Innlent

Fjármálaráðherra gerir athugasemd við umfjöllun Kastljóssins

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra gerði í gær formlega athugasemd við umfjöllun Kastljóssins á Ríkissjónvarpinu um skattamál. Í þættinum var meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að skattbyrði hafi aukist hjá öllum tekjuhópum nema hátekjumönnum.

Ráðherra segir í athugasemd sinni að hér sé byggt á samanburði ósamanbærilegra talna og gefið til kynna að fjármálaráðherra hafi farið með rangt mál. Niðurstöður Kastljóss hníga mjög í sömu átt og niðurstöður Stefáns Ólafssonar prófessors, sem fjármálaráðuneytið hefur líka mótmælt harðlega.--




Fleiri fréttir

Sjá meira


×