Innlent

Krónan veikist

Krónan veiktist í gær um fjögur komma fjörtíu og fjögur prósent eftir að fréttir bárust af því að matsfyrirtækið Fitch Ratings hefði breytt lánshæfismati ríkissjóðs Íslands úr stöðugu í neikvætt. Gengisvísitala krónunnar er nú 110 stig og hefur hún ekki verið svo veik síðan um mitt síðasta ár að því fram kemur í hálf fimm fréttum KB-banka í gær. Gengi krónunnar hefur aðeins einu sinni veikst svo mikið á einum degi en það í maí árið 2001. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði í gær um þrjú komma tuttugu og fimm prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×