Innlent

Tíu sóttu um stöðu prests við Hallgrímsprestakall

Tíu sóttu um embætti prests í Hallgrímsprestakalli sem auglýst var fyrir skömmu. Fjórir umsækjandanna sóttu líka um embætti sóknarprests við Ásprestakall. Embætti prests við Hallgrímsprestakall hefur verið með eftirsóttustu stöðunum innan þjóðkirkjunnar enda kirkjan sú stærsta á landinu og með þeim glæsilegri. Það er biskup Íslands, séra Karl Sigurbjörnsson sem skipar í embætti prests eftir að valnefnd hefur komist að samkomulagi um hvaða umsækjanda hún vill fá í embættið. Í valnefndinni sitja fimm fulltrúar úr prestakallinu ásamt vígslubiskupi Skálholtsumdæmis. Umsækjendurnir tíu eru:

Séra Bára Friðriksdóttir

Séra Birgir Ásgeirsson

Séra Elínborg Gísladóttir

Séra Gunnlaugur Garðarsson

Séra Kristín Þórunn Tómasdóttir

Séra Ólafur Jens Sigurðsson

séra Pjetur þOrsteinn Maack

Séra Sigurður Jónsson

Úrsula Árnadóttir guðfræðingur og Séra Flosi Magnússon. Umsækjendurnir hafa enn ekki verið kynntir fyrir valnefndinni en vígslubiskup er nú að fara yfir umsóknirnar. Jóhannes Pálmason formaður sóknarnefndar Hallgrímsprestakalls segir að bið verði á því að farið verði yfir umsóknirnar enda hafi fjórir af umsækjendunum einnig sótt um embætti Ásprestakalls og því þurfi að bíða eftir því að skipað verði í það embætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×