Innlent

Farþegum með strætó fjölgaði í janúar

MYND/Hari

Farþegum með vögnum Strætós fjölgaði um tæp sjö prósent í janúar miðað við sama mánuð í fyrra. Nam fjölgunin alls 50.346 farþegum. Í tilkynningu frá Strætó segir að þarna sé um umtalsverðan viðsnúning að ræða þar sem farþegum Strætós hafi fækkað lítillega síðustu misseri. Mest var fjölgunin hjá þeim sem nota fargjaldakort enda hefur notkun þess umtalsverðan sparnað í för með sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×