hann. Vilhjálmur telur að brjóta þurfi upp verðbólguvæntingarnar. "Seðlabankinn hefur verið að gera sitt en "Danska árásin" hefur gert baráttu Seðlabankans erfiðari vegna þess að erlendis er ekki sama trú á krónunni og áður. Það getur lagast. Síðan gerir þetta aðhald hjá hinu opinbera enn brýnna." Vilhjálmur telur að fjárlagagerð fyrir næsta ár skipti miklu máli og gefi til kynna áframhaldandi aðhald á vegum hins opinbera. "Eins tel ég skipta máli hvernig haldið er á málum þessa mánuðina og árin þannig að ekki sé mikið um frávik frá því sem búið er að ákveða og allra síst verið að gefa eftir í launamálum hjá opinberum starfsmönnum beint og óbeint," segir hann. "Það er mjög mikilvægt að sveitarfélögin komi ekki með reikninginn fyrir innistæðulausum ávisunum til ríkisins heldur sé tekið úr þeirra rekstri," segir hann og telur ekki hægt að lækka verðbólgu með því að hækka laun. "Það hefur aldrei verið hægt." Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Hagdeild ASÍ telur að mikið ójafnvægi ríki í efnahagslífi á Íslandi, gengissveiflur séu miklar, viðskiptahalli í sögulegu hámarki, einkaneyslan mikil og fjárfestingar miklar. Launafólk líði fyrir mistök í hagstjórn sem byggi eingöngu á peningamálastefnu Seðlabankans. Hún leiði til of hárra vaxta, of sterkrar krónu og mikillar verðbólgu. Í vorskýrslu Hagdeildar ASÍ 2006 kemur fram að framvinda efnahagsmála ráðist af trúverðugleika hagstjórnarinnar á næstunni. Verðbólga verði líklega yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans en hægi á vexti einkaneyslunnar. Aukin verðbólga, veiking krónu og skuldir heimilanna dragi úr kaupgetu almennings. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að verðbólguspá ASÍ sé ein af mörgum spám sem sýni allt of háa verðbólgu. "Spárnar eru ekki vitlausar en verðbólgutölurnar eru ekki ásættanlegar. Verðbólgan veldur tjóni hjá fyrirtækjum og heimilum," segir hann. "Fjárhagslegar ákvarðanir fyrirtækja verða ómarkvissar, reksturinn óhagkvæmari og fyrirtækin ná ekki sama árangri og annars væri. Þegar verðbólgan vex með þessum hætti bitnar fjármagnstekjuskatturinn harðar á fólki og fyrirtækjum en annars væri. Síðan hækka lánin í takt við verðbólguna og það íþyngir. Verðbólgan gerir rekstur heimilanna miklu erfiðari," segir hann. Vilhjálmur telur að brjóta þurfi upp verðbólguvæntingarnar. "Seðlabankinn hefur verið að gera sitt en "Danska árásin" hefur gert baráttu Seðlabankans erfiðari vegna þess að erlendis er ekki sama trú á krónunni og áður. Það getur lagast. Síðan gerir þetta aðhald hjá hinu opinbera enn brýnna." Vilhjálmur telur að fjárlagagerð fyrir næsta ár skipti miklu máli og gefi til kynna áframhaldandi aðhald á vegum hins opinbera. "Eins tel ég skipta máli hvernig haldið er á málum þessa mánuðina og árin þannig að ekki sé mikið um frávik frá því sem búið er að ákveða og allra síst verið að gefa eftir í launamálum hjá opinberum starfsmönnum beint og óbeint," segir hann. "Það er mjög mikilvægt að sveitarfélögin komi ekki með reikninginn fyrir innistæðulausum ávisunum til ríkisins heldur sé tekið úr þeirra rekstri," segir hann og telur ekki hægt að lækka verðbólgu með því að hækka laun. "Það hefur aldrei verið hægt."
Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði