Fleiri fréttir

Vetrarfærð víða fyrir norðan og austan

Vetrarfærð er víða á Norðurlandi eystra og Austurlandi, hálka, hálkublettir eða snjóþekja, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hvergi er þó fyrirstaða á vegum.

Fundahlé í kjaradeilu slökkviliðsmanna

Samningafundi Landssambands slökkviliðs-og sjúkrafutningamanna við fulltrúa ríkisins, var frestað hjá Ríkissáttasemjara um klukkan ellefu í gærkvöldi , eftir að hafa staðið í tíu klukkustundir. Fundi verður fram haldið eftir hádegi.

Nýsir reisir tíu þúsund fermetra nýbyggingu sunnan Egilshallar

Fyrirtækið Nýsir hyggst reisa tíu þúsund fermetra nýbyggingu sunnan Egilshallar. Í nýbyggingunni verður fjögurra sala kvikmyndahús sem mun rúma 1.000 manns, 36 brauta keilusalur og þemasýning sem ber nafnið "Auga Óðins" en henni verður komið fyrir neðanjarðar.

Ljósmæður áhyggjufullar vegna stöðu mála

Ljósmæður eru áhyggjufullar með að kjarabarátta þeirra muni dragast á langinn en enn hefur enginn fundur verið ákveðinn milli þeirra og sanminganefndar skipaðri af heilbrigðisráðherra, sem semur við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn.

Fjölmennir minningartónleikar

Hátt á tvöhundrað manns sóttu góðgerðartónleika í Ísafjarðarkirkju í gærkvöldi, sem haldnir voru til minningar um Þóreyju Guðmundsdóttir sem lést í bílslysi á Hnífdalsvegi í janúar.

Hæstiréttur staðfestir úrskurð Héraðsdóms

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að fresta máli Jóns Ólafssonar gegn Hannesi Hólmsteini Gissurasyni á meðan endurupptökubeiðni Hannesar er til meðferðar fyrir enskum dómstóli en málið verður tekið fyrir þar á morgun.

Undirrituðu samstarfssamning

Landhelgisgæslan og ríkislögreglustjóri gerðu með sér formlegan samstarfssamning í dag. Stofnanirnar tvær hafa lengi átt gott og mikið samstarf en formlegur samningur hefur ekki verið gerður fyrr en nú. Þau verkefni með kveðið er á í samningnum er meðal annars leit, björgun og almannavarnir, sameiginlegt bátaeftirlit, gagnkvæmur stuðningur stofnanna við lögregluaðgerðir á sjó og landi, siglingavernd og sameiginleg þjálfun.

Fjórir ungir karlmenn dæmdir fyrir líkamsárás

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag fjóra karlmenn á aldrinum 18 til 25 ára í fjögurra og sex mánaða fangelsi, fyrir stórfellda líkamsárás á 17 ára pilt sem þeir misþyrmdu í mars á síðasta ári og skildu eftir á nærbuxum einum í húsasundi í 6 stiga frosti. Sá er þyngsta dóminn hlaut var dæmdur í 18 mánaða fangelsi.

Fresta þarf framkvæmdum vegna álvers á Húsavík

Ef álver verður byggt við Húsavík þarf að slá öðrum stórframkvæmdum á frest; annars verður hætta á ofþenslu í efnahagslífinu. Hagfræðingar vara við þessu og nefna framkvæmdir eins og Héðinsfjarðargöng, Sundabraut, tónlistarhús og hátæknisjúkrahús sem þurfi þá að slá á frest.

Dómur Hæstiréttar vegna SPH á næstu grösum

Fyrirtæki tengd Baugi fjármögnuðu að miklu leyti kaupin á stofnfé í Sparisjóði Hafnarfjarðar, sem nú eru til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu og efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Hæstiréttur sker á allra næstu dögum úr um hvort Fjármálaeftirlitinu hafi, í tengslum við rannsóknina, verið heimilt að rannsaka bankareikninga lögmannsstofu að eigendum hennar forspurðum.

Dauðar álftir fundust í Rangárvallasýslu

Tvær álftir fundust dauðar í Rangárvallasýslu skammt frá Þjórsá og var þeim hent í ruslagám samkvæmt ráðleggingum héraðsdýralæknis. Fuglarnir verða ekki rannsakaðir þar sem þeir voru færri en fimm í hópi, en aðeins er hættustig eitt í gildi hér á landi vegna fuglaflensu.

Vilja kaupa sig framhjá biðlistum hjúkrunarheimila

Fólk hefur boðið milljónir til að koma ættingjum sínum efst á biðlista á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, en á milli tvö og þrjú hundruð manns bíða eftir plássi þar. Borgin vill taka við hluta af öldrunarþjónustu frá ríkinu

Efasemdir um frelsi í orkusölu

Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ hefur efasemdir um að raunverulegt frelsi ríki í orkusölu á landinu, miðað við hvernig stjórnvöld haga sér í stóriðjumálum. Hann segir undirbúning fyrir álver í Helguvík snúast um samninga tveggja hlutafélaga og ekki þurfi að senda framsóknarráðherra til útlanda til að biðja um gott veður.

Skipað í embætti prests í Hallgrímskrikju

Sr. Birgir Ásgeirsson hefur verið veitt embætti prests í Hallgrímskirkjuprestakalli. Alls sóttutíu umsækjendur um um embættið en umsóknarfrestur rann út 17. febrúar síðastliðinn. Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára í senn að fenginni niðurstöðu valnefndar. Nefndin er skipuð fimm fulltrúum úr prestakallinu auk vígslubiskupsins í Skálholti.

Búið að slökkva eld á Lynghálsi

Búið er að slökkva eld í húsakynnum Stöðvar 2 og verið er að reykræsta húsið. Allt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út þegar eldsins varð vart um fjögurleitið. Talið er að eldur hafi kviknað í eldhúsi en mikill reykur var í húsinu. Starfsfólk komst út í tæka tíð og enginn var fluttur á slysadeild. Allar útvarpsstöðvar duttu út vegna eldsins.

Rúm fyrir álver og stækkun

Forsætisráðherra gaf lítið fyrir hvatningar stjórnarandstæðinga um hægja á uppbyggingu álvera á Alþingi í dag. Hann sagði álver á Húsavík og stækkun í Straumsvík rúmast innan marka Kyoto bókunarinnar en efast um að orka fáist fyrir álver á Reykjanesi.

Eldur í húsakynnum Stöðvar 2

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað úr rétt í þessu vegna elds í húsakynnum Stöðvar 2 á Lynghálsi. Allt starfólk komst út við illan leik en talið er að eldur hafi kviknaði í í eldhúsi, hugsanlega út frá loftræstingu, en frá eldhúsinu leggur mikinn reyk. Allar útvarpsstöðvar eru dottnar út vegna eldsins. Reykkafarar eru komnir inn í húsið og verið er að slökkva eldinn.

Gullæði á Norðurlandi

Gullæði hefur gert vart við sig á Norðurlandi í kjölfar fyrirætlana Alcoa um álver á Húsavík. Mikið verður byggt, fasteignaverð þýtur upp og samgöngur verða bættar.

DV braut siðareglur blaðamanna

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur úrskurðað að DV hafi gerst brotlegt á þriðju grein siðareglna Blaðamannafélagsins þegar það birti forsíðufyrirsögnina „Hafnfirskur gleraugnasali selur tæki sem á að lækna fuglaflensu" og fyrirsögn á bls. 8 þar sem stóð ,,Lækning við fuglaflensu í Hafnarfirði". Kemst Siðanefndin að þeirri niðurstöðu að brotið sé ámælisvert.

Kemur til greina að nota tálbeitur

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir það koma sterklega til greina að lögregla beiti tálbeitum til að koma upp um barnaníðinga. Dómsmálaráðherra sagði þetta í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag.

Umsókn Bauhaus frestað vegna athugasemda

Borgarráð frestaði enn einu sinni afgreiðslu á umsókn bygginarvörukeðjunnar Bauhaus um lóð undir verslun í landi Úlfarsfells, í þetta sinn vegna lögfræðiálits sem barst frá BYKO og mótmæla frá Mosfellsbæ. BYKO ásælist einnig lóðina þrátt fyrir að hafa fengið úthlutað lóð skammt frá.

Opnaði nýja starfsstöð Actavis

Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, opnaði í dag nýja starfsstöð fyrir dótturfélag Actavis Group, Lotus Labs, í borginni Bangalore á Indlandi. Nýskipaður sendiherra Íslands á Indlandi, Sturla Sigurjónsson, og viðskiptasendinefnd frá Íslandi voru einnig viðstödd opnunina. Starfsstöðin mun hýsa skrifstofur, rannsóknarstofur og aðstöðu fyrir frásogsrannsóknir. Vel á þriðja hundrað manns munu starfa í starfsstöðinni sem Actavis segir mjög mikilvæga fyrir starfsemina á Indlandi.

Stórtækar hugmyndir um framkvæmdir á Norðurlandi

Ný brú yfir Skjálfandafljót, uppbygging Húsavíkurflugvallar, og jarðgöng undir Vaðlaheiði eru meðal þeirra hugmynda sem fá byr undir báða vængi eftir undirritun viljayfirlýsingar um byggingu álvers við Húsavík. Menn sjá fyrir sér að Húsavík og Akureyri verði eitt atvinnusvæði með tilkomu álversins, en göngin myndu stytta leiðina á milli um 16 kílómetra og með nýjum vegkafla og nýrri brú yfir Skjálfandafljót myndi leiðin styttast enn.

Lögregla rannsakar landhelgisbrot

Lögregla hefur í allan morgun vaktað íslenskt fiskiskip sem kom til Sandgerðis undir morgun, eftir að hafa verið staðið að ólöglegum línuveiðum suðvestur af landinu í gær. Þegar Fokker-flugvél Landhelgisgæslunnar var að fljúga yfir svæðið í gær tók áhöfnin eftir því að skipið var á lista Fiskistofu yfir skip, sem svipt hafa verið veiðileyfi, en slíkt er landhelgisbrot.

Mikill missir vegna lítils penings

Stjórnarliðar jafnt sem stjórnarandstæðingar lýstu miklum áhyggjum af því við upphaf þingfundar í dag að heimaþjónusta ljósmæðra hefði fallið niður vegna kjaradeilu þeirra við heilbrigðisráðuneytið.

Borgarráð ræðir um lóð handa Bauhaus

Borgarráð kom saman til fundar klukkan ellefu þar sem meðal annars átti að taka fyrir umsókn byggingarvöruverslunarkeðjunnar Bauhaus um lóð undir verslun undir Úlfarsfelli.

Vegur lokaður milli Egilsstaða og Seyðisfjarða

Vegurinn á milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er lokaður og verður það næsta klukkutímann eða svo á meðan verið er að reyna að ná flutningabíl sem valt þar í gær upp á veginn.

Kemur vel til greina að nota tálbeitur

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir það koma sterklega til greina að lögregla beiti tálbeitum til að koma upp um barnaníðinga. Dómsmálaráðherra sagði þetta í utandagskrárumræðu á Alþingi nú rétt fyrir fréttir.

Listi Vinstri-grænna í Hafnarfirði tilbúinn

Vinstri hreyfingin - grænt framboð í Hafnarfirði samþykkti tillögu um efstu sæti framboðslista til bæjarstjórnarkosninga í vor á opnum félagsfundi sl. þriðjudag. Á næstu vikum mun VG í Hafnarfirði kynna helstu kosningamál sín fyrir bæjarbúum í Hafnarfirði.Efsta sætið skipar Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, kennari og forvarnarfulltrúi Flensborgarskóla.

Hvetur ráðherra til að endurskoða lög

Framkvæmdarstjórn Öryrkjabandalagsins styður þau sjónarmið sem fram koma í skýrslu Tryggingastofnunar um réttlátari notendagjöld á sjúkratryggingum á Íslandi. Í ályktun sem bandalagið hefur sent frá sér hvetur það heilbrigðisráherra til að skoða skýrsluna með jákvæðum og opnum huga og hefja þegar í stað endurskoðun laga og reglna í samstarfi við hagsmunasamtök.

Álver á Húsavík rætt á þingi síðdegis

Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur farið fram á utandagskrárumræðu um fyrirhugað álver á Húsavík. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur samþykkt að vera fyrir svörum og hefst utandagskrárumræðan klukkan 13.30.

Varamaður fyrir varamann

Jón Kr. Óskarsson tók sæti á Alþingi sem varamaður við upphaf þingfundar í dag. Það væri ef til vill ekki í frásögur færandi nema fyrir það að hann tekur sæti á þingi í stað varaþingmannsins Söndru Franks, sem hafði áður verið kölluð inn á þing sem varamaður Rannveigar Guðmundsdóttur.

Guðrún Ágústa efst hjá VG

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, kennari og forvarnarfulltrúi í Flensborgarskóla, leiðir lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs við bæjarstjórnarkosningar í vor. Annað sæti listans skipar Jón Páll Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Regnbogabarna.

Öryrkjar skora á heilbrigðisráðherra

Framkvæmdastjórn Öryrkjabandalags Íslands vill að heilbrigðisráðherra hefji þegar í stað endurskoðun laga og reglna um notendagjöld í heilbrigðiskerfinu.

Misstu allt sitt í eldsvoða í Sælingsdal

Fjögurra manna fjölskylda missti heimili sitt í eldsvoða, þegar íbúðarhúsið í Sælingsdal í Dalasýslu eyðilagðist í eldi í gær. Íbúarnir voru ekki heima þegar vegfarandi sá reyk leggja frá húsinu og gerði slökkviliði viðvart.

Segir Icelandic Group selja ólöglega veiddan þorsk

Breska blaðið The Guardian segir að íslenska fyrirtækið Icelandic Grop, sem áður hét SH, selji ólöglega veiddan þorsk úr Barentshafi, sem veiddur sé utan kvóta og fari á svartan markað.

Þyrlur ekki enn komnar í gagnið aftur

Landhelgisgæslan hefur ekki enn á að skipa nothæfri þyrlu þar sem viðgerðin á minni þyrlunni, TF SIF, hefur dregist á langinn vegna skorts á varahlutum. Hún átti að komast í gangið í fyrradag en er enn í viðgerð.

Rætt um heimild til að nota tálbeitur

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spyr Björn Bjarnason dómsmálaráðherra út í heimildir lögreglu til að leita uppi barnaníðinga í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag.

Jarðgöng undir Vaðlaheiði vegna álvers?

Hugmyndir um jarðgöng undri Vaðlaheiði við Akureyri hafa nú fengið byr undri báða vængi eftir undirritun viljayfirlýsingar um byggingu álvers við Húsavík í gær.

Tveir til viðbótar segja upp við MÍ

Tveir stjórnendur til viðbótar hafa sagt upp störfum við Menntaskólann á Ísafirði en Ólína Þorvarðardóttir skólameistari sagði upp störfum fyrr í vikunni. Munu það vera aðstoðarskólameistari og áfangastjóri sem hafa sagt upp og miðast uppsögn þeirra við lok skólaárs, í endaðan júlí. Haft er eftir Guðmundi Þór Kristjánssyni, áfangastjóra, á ruv.is að ástæða uppsagnar hans sé að hann sé búinn að fá nóg eftir áralangar deilur innan menntaskólans.

Rannsaka fjármögnun kaupa á stofnfé

Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra rannsakar hvort fimm félög hafi fjármagnað kaupin á stofnfjárhlutum í Sparisjóði Hafnarfjarðar að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Jóna Fanney segir upp

Jóna Fanney Friðriksdóttir bæjarstjóri á Blönduósi hefur sagt upp störfum. Uppsagnarbréf hennar sem var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í gær er stílað 27. febrúar og samkvæmt því lætur Jóna Fanney af störfum 1. júní næstkomandi, fáeinum dögum eftir bæjarstjórnarkosningar.

Sjá næstu 50 fréttir