Fleiri fréttir

Áætlað að vitnaleiðslum ljúki í dag

Spurt var um viðskiptamannareikninga, lánveitingar og bókhaldslykla í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þegar aðalmeðferð í Baugsmálinu var fram haldið þar í morgun. Áætlað er að vitnaleiðslum verði lokið í dag og málflutningur fari síðan fram á morgun.

Fjármálaráðherra gerir athugasemd við umfjöllun Kastljóssins

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra gerði í gær formlega athugasemd við umfjöllun Kastljóssins á Ríkissjónvarpinu um skattamál. Í þættinum var meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að skattbyrði hafi aukist hjá öllum tekjuhópum nema hátekjumönnum.

Eldur við Skemmuveg

Eldur kviknaði í atvinnuhúsi við Skemmuveg í Kópavogi í gærkvöldi, þar sem veisluþjónusta er meðal annars til húsa. Eldurinn var snarlega slökktur en skemmdir urðu af reyk. Eldsupptök verða könnuð í dag.

Krónan veikist

Krónan veiktist í gær um fjögur komma fjörtíu og fjögur prósent eftir að fréttir bárust af því að matsfyrirtækið Fitch Ratings hefði breytt lánshæfismati ríkissjóðs Íslands úr stöðugu í neikvætt.

Gjaldfrjálst á Listasafn Íslands

Aðgangseyrir að Listasafni Íslands fellur niður frá með föstudeginum næsta og aðgangur að safninu verður því gjaldfrjáls. Nýr styrktaraðili safnsins, Samson eignarhaldsfélag, gerir þetta kleyft með stuðningi sínum en í dag var nýr samstarfsamningur undirritaður í safninu. Samningurinn var undirritaður í húsakynnum Listasafns Íslands en í honum delst að Samson verður aðalstyrktaraðili safnsins næstu þrjú árin. Á samningstímanum mun Samson styrkja Listasafnið um 45 milljónir króna sem verður varið í að efla starfsemi þess.

Tíu sóttu um stöðu prests við Hallgrímsprestakall

Tíu sóttu um embætti prests í Hallgrímsprestakalli sem auglýst var fyrir skömmu. Fjórir umsækjandanna sóttu líka um embætti sóknarprests við Ásprestakall. Embætti prests við Hallgrímsprestakall hefur verið með eftirsóttustu stöðunum innan þjóðkirkjunnar enda kirkjan sú stærsta á landinu og með þeim glæsilegri. Það er biskup Íslands, séra Karl Sigurbjörnsson sem skipar í embætti prests eftir að valnefnd hefur komist að samkomulagi um hvaða umsækjanda hún vill fá í embættið.

Ríkisstjórnin vill MTV tónlistarhátíðina

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að styrkja November Event um þrjár milljónir króna til að fullvinna umsókn sína um að halda MTV-tónlistarverðlaunahátíðina í Reykjavík árið 2007. November Event hefur unnið að því að fá að halda tónlistarhátíðina í Reykjavík á næsta ári. Umsóknarferlið er komið vel á veg en Reykjavík er ein nokkurra borga sem sótt hafa um að halda hátíðina.

Félagsráðgjafar mótmæltu á borgarstjórnarfundi

Félagsráðgjafar fjölmenntu á áhorfendapalla á borgarstjórnarfundi í dag til að krefjast bættra kjara og knýja á um að kraftur komist í viðræður þeirra og borgarinnar um nýjan kjarasamning. Þeir útiloka ekki verkfall.

Reykræsta þurfti vegna bruna í geymslu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að húsnæði á Skemmuveginum á tíunda tímanum í kvöld. Í húsinu eru nokkur fyrirtæki en eldur kom upp í einni geymslu þar inni. Búið er að slökkva eldinn og er verið að reykræsta. Ekki er talið að um verulega skemmdir sé að ræða.

Ríkisskattstjóri staðfestir að skattar hafa hækkað

Ríkisskattstjóri staðfestir tölur Landssambands eldri borgara um að skattbyrði þeirra sem hafa lægst laun eða ellilaun hafi hækkað síðustu ár. Þetta kemur til af því að skattleysismörk hafa ekki fylgt vísitölu neysluverðs eða launaþróun í landinu að sögn hagfræðings Landssambands eldri borgara.

Loðnukvótinn aukinn í annað sinn

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra jók loðnukvóta íslenskra skipa í dag um tuttugu þúsund tonn. Íslensk skip mega því veiða rétt rúmlega 170 þúsund tonn af loðnu á yfirstandandi vertíð.

Sex skipasmíðastöðvar valdar

Ríkiskaup hafa valið sex skipasmíðastöðvar til þátttöku í útboði á smíði nýs varðskips úr hópi fimmtán skipasmíðastöðva sem sýndu áhuga á útboðinu. Þrjár skipasmíðastöðvanna eru norskar, sú fjórða hollensk, fimmta þýsk og sú sjötta frá Sjíle.

Strákarnir okkar seldir til Bandaríkjanna

Sýningarréttur á kvikmyndinni Strákarnir okkar hefur verið seldur til Bandaríkjanna. Samið var um dreifingarrétt á myndinni á öllum miðlum, svo sem sýningu í kvikmyndahúsum og sjónvarpi auk annarrar útgáfu.

Sullenberger yfirheyrður

Jón Gerald Sullenberger og bandaríski bílasalinn Ivan Motta, voru meðal þeirra sem báru vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, á öðrum degi aðalmeðferðar í baugsmálinu. Jón Gerald sagðist hafa búið til "svindlreikninga" fyrir Baugsfjölskylduna - að hennar ósk. Málið tók óvænta stefnu þegar verjendur drógu upp gögn frá kanadískum yfirvöldum, sem sýna að bílar Baugsfeðga, sem þeir keyptu í gegnum Jón Gerald, -séu enn skráðir þar.

Frumvarp veiki stöðu blindra og sjónskertra

Blindrafélagið lýsir sig mótfallið nýju frumvarpi heilbrigðisráðherra um Heyrnar-, tal- og sjónstöð og telur að slík stöð muni veikja stöðu blindra og sjónskertra. Þá hafa forystumenn blindrasamtaka á Norðurlöndum hvatt íslenska ríkið til að draga hugmyndir um sameiningu þessara stofnana til baka.

Ekki svigrúm fyrir allar framkvæmdir í stóriðju

Forsætisráðherra segir áform um frekari stóriðju í mikilli óvissu og hann telur ekki svigrúm fyrir allar þær framkvæmdir sem séu í umræðunni. Matsfyrirtækið Fitch Ratings greindi frá því í dag að horfur fyrir lánshæfismat ríkissjóðs Íslands vegna skuldbindinga í innlendri og erlendri mynt hafi breyst úr því að vera stöðugar í neikvæðar. Ráðherrann segir þetta viðvörun en neitar því að ríkisstjórnin hafi gert mistök í hagstjórninni.

Jafnt í borginni

Ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga nú fengju Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jafn marga menn kjörna eða sjö hvor flokkur. Vinstri - grænir fengju fimmtánda manninn og yrðu því í oddaafstöðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Samfylkinguna.

Enginn samningur til

Borgarstjóri segir að borgaryfirvöld geti farið með tilboð í lóðir við Úlfarsfell eins og þau vilji þar sem enginn samningur hafi verið gerður við þá sem áttu hæstu tilboðin. Heppilegra hefði þó verið ef öll tvímæli hefðu verið tekin af í útboðsgögnum.

Varar við ofnotkun þokuljósa

Umferðastofa minnir ökumenn á að að þokuljós beri aðeins að nota þegar það er þoka og þá aðeins í dreifbýli, en samkvæmt stofnuninni ber töluvert á því að ökumenn ofnoti þokuljósin.

Hermann nýr forstjóri Olíufélagsins

Hermann Guðmundsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Olíufélagsins sem eigendur Bílanausts keyptu á dögunum. Hermann hefur verið framkvæmdastjóri Bílanausts síðastliðin fjögur ár.

Farþegum með strætó fjölgaði í janúar

Farþegum með vögnum Strætós fjölgaði um tæp sjö prósent í janúar miðað við sama mánuð í fyrra. Nam fjölgunin alls 50.346 farþegum. Í tilkynningu frá Strætó segir að þarna sé um umtalsverðan viðsnúning að ræða þar sem farþegum Strætós hafi fækkað lítillega síðustu misseri.

Dæmdar skaðabætur þrátt fyrir gáleysi

Eigendur gistiheimilis á Höfn í Hornafirði voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða manni rúmar 1,3 milljónir í skaðabætur með vöxtum í tæp 3 ár, auk 450 þúsund króna í málskostnað, vegna vinnuslyss sem varð í september 2001 þegar maðurinn vann við að mála gistiheimilið.

Mikil ólga í bæjarpólitíkinni á Akureyri

Líkur eru á að þrjú til fjögur sérframboð komi fram á Akureyri fyrir kosningarnar í vor. Það gæti því farið svo að kosið yrði um átta lista. Fyrir liggur nú þegar að Oddur Helgi Halldórsson mun bjóða fram sér, en listi hans, L-listinn, hefur nú tvo menn í bæjarstjórn. Þá hefur Ragnar Sverrisson, áhugamaður um Akureyrarlista á alþingi, sent inn beiðni um bókstafinn A fyrir bæjarstjórnarkosningarnar. Ragnar telur allar líkur á að boðið verði fram í vor, enda sé hann ekki fyllilega sáttur við stjórn bæjarins. Reifað hefur verið að L-listi og Akureyrarlisti sameinist. Ragnar og Oddur Helgi hafa ræðst við um sameiningu listanna. Ungliðar eru svo aftur óskrifað blað en döpur útkoma til dæmis ungliða sjálfstæðismanna vakti athygli í prófkjöri á dögunum þar sem formaður Varðar, ungliðafélags flokksins, lenti í neðsta sæti. Hann sagði í dag, að hann vildi engu spá um möguleika á sérframboði fyrr en búið væri að raða upp á lista sjálfstæðismanna. Aðeins efstu sæti voru bindandi hjá sjálfstæðismönnum. Þá hafa háskólanemar íhugað sérframboð með aukna hagsmuni Háskólans á Akureyri í huga og jafnvel eru þreifingar um enn eitt ungliðaframboð. 11 eru í bæjarstjórn á Akureyri. Um 750 atkvæði til að koma manni að í bæjarstjórn og því gæti slagurinn orðið harður og mörg atkvæði farið fyrir lítið ef allt að átta listar bjóða fram.

Alþingiskonur flytja Píkusögur í tilefni V-dagsins

Ekki fer mörgum sögum af því að kynfæri kvenna hafi mikið borið á góma í sölum Alþingis. Á þessu varð hins vegar breyting í dag þegar kynnt var fyrirhuguð uppsetning þingkvenna á leikritinu Píkusögum í tilefni V-dagsins.

Fiskhrogn gegn húðsjúkdómum

Nýtt húðkrem sem meðal annars er búið til úr ensími úr hrognum og gelatíni úr fiski hefur reynst vel gegn húðsjúkdómum eins og exemi og sóríasis. Ensímið var fyrst greint í Noregi á níunda áratugnu. Frá þessu er greint á vef Fiskifrétta, www.skip.is.

Dregur saman með Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum

Samfylkingin dregur á Sjálfstæðisflokkinnn í fylgi samkvæmt nýrri kosningakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Samfylkinguna. Ef niðurstöðurnar gengju eftir í kosningum í vor fengju flokkarnir sjö borgarfulltrúa hvor og Vinstri - grænir einn.

Hlutabréf lækka eftir matslækkun

Hlutabréf hafa lækkað mikið í verði í dag eftir að matsfyrirtækið Fitch Rating breytti horfum á lánshæfismati ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar. Hlutabréf fóru yfir 6.800 stig í morgun en eftir að Fitch Rating tilkynnti niðurstöðu sína lækkuðu hlutabréfin snöggt og fóru undir 6.500 stig. Síðan þá hafa hlutabréf hækkað nokkuð og farið upp fyrir 6.500 stig.

Landsmenn virðast ekki vilja fleiri álver

Meirihluti landsmanna vill ekki að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að ný álver rísi hér á landi á næstu árum að því er fram kemur í könnun sem Gallup gerði fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð.

Nýr forstöðumaður á Kvíabryggju

Geirmundur Vilhjámsson hefur verið ráðinn fangavörður á Kvíabryggju og tekur hann við störfum 1.apríl næstkomandi. Geirmundur hefur gegnt starfi fangavarðar á Kvíabryggju

Olía í höfninni í Sandgerði

Lögreglu í Keflavík var gert viðvart um allstóran olíuflekk í höfninni í Sandgerði um hádegisbilið í dag. Heilbrigðisfulltrúi Suðurnesja segir magnið ekki mikið en engu að síður sé flekkurinn stór að flatarmáli.

Fuglar sprautaðir?

Evrópusambandið ræðir nú tillögu Frakka og Hollendinga, sem vilja fá að bólusetja alifugla við fuglaflensunni. Fáist tillagan samþykkt má búast við að bólusetningarnar hefjist umsvifalaust.

Breyta nafninu í VR

Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hefur breytt nafni sínu og heitir nú VR. Gamla skammstöfunin á nafni félagsins er sem sagt nýja nafn félagsins.

Kynjaskipting að jafnast meðal skólastjórnenda í landinu

Fjöldi kvenna sem gegna starfi skólastjóra í grunnskólum landsins er nánast orðinn jafn mikill og fjöldi karla. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Þá eru grunnskólanemendur landsins, með annað móðurmál en íslensku, rúmlega sextán prósentum fleiri nú í vetur en á síðasta skólaári.

Krónan féll í morgun

Matsfyrirtækið Fitch Rating greindi frá því í dag að horfur fyrir lánshæfismat ríkissjóðs Íslands væru ekki lengur stöðugar heldur neikvæðar. Þetta hafði þau áhrif að gengi krónunnar lækkaði á mörkuðum.

Segist hafa fengið fyrirmæli um hvernig rukka ætti fyrir bílana

Vitnaleiðslur yfir Jóni Geraldi Sullenberger hófust í morgun þegar aðalmeðferð í Baugsmálinu var fram haldið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þar sagði hann að honum hefðu verið gefin fyrirmæli um hvernig rukka ætti fyrir innflutning á bílum sem ákært er vegna og að hann hafi farið að þeim óskum til að tryggja að hann fengi greiddan útlagðan kostnað vegna bílakaupanna.

Nánast jafn margir karlar og konur skólastjórar

Fjöldi kvenna sem gegna starfi skólastjóra í grunnskólum landsins er nánast orðinn jafn mikill og fjöldi karla. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Þá eru grunnskólanemendur landsins, með annað móðurmál en íslensku, rúmlega sextán prósentum fleiri nú í vetur en á síðasta skólaári.

Bækur af holdi og blóði

Í dag munu grunnskólanemendur geta fengið lifandi bækur að láni í fyrsta sinn á Íslandi. Í lifandi bókasafni eru bækurnar fólk af holdi og blóði sem nemendur geta “fengið að láni” og notað til að auka þekkingu sína.

Danól og Ölgerðin verða auglýst til sölu

Eigendur Daníels Ólafssonar ehf., sem rekur heildsölufyrirtækið Danól, hafa ákveðið að selja fyrirtækið og allar eignir þess, þar með talda Ölgerðina Egill Skallagrímsson ehf. Verða félögin seld saman eða hvort í sínu lagi ef ásættanlegt kauptilboð berst. Sölumeðferðin er í höndum MP Fjárfestingarbanka hf. og er áætlað að hún taki um sex vikur.

Jón Sullenberger spurður um bílaviðskipti í Baugsmálinu

Framhald á aðalmeðferð í Baugsmálinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu. Vitnaleiðslur yfir Jóni Gerald Sullenberger standa nú yfir, hann er spurður í þaula um milligöngu hans um bílaviðskipti, en fjórir ákæruliðir af átta lúta að þeim.

Mótmæla fjársvelti

Nemendur Háskólans á Akureyri ætla að ganga út úr tíma í dag kl. 10.15 til að mótmæla því sem þau kalla fjársvelti Háskólans. Í tilkynningu frá Hagsmunasamtökum nemenda HA segir að Háskólinn á Akureyri fái lægstar tekjur á hvern nemanda af öllum ríkisreknu skólunum, þrátt fyrir að bera aukinn kostnað af því að vera á landsbyggðinni.

Sjá næstu 50 fréttir