Innlent

Dæmdur í þriggja ára fangelsi

Tuttugu og sjö ára karlmaður var dæmdur í þriggja ára fangelsi í Hæstarétti í dag, fyrir hættulega líkamsárás, líflátshótanir við lögreglu og vörslu fíkniefna. Þar með tvöfaldar Hæstiréttur refsingu Héraðsdóms Norðurlands eystra, sem hafði dæmt manninn í átján mánaða fangelsi. Maðurinn sló annan mann með hafnarboltakylfu eitt eða fleiri högg í höfuðið þannig að alvarlegir áverkar hlutust af. Árásin átti sér stað á Öxnadalsvegi í ágúst í hitteðfyrra. Meðan maðurinn var í haldi lögreglunnar hótaði hann lögreglumanni og fjölskyldu hans ofbeldi og lífláti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×