Innlent

Ríkisstjórnin vill MTV tónlistarhátíðina

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að styrkja November Event um þrjár milljónir króna til að fullvinna umsókn sína um að halda MTV-tónlistarverðlaunahátíðina í Reykjavík árið 2007. November Event hefur unnið að því að fá að halda tónlistarhátíðina í Reykjavík á næsta ári. Umsóknarferlið er komið vel á veg en Reykjavík er ein nokkurra borga sem sótt hafa um að halda hátíðina. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra segir að ríkisstjórnin hafi viljað koma að þessu verkefni og því hafi hún ákveðið að styrkja November Event

Ef sjónvarpsstöðin MTV ákvðeður að halda tónlistarverðlaunahátíðina í Reykjavík myndi það hafa gríðarleg áhrif á íslenska ferðaþjónustu sem og allt starf sem unnið er í menningum og listum hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×