Innlent

Strákarnir okkar seldir til Bandaríkjanna

Sýningarréttur á kvikmyndinni Strákarnir okkar hefur verið seldur til Bandaríkjanna. Samið var um dreifingarrétt á myndinni á öllum miðlum, svo sem sýningu í kvikmyndahúsum og sjónvarpi auk annarrar útgáfu.

Gengið var frá sölu sýningarréttar á kvikmyndahátíðinni í Berlín um helgina. Sýningarréttur myndarinnar hafði áður verið seldur til sjö landa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×