Innlent

Gjaldfrjálst á Listasafn Íslands

Aðgangseyrir að Listasafni Íslands fellur niður frá með föstudeginum næsta og aðgangur að safninu verður því gjaldfrjáls. Nýr styrktaraðili safnsins, Samson eignarhaldsfélag, gerir þetta kleyft með stuðningi sínum en í dag var nýr samstarfsamningur undirritaður í safninu. Samningurinn var undirritaður í húsakynnum Listasafns Íslands en í honum delst að Samson verður aðalstyrktaraðili safnsins næstu þrjú árin. Á samningstímanum mun Samson styrkja Listasafnið um 45 milljónir króna sem verður varið í að efla starfsemi þess.

Með styrkveitingunni getur safnið fellt niður aðgangseyri. Eins verður þjónusta við gesti aukin með ýmsum hætti, föstum leiðsögnum um safnð fjölgaðog nýtt fræðslusetur opnað næsta vor þar sem gestum gefst tækifæri til að skoða alla listaverkaeign safnsins af tölvuskjám en þar er um að ræða átta þúsund verk eftir íslenska listamenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×