Innlent

Markaðsráðandi fyrirtæki brjóti upp starfsemi sína

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins MYND/Vilhelm

Skoða þarf hvort brjóta eigi upp markaðsráðandi fyrirtæki. Þetta segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins en það hélt ráðstefnu í morgun á Hótel Nordica þar sem yfirskriftin var „Fákeppni í smærri hagkerfum".

Ráðstefnan er liður í þeirri stefnu Samkeppniseftirlitsins að vera mótandi þátttakandi í umræðu um samkeppnismál á Íslandi, samhliða því að framfylgja samkeppnislögum af festu. Meðal gesta á ráðstefnunni voru virtir fræðimenn á sviði samkeppnismála og forstjórar þriggja norrænna samkeppniseftirlita.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir nauðsynlegt að ræða það hvort þörf sé á strangari reglum í smærri hagkerfum eins og hér á landi. Eftirlitið finni fyrir aukinni samþjöppun og það sé staðreynd að fákeppni sé á flestum mörkuðum í íslensku samfélagi. Því þurfi að ræða ítarlega hvort hér þurfi að herða samkeppnisreglur, og þá auka við þær með það að markmiði að markaðsráðandi fyrirtæki neyðist til að brjóta upp starfsemi sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×