Innlent

Sullenberger yfirheyrður

Jón Gerald Sullenberger og bandaríski bílasalinn Ivan Motta, voru meðal þeirra sem báru vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, á öðrum degi aðalmeðferðar í baugsmálinu. Jón Gerald sagðist hafa búið til "svindlreikninga" fyrir Baugsfjölskylduna - að hennar ósk. Málið tók óvænta stefnu þegar verjendur drógu upp gögn frá kanadískum yfirvöldum, sem sýna að bílar Baugsfeðga, sem þeir keyptu í gegnum Jón Gerald, -séu enn skráðir þar.

Vitnaleiðslur yfir Jóni Geraldi Sullenberger hófust í morgun þegar aðalmeðferð í Baugsmálinu var fram haldið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þar sagði hann að sér hefðu verið gefin fyrirmæli um hvernig rukka ætti fyrir innflutning á bílum sem ákært er vegna og að hann hafi farið að þeim óskum til að tryggja að hann fengi greiddan útlagðan kostnað vegna bílakaupanna.

Lögmenn sakborninganna sóttu hart að Jóni Geraldi og bandaríska bílasalanum Ívani Motta, vegna ósamræmis í dagsetningum á reikningum og skráninganúmerum hinna innfluttu bíla. Pétur Guðgeirsson dómari kallaði eittskalið, sem Jón Gerald undirritaði, subbulegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×