Innlent

Sex félög munu skila tapi

Sex félög í Kauphöll Íslands, munu skila tapi á fyrsta ársfjórðungi. Þetta kemur fram í spá greiningardeildar Landsbankans um afkomu 17 félaga í Kauphöll Íslands.

Félögin eru Alfesca, Avion Group, Dagsbrún, HB Grandi, Icelandic Group og Össur. Segir í riti greiningardeildar Landsbankans aðal ástæðurnar vera árstíðasveiflur og bókfært gengistap á erlendum skuldum vegna veikingar krónunnar sem mest áhrif hefur haft á HB Granda, Icelandic Group og Dagsbrún. Í krónum talið gerir Landsbankinn ráð fyrir mestri hagnaðaraukningu hjá FL Group, þá Bakkavör og síðan Actavis. Greining Landsbankans telur að hlutabréfamarkaðurinn verði áfram mjög viðkvæmur fyrir öllum fréttum varðandi lánshæfi Íslands og íslensku bankanna. Það muni ekki breytast fyrr en ró skapast um fjármögnun bankanna á alþjóða fjármálamörkuðum. Til lengri tíma séu horfur á hlutabréfamarkaði góðar. Úrvalsvísitalan hækkaði um eitt prósent í dag. Mest hækkaði gengi hlutabréfa í Flögu Group eða um 3,8 prósent. Þá gengi bréfa í Icelandic Group eða um 3,5 prósent og gengi bréfa í FL Group um 2,8 prósent. Mest lækkuðu bréf í Atorku eða um 1,7 prósent og bréf Avioin um 1,2 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×