Innlent

Þyrla að koma með slasaðan vélsleðamann

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti fyrir stundu við Landspítalann í Fossvogi með mann sem slasaðist þegar hann fór á vélsleða fram af 20 metra hengju við Strút, norðan við Mýrdalsjökul, skömmu eftir hádegi í dag. Þyrlan var send af stað laust fyrir klukkan hálffjögur og lenti þar skömmu fyrir fimm. Maðurinn mun vera með einhver bakmeiðsli en hann er þó ekki í lífshættu. Þá féll bíll ofan í sprungu á Fimmvörðuhálsi en þar urðu engin meiðsl á fólki. Björgunarsveitarmenn frá Hellu fór á vettvang til þess að hjálpa til við að ná bílnum upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×