Fleiri fréttir Jóna Kristín Heimisdóttir fegurðardrottning Reykjavíkur Jóna Kristín Heimisdóttir 22 ára Hafnarfirðingur hreppti titilinn ungfrú Reykjavík í gærkvöld, en keppnin var haldin á Broadway. Jóna Kristín starfar sem stuðningsfulltrúi og stefnir á kennaranám. 31.3.2006 07:12 Sinueldar loga enn glatt víða á Mýrum í Borgarfirði Sinueldar loga enn glatt víða á Mýrum í Borgarfirði og hafa bændur átt annríkt við að bjarga hrossum úr beitarhólfum, undan eldinum, og verja hús sín með því að sprauta vatni úr haugsugum. Slökkviliðsmenn, sem höfðu barist við elda á Mýrum og í Reykholtsdal frá því í gærmorgun tóku sér hvíld í nótt þegar vind hæðgi, en lögreglumenn og bændur hafa verið á þönum í alla nótt til að varna þess að eldarnir nálgist mannvirki. Bændur hafa meðal annars dælt vatni með haugsugum. 31.3.2006 06:57 Olíuverð er á hraðri uppleið Olíuverð er aftur á hraðri uppleið og í gær fór verðið á fatinu upp í rúmlega sextíu og sex dollara og hefur ekki verið hærra í tvo mánuði. 31.3.2006 06:54 Á rúmlega tvöföldum hámarkshraða í Reykjavík Tveir átján ára unglingar voru mældir á rúmlega tvöföldum hámarkshraða í Reykjavík um miðnæturbil. 31.3.2006 06:52 Lögreglan í Keflavík leitar að ökumanni Land Rover jeppa Lögreglan í Keflavík vill ná sambandi við ökumann Land Rover jeppa, sem átti leið um Biskupstungnabraut, eða Laugarvatnsveg upp úr klukkan eitt aðfararnótt síðastliðins sunnudags. 31.3.2006 06:47 Nokkuð um sinuelda Lögreglan í Hafnarfirði hefur verið kölluð út þrisvar í kvöld vegna sinuelda. Eldarnir hafa þó allir verið með minna móti og hafa lögreglumenn getað slökkt eldinn með lítilli fyrirhöfn. Mikið hefur verið um að sinueldar hafi verið kveiktir síðustu daga. 30.3.2006 23:15 Úrskurði Samkeppniseftirlitsins líklega áfrýjað Framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli, sem Samkeppniseftirlitið úrskurðaði í gær að hafi brotið samkeppnislög, býst við að úrskurðinum verði áfrýjað. 30.3.2006 22:25 Hollvinasamtök skattgreiðenda stofnuð í dag Hollvinasamtök skattgreiðenda voru stofnuð í dag en markmið þeirra er að standa vörð um hagsmuni skattgreiðenda. Hátt á þriðja tug manna höfðu skráð sig í samtökin nú síðdegis. 30.3.2006 22:00 Fasteignagjöld hafa hækkað um allt að 64 prósent Álögur stærstu sveitarfélaga landsins á íbúðarhúsnæði hafa hækkað langt umfram almennar verðlagsbreytingar síðustu þrjú árin segir í nýrri skýrslu ASÍ. Þetta gerist þrátt fyrir yfirlýsingar ráðamanna að um að álagningarprósenta fasteignagjalda lækki vegna hækkunar fasteignamats. 30.3.2006 21:50 Umgengni um borgina ábótavant Umhverfissvið Reykjavíkurborgar hefur hafið síðasta liðinn í átakinu Virkjum okkur en markmið þess er að fá fólk til að huga að umgengni um borgina sem víða er ábótavant. Árlega fara um 23 milljónir króna í hreinsun borgarinnar. 30.3.2006 21:00 Dæmdur fyrir fjárdrátt í opinberu starfi Hæstiréttur dæmdi í dag fyrrverandi framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfjarða í tólf mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt. 30.3.2006 19:15 Dæmdur í þriggja ára fangelsi Tuttugu og sjö ára karlmaður var dæmdur í þriggja ára fangelsi í Hæstarétti í dag, fyrir hættulega líkamsárás, líflátshótanir við lögreglu og vörslu fíkniefna. 30.3.2006 19:12 Lýst eftir vitni vegna mannráns Lögreglan í Keflavík lýsir eftir ökumanni Land-Rover jeppa sem aðfaranótt síðasta sunnudags ók framhjá manninum rænt var af heimili sínu í Garðinum. Ökumaðurinn ók framhjá manninum á Biskupstungnabraut eða Laugarvatnsvegi á öðrum tímanum þá nótt og veitti honum athygli án þess þó að stöðva bifreið sína. 30.3.2006 19:10 OR samþykkir að kanna orkusölu til Helguvíkur R-listaflokkarnir klofnuðu innan stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nú síðdegis þegar stjórnin gaf grænt ljós á að stefna að raforkusölu til álvers í Helguvík. Fulltrúi vinstri grænna, sem var einn á móti, segir niðurstöðuna í andstöðu við samþykkt flokkanna í fyrra. 30.3.2006 18:17 Hálka fyrir norðan, austan og vestan Hálka er á Vestfjörðum, Norðurlandi og Norðausturlandi og éljagangur að auki á Vestfjörðum og Norðausturlandi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. 30.3.2006 18:11 Miklir sinueldar á Mýrum Um fimmtán slökkviliðsmenn hafa barist við sinuelda á Mýrum í Borgarfirði síðan um klukkan 9 í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu í Borgarnesi er nú brunnið um 80 ferkílómetra svæði. 30.3.2006 17:59 Ekið á tíu ára pilt Ekið var á tíu ára pilt á reiðhjóli í Vestmannaeyjum á þriðja tímanum í dag. Pilturinn brákaðist en meiðsl hans voru talin minniháttar. 30.3.2006 17:52 Leikskólagjöld lækka um 30 prósent Bæjarráð Kópavogs samþykkti á fundi sínum í dag að lækka leikskólagjöld um 30 prósent. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ um ákvörðunina segir að þessi ákvörðun sé tekin með hliðsjón af góðum rekstri bæjarsjóðs. Þar segir enn fremur að eftir þetta verði Kópavogur það stóru sveitarfélaganna þar sem verður ódýrast að búa fyrir barnafjölskyldur. 30.3.2006 17:31 Ekki tímabært að afnema verðtryggingu lána Stefna ber að því til lengri tíma litið að afnema verðtryggingu lána hér á landi en það er ekki hægt nú vegna þeirra sveiflna sem eru í þjóðfélaginu. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra við utandagskrárumræðu um aukningu á skuldum þjóðarbúsins í dag. 30.3.2006 17:29 Greiði 34 milljónir hvor um sig Tveir menn voru í dag dæmdir fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar og til greiðslu 34 milljóna króna hvor um sig í sekt til ríkissjóðs. Mennirnir voru fundnir sekir um að hafa ekki staðið skil á greiðslu vörsluskatta og opinberra gjalda þegar þeir stýrðu fyrirtækinu Merkingu. 30.3.2006 17:25 Dæmdur fyrir fjárdrátt Fyrrum framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga var í dag dæmdur í Hæstarétti til eins árs fangelsisvistar fyrir að hafa dregið að sér samtals sautján milljónir króna úr sjóðum sambandsins. Níu mánuðir af tólf eru skilorðsbundnir. 30.3.2006 17:17 Samningur Ríkiskaupa við Shell og Esso framlengdur Ríkiskaup hafa ákveðið að framlengja samning sinn við Shell og ESSO um kaup á eldsneyti, olíu og öðrum rekstrarvörum fyrir ökutæki og vélar ríkisins. Að sögn Júlíusar Ólafssonar, forstjóra Ríkiskaupa, var sú ákvörðun tekin í gær, en um er að ræða seinna framlengingarár á samningi við olíufélaganna frá árinu 2003 sem gerður var eftir útboð. 30.3.2006 17:08 Þrjú ár fyrir árás með hafnaboltakylfu Hæstiréttur dæmdi Hákon Örn Atlason í dag til þriggja ára fangelsisvistar fyrir hættulega líkamsárás með hafnaboltakylfu, brot gegn valdstjórninni með því að hóta lögreglufulltrúa og fjölskyldu hans ofbeldi og lífláti og vörslu á 63 grömmum af hassi. 30.3.2006 17:00 Dæmdur fyrir nauðgun 22 ára gamall karlmaður var í dag dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gegn nítján ára stúlku. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði notfært sér ölvun stúlkunnar og svefndrunga til að hafa við hana samræði eða önnur kynferðismök. 30.3.2006 16:24 Hafa ekki haft uppi á árásarmönnum Enn hefur ekkert skýrst um hverjir það voru sem numu karlmann á sjötugsaldri af heimili sínu í Garðinum fyrir rúmri viku. Lögregla hefur rætt við vitni sem sá bílinn en það hefur ekki dugað til að finna hina seku. 30.3.2006 15:49 Verða að afhenda skattstjóra upplýsingar Viðskiptabankarnir þrír verða að afhenda skattstjórum sundurliðaðar upplýsingar um öll viðskipti bankanna með hlutabréf og og þá sem viðskiptunum tengdust á árinu 2003. 30.3.2006 15:35 Samþykkt með þriggja atkvæða mun Félagsráðgjafar hjá Reykjavíkurborg samþykktu nýgerðan kjarasamning sinn við borgina með aðeins þriggja atkvæða meirihluta. 32 af 63 sem greiddu atkvæði um samninginn sögðu já við honum en rétt tæplega helmingur, 29, greiddu atkvæði gegn honum. 30.3.2006 15:10 Glitnir og Landsbankinn hækka vexti Bankastjórn Landsbankans hefur ákveðið að hækka vexti íbúðalána um 0,25 prósentustig og verða þeir nú 4,7 prósent. Ákvörðunin er tekin eftir að Seðlabankinn tilkynnti um 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta í morgun. 30.3.2006 14:44 200 færri á biðlistum LSH Tvö hundruð færri eru á biðlista eftir skurðaðgerðum á Landspítalanum nú en á sama tíma í fyrra. Þá sýnir bráðabirgðauppgjör fyrir fyrstu tvo mánuði ársins að rekstur spítalans er í jafnvægi. 30.3.2006 14:15 Áfellisdómur yfir stjórnsýslu Póst- og fjarskiptastofnunar Úrskurðarnefnd um fjarskipta- og póstmál hefur úrskurðað í ágreiningsmáli Símans og Póst- og fjarskiptastofnunar vegna rekstrargjalds sem stofnunin lagði á Símann. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að Póst- og fjarskiptastofnun hefði brotið gegn jafnræðisreglu Stjórnarskrár Íslands, helstu meginreglum stjórnsýslulaga og lögum sem gilda um Póst- og fjarskiptastofnun. 30.3.2006 14:10 Búgarðabyggð í Árborg og Ölfusi Tveir landeigendur í sveitarfélaginu Árborg og Ölfusi bjóða fólki að byggja búgarða, með aðstöðu fyrir útihús og skepnur. Þetta hentar vel fólki sem vill búa í sveit, en þó nálægt þéttbýli. Alls er boðið upp á um eitt hundrað lóðir á um þúsund hekturum. 30.3.2006 14:08 Hótel Örk yfirtekur rekstur Hótels Hlíðar í Ölfusi Örkin veitingar ehf. rekstaraðili Hótels Arkar hefur tekið yfir rekstur Hótels Hlíðar í Ölfusi, sem áður var rekið undir merkjum Fosshótela. Hótel Hlíð er 6 km sunnan við Hveragerði og var opnað í janúar 2003. 30.3.2006 14:06 Sendinefnd Bandaríkjamanna komin til landsins Háttsett sendinefnd frá bandaríska utanríkisráðuneytinu, varnarmálaráðuneytinu og aðilar frá höfuðstöðvum Evrópudeildar Bandaríkjahers í Stuttgart er komin til Íslands til að sitja fund um tvíhliða varnarviðræður Íslands og Nefndin mun ræða hvernig vörnum Íslands verður háttað í framtíðinni. 30.3.2006 13:57 Slæmt að afgreiða frumvarpið án umfjöllunar um tilmæli Evrópuráðsins Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það slæmt að meirihluti menntamálanefndar Alþingis skuli hafa afgreitt frumvarp um Ríkisútvarpið frá nefndinni, án umfjöllunar um tilmæli Evrópuráðsins um almannaútvarp. 30.3.2006 13:30 Landið fýkur burt Moldrok ágerist nú með hverjum deginum ofan af Haukadalsheiði og hálendinu þar fyrir ofan, yfir Gullfoss- og Geysissvæðið og austanverðar Biskupstungur. Snjókoman, sem verið hefur á Norðurlandi, nær ekki suður á sunnanvert hálendið, svo þar skrælþornar jarðvegur og fýkur í minnsta vindi. Nokkur norðanstrekkingur hefur hinsvegar verið á svæðinu í nokkra daga og segja heimamenn að moldrokið nú sé með mesta móti, miðað við undanfarin ár, sem veit á mikinn uppblástur gróðurlendis 30.3.2006 13:15 Vilja að ríkið bjóði út eldsneyti Framkvæmdastjóri Atlantsolíu segir Ríkiskaup ekki vilja ræða við fyrirtækið um hugsanlegt útboð á eldsneytiskaupum fyrir ríkið. Hann segir undarlegt að ríkið vilji áfram eiga viðskipti við stóru olíufélögin í ljósi þess að ríkisstjórnin hafi ákveðið að leita réttar síns vegna meints ólöglegs samráðs þeirra. 30.3.2006 12:45 MS flytur og störfum fækkar Starfsmönnum Mjólkursamsölunnar í Reykjavík mun fækka um fjörutíu á næstunni, þegar mjólkurpökkunin verður flutt austur á Selfoss í Mjólkurbú Flóamanna, að því er Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar tilkynnti á starfsmannafundi í morgun. 30.3.2006 12:28 Ráðherrar neita ábyrgð Hvorki heilbrigðisráðherra né fjármálaráðherra segjast bera ábyrgð á kjarasamningum við starfsfólk á hjúkrunarheimilum, sem fór í setuverkfall í gær. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi í morgun að fjármálaráðherra gæti ekki hlaupist undan ábyrgð í þessu máli. 30.3.2006 11:57 Skemmdarverk í Vogum Þrjár rúður voru brotnar í nótt í flutningabíl sem flytja átti stóran tank frá Vogum á Vatnsleysuströnd til álversins á Grundartanga. Bíllinn hefur staðið ferðbúinn alla vikuna með tankinn en ekki getað lagt af stað vegna vinds. Skemmdarverkin koma sér mjög illa vegna þess að erfitt er að flytja bílinn til þess að láta laga rúðurnar. Málið er í rannsókn. 30.3.2006 10:24 Harma starfslok hjúkrunarforstjóra Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga harmar þær aðstæður sem leiddu til starfsloka hjúkrunarforstjóra Hrafnistuheimilanna og Sankti Jósefsspítala. Félagið skorar á stjórnvöld að gera sérstaka þjónustusamninga um rekstur öldrunarstofnana þar sem skýrt verði kveðið á um gæði og magn þjónustu, sem og þann mannafla sem þarf til að tryggja viðeigandi þjónustu. 30.3.2006 10:16 Alþjóðlegt skíðamót í Bláfjöllum Icelandair Cup mótaröðin hefur verið flutt frá Akureyri vegna veðurs um helgina og verður haldin í Bláfjöllum. Þar er nú nægur snjór til mótahalds en annars er ekki opið í lyfturnar fyrir almenna skíðamenn. Keppt verður í tveimur svigmótum í dag og einu í Kóngsgili á morgun. 30.3.2006 09:26 Til bjargar íslenskum ljóðum Nýhil hyggur á nútímahandritasöfnun til bjargar ljóðabókum sem grotna í kjöllurum landsmanna. Í fréttatilkynningu frá þeim er lýst eftir óseldum upplögum frá útgefendum sem eru búnir að leggja upp laupana eða bókum sem fólk hefur framleitt og selt á eigin vegum. Ljóðin og önnur list verða til sölu í fyrirhugaðri ljóða- og listabúð samtakanna sem opnar á næstu vikum. 30.3.2006 09:07 Stýrivextir hækkaðir um 75 punkta Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 75 punkta frá og með 4. apríl. Eftir hækkun verða stýrivextir bankans 11,5 prósent. Aðrir vextir bankans verða einnig hækkaðir um 0,75 prósentustig frá 1. apríl. 30.3.2006 09:03 Minna tóbak til unglinga Forvarnarnefnd Hafnarfjarðar kannaði í liðinni viku hversu margir sölustaðir seldu unglingum tóbak. Af 23 sölustöðum gátu tvær 15 ára tálbeitur keypt tóbak á 7 stöðum. Síðast þegar sambærileg könnun fór fram féllu 59% sölustaða á prófinu en rétt um 30% núna og því ljóst að kaupmenn eru að taka sig á. En betur má ef duga skal. . 30.3.2006 08:45 Hluti af starfsemi MS fer á Selfoss Búist er við að Guðbrandur Sigurðsson forstjóri Mjólkursamsölunnar tilkynni á starfsmannafundi klukkan níu, að verulegur hluti starfsseminnar verði fluttur austur á Selfoss í Mjólkurbú Flóamanna. 30.3.2006 08:00 Sjá næstu 50 fréttir
Jóna Kristín Heimisdóttir fegurðardrottning Reykjavíkur Jóna Kristín Heimisdóttir 22 ára Hafnarfirðingur hreppti titilinn ungfrú Reykjavík í gærkvöld, en keppnin var haldin á Broadway. Jóna Kristín starfar sem stuðningsfulltrúi og stefnir á kennaranám. 31.3.2006 07:12
Sinueldar loga enn glatt víða á Mýrum í Borgarfirði Sinueldar loga enn glatt víða á Mýrum í Borgarfirði og hafa bændur átt annríkt við að bjarga hrossum úr beitarhólfum, undan eldinum, og verja hús sín með því að sprauta vatni úr haugsugum. Slökkviliðsmenn, sem höfðu barist við elda á Mýrum og í Reykholtsdal frá því í gærmorgun tóku sér hvíld í nótt þegar vind hæðgi, en lögreglumenn og bændur hafa verið á þönum í alla nótt til að varna þess að eldarnir nálgist mannvirki. Bændur hafa meðal annars dælt vatni með haugsugum. 31.3.2006 06:57
Olíuverð er á hraðri uppleið Olíuverð er aftur á hraðri uppleið og í gær fór verðið á fatinu upp í rúmlega sextíu og sex dollara og hefur ekki verið hærra í tvo mánuði. 31.3.2006 06:54
Á rúmlega tvöföldum hámarkshraða í Reykjavík Tveir átján ára unglingar voru mældir á rúmlega tvöföldum hámarkshraða í Reykjavík um miðnæturbil. 31.3.2006 06:52
Lögreglan í Keflavík leitar að ökumanni Land Rover jeppa Lögreglan í Keflavík vill ná sambandi við ökumann Land Rover jeppa, sem átti leið um Biskupstungnabraut, eða Laugarvatnsveg upp úr klukkan eitt aðfararnótt síðastliðins sunnudags. 31.3.2006 06:47
Nokkuð um sinuelda Lögreglan í Hafnarfirði hefur verið kölluð út þrisvar í kvöld vegna sinuelda. Eldarnir hafa þó allir verið með minna móti og hafa lögreglumenn getað slökkt eldinn með lítilli fyrirhöfn. Mikið hefur verið um að sinueldar hafi verið kveiktir síðustu daga. 30.3.2006 23:15
Úrskurði Samkeppniseftirlitsins líklega áfrýjað Framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli, sem Samkeppniseftirlitið úrskurðaði í gær að hafi brotið samkeppnislög, býst við að úrskurðinum verði áfrýjað. 30.3.2006 22:25
Hollvinasamtök skattgreiðenda stofnuð í dag Hollvinasamtök skattgreiðenda voru stofnuð í dag en markmið þeirra er að standa vörð um hagsmuni skattgreiðenda. Hátt á þriðja tug manna höfðu skráð sig í samtökin nú síðdegis. 30.3.2006 22:00
Fasteignagjöld hafa hækkað um allt að 64 prósent Álögur stærstu sveitarfélaga landsins á íbúðarhúsnæði hafa hækkað langt umfram almennar verðlagsbreytingar síðustu þrjú árin segir í nýrri skýrslu ASÍ. Þetta gerist þrátt fyrir yfirlýsingar ráðamanna að um að álagningarprósenta fasteignagjalda lækki vegna hækkunar fasteignamats. 30.3.2006 21:50
Umgengni um borgina ábótavant Umhverfissvið Reykjavíkurborgar hefur hafið síðasta liðinn í átakinu Virkjum okkur en markmið þess er að fá fólk til að huga að umgengni um borgina sem víða er ábótavant. Árlega fara um 23 milljónir króna í hreinsun borgarinnar. 30.3.2006 21:00
Dæmdur fyrir fjárdrátt í opinberu starfi Hæstiréttur dæmdi í dag fyrrverandi framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfjarða í tólf mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt. 30.3.2006 19:15
Dæmdur í þriggja ára fangelsi Tuttugu og sjö ára karlmaður var dæmdur í þriggja ára fangelsi í Hæstarétti í dag, fyrir hættulega líkamsárás, líflátshótanir við lögreglu og vörslu fíkniefna. 30.3.2006 19:12
Lýst eftir vitni vegna mannráns Lögreglan í Keflavík lýsir eftir ökumanni Land-Rover jeppa sem aðfaranótt síðasta sunnudags ók framhjá manninum rænt var af heimili sínu í Garðinum. Ökumaðurinn ók framhjá manninum á Biskupstungnabraut eða Laugarvatnsvegi á öðrum tímanum þá nótt og veitti honum athygli án þess þó að stöðva bifreið sína. 30.3.2006 19:10
OR samþykkir að kanna orkusölu til Helguvíkur R-listaflokkarnir klofnuðu innan stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nú síðdegis þegar stjórnin gaf grænt ljós á að stefna að raforkusölu til álvers í Helguvík. Fulltrúi vinstri grænna, sem var einn á móti, segir niðurstöðuna í andstöðu við samþykkt flokkanna í fyrra. 30.3.2006 18:17
Hálka fyrir norðan, austan og vestan Hálka er á Vestfjörðum, Norðurlandi og Norðausturlandi og éljagangur að auki á Vestfjörðum og Norðausturlandi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. 30.3.2006 18:11
Miklir sinueldar á Mýrum Um fimmtán slökkviliðsmenn hafa barist við sinuelda á Mýrum í Borgarfirði síðan um klukkan 9 í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu í Borgarnesi er nú brunnið um 80 ferkílómetra svæði. 30.3.2006 17:59
Ekið á tíu ára pilt Ekið var á tíu ára pilt á reiðhjóli í Vestmannaeyjum á þriðja tímanum í dag. Pilturinn brákaðist en meiðsl hans voru talin minniháttar. 30.3.2006 17:52
Leikskólagjöld lækka um 30 prósent Bæjarráð Kópavogs samþykkti á fundi sínum í dag að lækka leikskólagjöld um 30 prósent. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ um ákvörðunina segir að þessi ákvörðun sé tekin með hliðsjón af góðum rekstri bæjarsjóðs. Þar segir enn fremur að eftir þetta verði Kópavogur það stóru sveitarfélaganna þar sem verður ódýrast að búa fyrir barnafjölskyldur. 30.3.2006 17:31
Ekki tímabært að afnema verðtryggingu lána Stefna ber að því til lengri tíma litið að afnema verðtryggingu lána hér á landi en það er ekki hægt nú vegna þeirra sveiflna sem eru í þjóðfélaginu. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra við utandagskrárumræðu um aukningu á skuldum þjóðarbúsins í dag. 30.3.2006 17:29
Greiði 34 milljónir hvor um sig Tveir menn voru í dag dæmdir fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar og til greiðslu 34 milljóna króna hvor um sig í sekt til ríkissjóðs. Mennirnir voru fundnir sekir um að hafa ekki staðið skil á greiðslu vörsluskatta og opinberra gjalda þegar þeir stýrðu fyrirtækinu Merkingu. 30.3.2006 17:25
Dæmdur fyrir fjárdrátt Fyrrum framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga var í dag dæmdur í Hæstarétti til eins árs fangelsisvistar fyrir að hafa dregið að sér samtals sautján milljónir króna úr sjóðum sambandsins. Níu mánuðir af tólf eru skilorðsbundnir. 30.3.2006 17:17
Samningur Ríkiskaupa við Shell og Esso framlengdur Ríkiskaup hafa ákveðið að framlengja samning sinn við Shell og ESSO um kaup á eldsneyti, olíu og öðrum rekstrarvörum fyrir ökutæki og vélar ríkisins. Að sögn Júlíusar Ólafssonar, forstjóra Ríkiskaupa, var sú ákvörðun tekin í gær, en um er að ræða seinna framlengingarár á samningi við olíufélaganna frá árinu 2003 sem gerður var eftir útboð. 30.3.2006 17:08
Þrjú ár fyrir árás með hafnaboltakylfu Hæstiréttur dæmdi Hákon Örn Atlason í dag til þriggja ára fangelsisvistar fyrir hættulega líkamsárás með hafnaboltakylfu, brot gegn valdstjórninni með því að hóta lögreglufulltrúa og fjölskyldu hans ofbeldi og lífláti og vörslu á 63 grömmum af hassi. 30.3.2006 17:00
Dæmdur fyrir nauðgun 22 ára gamall karlmaður var í dag dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gegn nítján ára stúlku. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði notfært sér ölvun stúlkunnar og svefndrunga til að hafa við hana samræði eða önnur kynferðismök. 30.3.2006 16:24
Hafa ekki haft uppi á árásarmönnum Enn hefur ekkert skýrst um hverjir það voru sem numu karlmann á sjötugsaldri af heimili sínu í Garðinum fyrir rúmri viku. Lögregla hefur rætt við vitni sem sá bílinn en það hefur ekki dugað til að finna hina seku. 30.3.2006 15:49
Verða að afhenda skattstjóra upplýsingar Viðskiptabankarnir þrír verða að afhenda skattstjórum sundurliðaðar upplýsingar um öll viðskipti bankanna með hlutabréf og og þá sem viðskiptunum tengdust á árinu 2003. 30.3.2006 15:35
Samþykkt með þriggja atkvæða mun Félagsráðgjafar hjá Reykjavíkurborg samþykktu nýgerðan kjarasamning sinn við borgina með aðeins þriggja atkvæða meirihluta. 32 af 63 sem greiddu atkvæði um samninginn sögðu já við honum en rétt tæplega helmingur, 29, greiddu atkvæði gegn honum. 30.3.2006 15:10
Glitnir og Landsbankinn hækka vexti Bankastjórn Landsbankans hefur ákveðið að hækka vexti íbúðalána um 0,25 prósentustig og verða þeir nú 4,7 prósent. Ákvörðunin er tekin eftir að Seðlabankinn tilkynnti um 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta í morgun. 30.3.2006 14:44
200 færri á biðlistum LSH Tvö hundruð færri eru á biðlista eftir skurðaðgerðum á Landspítalanum nú en á sama tíma í fyrra. Þá sýnir bráðabirgðauppgjör fyrir fyrstu tvo mánuði ársins að rekstur spítalans er í jafnvægi. 30.3.2006 14:15
Áfellisdómur yfir stjórnsýslu Póst- og fjarskiptastofnunar Úrskurðarnefnd um fjarskipta- og póstmál hefur úrskurðað í ágreiningsmáli Símans og Póst- og fjarskiptastofnunar vegna rekstrargjalds sem stofnunin lagði á Símann. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að Póst- og fjarskiptastofnun hefði brotið gegn jafnræðisreglu Stjórnarskrár Íslands, helstu meginreglum stjórnsýslulaga og lögum sem gilda um Póst- og fjarskiptastofnun. 30.3.2006 14:10
Búgarðabyggð í Árborg og Ölfusi Tveir landeigendur í sveitarfélaginu Árborg og Ölfusi bjóða fólki að byggja búgarða, með aðstöðu fyrir útihús og skepnur. Þetta hentar vel fólki sem vill búa í sveit, en þó nálægt þéttbýli. Alls er boðið upp á um eitt hundrað lóðir á um þúsund hekturum. 30.3.2006 14:08
Hótel Örk yfirtekur rekstur Hótels Hlíðar í Ölfusi Örkin veitingar ehf. rekstaraðili Hótels Arkar hefur tekið yfir rekstur Hótels Hlíðar í Ölfusi, sem áður var rekið undir merkjum Fosshótela. Hótel Hlíð er 6 km sunnan við Hveragerði og var opnað í janúar 2003. 30.3.2006 14:06
Sendinefnd Bandaríkjamanna komin til landsins Háttsett sendinefnd frá bandaríska utanríkisráðuneytinu, varnarmálaráðuneytinu og aðilar frá höfuðstöðvum Evrópudeildar Bandaríkjahers í Stuttgart er komin til Íslands til að sitja fund um tvíhliða varnarviðræður Íslands og Nefndin mun ræða hvernig vörnum Íslands verður háttað í framtíðinni. 30.3.2006 13:57
Slæmt að afgreiða frumvarpið án umfjöllunar um tilmæli Evrópuráðsins Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það slæmt að meirihluti menntamálanefndar Alþingis skuli hafa afgreitt frumvarp um Ríkisútvarpið frá nefndinni, án umfjöllunar um tilmæli Evrópuráðsins um almannaútvarp. 30.3.2006 13:30
Landið fýkur burt Moldrok ágerist nú með hverjum deginum ofan af Haukadalsheiði og hálendinu þar fyrir ofan, yfir Gullfoss- og Geysissvæðið og austanverðar Biskupstungur. Snjókoman, sem verið hefur á Norðurlandi, nær ekki suður á sunnanvert hálendið, svo þar skrælþornar jarðvegur og fýkur í minnsta vindi. Nokkur norðanstrekkingur hefur hinsvegar verið á svæðinu í nokkra daga og segja heimamenn að moldrokið nú sé með mesta móti, miðað við undanfarin ár, sem veit á mikinn uppblástur gróðurlendis 30.3.2006 13:15
Vilja að ríkið bjóði út eldsneyti Framkvæmdastjóri Atlantsolíu segir Ríkiskaup ekki vilja ræða við fyrirtækið um hugsanlegt útboð á eldsneytiskaupum fyrir ríkið. Hann segir undarlegt að ríkið vilji áfram eiga viðskipti við stóru olíufélögin í ljósi þess að ríkisstjórnin hafi ákveðið að leita réttar síns vegna meints ólöglegs samráðs þeirra. 30.3.2006 12:45
MS flytur og störfum fækkar Starfsmönnum Mjólkursamsölunnar í Reykjavík mun fækka um fjörutíu á næstunni, þegar mjólkurpökkunin verður flutt austur á Selfoss í Mjólkurbú Flóamanna, að því er Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar tilkynnti á starfsmannafundi í morgun. 30.3.2006 12:28
Ráðherrar neita ábyrgð Hvorki heilbrigðisráðherra né fjármálaráðherra segjast bera ábyrgð á kjarasamningum við starfsfólk á hjúkrunarheimilum, sem fór í setuverkfall í gær. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi í morgun að fjármálaráðherra gæti ekki hlaupist undan ábyrgð í þessu máli. 30.3.2006 11:57
Skemmdarverk í Vogum Þrjár rúður voru brotnar í nótt í flutningabíl sem flytja átti stóran tank frá Vogum á Vatnsleysuströnd til álversins á Grundartanga. Bíllinn hefur staðið ferðbúinn alla vikuna með tankinn en ekki getað lagt af stað vegna vinds. Skemmdarverkin koma sér mjög illa vegna þess að erfitt er að flytja bílinn til þess að láta laga rúðurnar. Málið er í rannsókn. 30.3.2006 10:24
Harma starfslok hjúkrunarforstjóra Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga harmar þær aðstæður sem leiddu til starfsloka hjúkrunarforstjóra Hrafnistuheimilanna og Sankti Jósefsspítala. Félagið skorar á stjórnvöld að gera sérstaka þjónustusamninga um rekstur öldrunarstofnana þar sem skýrt verði kveðið á um gæði og magn þjónustu, sem og þann mannafla sem þarf til að tryggja viðeigandi þjónustu. 30.3.2006 10:16
Alþjóðlegt skíðamót í Bláfjöllum Icelandair Cup mótaröðin hefur verið flutt frá Akureyri vegna veðurs um helgina og verður haldin í Bláfjöllum. Þar er nú nægur snjór til mótahalds en annars er ekki opið í lyfturnar fyrir almenna skíðamenn. Keppt verður í tveimur svigmótum í dag og einu í Kóngsgili á morgun. 30.3.2006 09:26
Til bjargar íslenskum ljóðum Nýhil hyggur á nútímahandritasöfnun til bjargar ljóðabókum sem grotna í kjöllurum landsmanna. Í fréttatilkynningu frá þeim er lýst eftir óseldum upplögum frá útgefendum sem eru búnir að leggja upp laupana eða bókum sem fólk hefur framleitt og selt á eigin vegum. Ljóðin og önnur list verða til sölu í fyrirhugaðri ljóða- og listabúð samtakanna sem opnar á næstu vikum. 30.3.2006 09:07
Stýrivextir hækkaðir um 75 punkta Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 75 punkta frá og með 4. apríl. Eftir hækkun verða stýrivextir bankans 11,5 prósent. Aðrir vextir bankans verða einnig hækkaðir um 0,75 prósentustig frá 1. apríl. 30.3.2006 09:03
Minna tóbak til unglinga Forvarnarnefnd Hafnarfjarðar kannaði í liðinni viku hversu margir sölustaðir seldu unglingum tóbak. Af 23 sölustöðum gátu tvær 15 ára tálbeitur keypt tóbak á 7 stöðum. Síðast þegar sambærileg könnun fór fram féllu 59% sölustaða á prófinu en rétt um 30% núna og því ljóst að kaupmenn eru að taka sig á. En betur má ef duga skal. . 30.3.2006 08:45
Hluti af starfsemi MS fer á Selfoss Búist er við að Guðbrandur Sigurðsson forstjóri Mjólkursamsölunnar tilkynni á starfsmannafundi klukkan níu, að verulegur hluti starfsseminnar verði fluttur austur á Selfoss í Mjólkurbú Flóamanna. 30.3.2006 08:00