Innlent

Hvetur ráðherra til að endurskoða lög

Framkvæmdarstjórn Öryrkjabandalagsins styður þau sjónarmið sem fram koma í skýrslu Tryggingastofnunar um réttlátari notendagjöld á sjúkratryggingum á Íslandi. Í ályktun sem bandalagið hefur sent frá sér hvetur það heilbrigðisráherra til að skoða skýrsluna með jákvæðum og opnum huga og hefja þegar í stað endurskoðun laga og reglna í samstarfi við hagsmunasamtök.

Ályktunin er svohljóðandi:

"Framkvæmdastjórn Öryrkjabandalags Íslands lýsir stuðningi við þau megin sjónarmið sem fram koma í skýrslu sérfræðinga Tryggingastofnunar ríkisins um réttlátari notendagjöld í sjúkratryggingum á Íslandi. Miklu varðar fyrir notendur heilbrigðiskerfisins að kerfið sé einfaldað frá því sem nú er, álögur lækkaðar á þá sem þurfa á þjónustunni að halda og að jafnræðis sé gætt á milli hópa sjúklinga. ÖBÍ hvetur ráðherra heilbrigðis- og tryggingamála að skoða skýrsluna með jákvæðum og opnum huga og hefja þegar í stað, á grundvelli hennar, endurskoðun laga og reglna í nánu samráði við heildarhagsmunasamtök. ÖBÍ lýsir sig reiðubúið til þess verkefnis."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×