Innlent

Keppa í alþjóðlegri gerðardómskeppni

Kepnnislið HR.
Fremri röð frá vinstri: Elín Margrét Þráinsdóttir, Thelma Þórðardóttir, Anna Rós Sigmundsdóttir.
Efri röð frá vinstri: Gautur Sturluson, Andri Gunnarsson, Dagmar Þórðardóttir, Garðar Víðir Gunnarsson.
Kepnnislið HR. Fremri röð frá vinstri: Elín Margrét Þráinsdóttir, Thelma Þórðardóttir, Anna Rós Sigmundsdóttir. Efri röð frá vinstri: Gautur Sturluson, Andri Gunnarsson, Dagmar Þórðardóttir, Garðar Víðir Gunnarsson. MYND/HR
Keppnislið lagadeildar Háskólans í Reykjavík, skipað sjö meistaranemum, hélt til Vínarborgar í vikunni til þátttöku í alþjóðlegri gerðardómskeppni sem ber nafnið Willem C. Vis International Commercial Arbitration Moot. Að því er fram kemur í tilkynningu frá HR er þetta í fyrsta sinn sem íslensk lagadeild tekur þátt í umræddri keppni, sem haldin er árlega í Vínarborg og Hong Kong, með þátttöku keppnisliða frá um 200 lagadeildum, víðs vegar að úr heiminum.

Tilgangurinn með kepninni er að hvetja laganema til náms á þeim réttarsviðum sem helst reynir á í alþjóðaviðskiptum og þjálfa þátttakendur í meðferð alþjóðlegra gerðardómsmála. Þátttakendur fá til meðferðar álitaefni sem lýtur að ágreiningi um alþjóðaviðskipti með vöru. Hvert keppnislið þarf að semja og leggja fram bæði sóknar- og varnarskjöl og flytja málið a.m.k. fjórum sinnum í sókn og vörn fyrir alþjóðlegum gerðardómi, skipuðum sérfræðingum á sviði gerðardómsmeðferða. Öll skjalagerð og málflutningur fer fram á ensku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×