Fleiri fréttir Kríum fjölgar um nær helming Kríum hefur fjölgað mjög á Seltjarnarnesi hin síðari ár samkvæmt könnun Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings. Rúmlega 4.500 kríupör eru á Seltjarnarnesi og hefur þeim fjölgað um 43 prósent frá árinu 2003. 3.1.2006 08:30 Jeppi og fólksbíll skullu saman á Kjalarnesi Fólksbíll og jeppi skullu saman á Kjalarnesi um fimmleytið í gær með þeim afleiðingum að jeppinn valt. Kona var flutt á slysadeild en ekki er talið að um alvarleg meiðsl á fólki hafi verið að ræða. Það tók um hálftíma að klippa bílstjóra jeppabifreiðarinnar úr flakinu. 3.1.2006 08:15 Ættu að reka stjórnarformanninn Hluthafar í FL Group ættu að reka stjórnarformann fyrirtækisins fyrir að gera nærri 300 milljóna króna starfslokasamninga við tvo fyrrum forstjóra fyrirtækisins, þau Ragnhildi Geirsdóttur og Sigurð Helgason, segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. 3.1.2006 08:00 Svifryksmengun langt yfir heilsuverndarmörk á nýársnótt Svifryksmengun fór langt yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík á nýársnótt, samkvæmt mælingum Umhverfissviðs borgarinnar. Yfirleitt er mengunin mest fyrst upp úr miðnætti, en nú var hún yfir hættumörkum alveg til morguns. Þetta er mun meiri mengun er mældist á sama tíma fyrir ári og árið þar áður. 3.1.2006 07:45 Víðast hvar hálka og hálkublettir Hálka og hálkublettir eru á vegum víðast hvar um land samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar ófærar 3.1.2006 07:38 Eldur í bílskúr í Grafarvogi Eldur kviknaði í bílskúr við parhús í Grafarvogi um fjögurleytið í nótt og var slökkviliðið kvatt á vettvang. Þegar það kom logaði í skúrnum en eldurinn var slökktur á nokkrum mínútum. Skemmdir urðu á ýmsum munum, sem þar eru geymdir, og húsið fylltist af reyk, sem þurfti að ræsta út. Engum varð þó meint af og eru eldsupptök ókunn. 3.1.2006 07:30 Íslendingar sendu 800 þúsund SMS-skilaboð á gamlárskvöld og fram á nýársdagsmorgun. Það er fátt sem hefur vaxið með öðrum eins ógnarhraða á síðustu árum eins og fjöldi Sms-sendinga. Í aldarbyrjun sendu jarðarbúar ekki nema 17 milljarða sms sendinga á ári, ári eftir var fjöldinn kominn í 250 milljarða og árið 2004 sendu farsímanotendur yfir 500 milljarða sms sendinga, sem þýðir að hver einasti jarðarbúi sendi 8-9 sms á ári. 2.1.2006 20:30 Mun hækka verðlag á matvöru Sama dag og forsætisráðherra lagði áherslu á að lækka verð á matvöru í nýársávarpi, var tekin upp gjaldskrá yfir umbúðaverð, sem auðsýnt er að leggist beint á útsöluverð matvæla. 2.1.2006 20:19 Sveitarstjórnarmenn skilja loks alvarleika málsins Formaður Félags leikskólakennara leggur traust sitt á vinnuhóp um bætt kjör leikskólakennara og telur að vinna hans leiði til launahækkana og að leikskólakennarar hætti við að segja upp störfum. Vinnuhópurinn verður boðaður til fundar síðar í vikunni. 2.1.2006 20:13 Gleymdist að loka bensínloki Sjúkraflug á Vestfirði dróst úr hömlu á nýársnótt, meðal annars vegna þess að það gleymdist að loka bensínloki á sjúkraflugvélinni. 2.1.2006 19:07 Búið að opna Kjalarnes fyrir umferð. Kjalarnesið hefur verið opnað fyrir umferð á ný eftir tveggja klukkustunda lokun. Jeppi og fólksbíll lentu saman með þeim afleiðingum að jeppinn valt. Þrír voru fluttir á sjúkrahús en ekki er talið að fólkið sé alvarlega slasað. 2.1.2006 19:01 Lokun NMT- farsímakerfisins frestað Póst- og fjarskiptastofnun hefur tilkynnt Símanum að heimild verði nýtt til að fresta lokun NMT kerfisins til 31. desember 2008. Sú ákvörðun byggir m.a. á umsögnum sem bárust við umræðuskjali sem stofnunin birti þann 24. október síðastliðin um framtíðarnotkun NMT-450 tíðnisviðsins á Íslandi. 2.1.2006 18:28 Svifryksmengun var hátt yfir heilsuverndarmörkum á nýársnótt. Svifryksmengun var hátt yfir heilsuverndarmörkum á nýársnótt 1. janúar 2006. Mælistöð Mengunarvarna Umhverfissviðs sem staðsett er á Langholtsvegi sýndi 1800 míkrógrömm á rúmmetra þegar nýtt ár gekk í garð. 2.1.2006 18:16 Bílvelta á Kjalarnesi Fólksbíll og jeppi skullu saman á Kjalarnesi með þeim afleiðingum að jeppinn valt. Ekki er vitað á þessari stundu hvort einhver hefur slasast. Þjóðvegi eitt hefur verið lokað tímabundið. 2.1.2006 17:41 Tómas í fríi frá störfum sínum á Landspítalanum Tómas Zoega geðlæknir, sem vann mál í Héraðsdómi fyrir helgi sem hann höfðaði gegn Landspítalanum fyrir að færa hann úr starfi yfirlæknis í starf sérfræðilæknis, er kominn í frí. Þegar fréttastofan spurði eftir Tómasi á Landspítalanum nú síðdegis fengust þau svör að hann yrði í fríi næstu þrjár vikurnar. 2.1.2006 17:14 Bensínverð hækkar Stóru olíufélögin þrjú hafa öll hækkað verðið á bensínlítranum um eina krónu og fimmtíu aura. 2.1.2006 17:12 Ófært yfir Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði Ófært er yfir Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði. Á Vestfjörðum er víða hálka eða hálkublettir, flughált um Eyrarfjall og með öllu er ófært yfir Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði. 2.1.2006 16:44 Fjöldi banaslysa talsvert undir meðaltali Nítján létust í sextán banaslysum hér á landi á síðasta ári, þrettán karlar og sex konur. Það er talsvert færra en þeir sem látist hafa að meðaltali á síðastliðnum fimm árum. 2.1.2006 15:19 Vestfirðingar telja Sturlu Böðvarsson hafa staðið sig best Vefritið Skessuhorn framkvæmdi könnun á vef sínum um miðjan desember. Spurt var að því hvaða þingmaður NV kjördæmis hefði staðið sig best á árinu. Niðurstaðan varð sú að flestir völdu Sturlu Böðvarsson, eða 29,7%. Í öðru sæti varð Kristinn H Gunnarsson með 22,9%, þá Einar K Guðfinnsson með 9,7% og Sigurjón Þórðarson með 8,6%. Í réttri röð þar á eftir komu Jón Bjarnason, Guðjón A Kristinsson, Jóhann Ársælsson, Magnús Stefánsson, Einar Oddur Kristjánsson og Anna Kristín Gunnarsdóttir. 2.1.2006 14:45 Hlaut varanlegan augnskaða af völdum flugelds Pilturinn sem fékk flugeld í andlitið á Tálknafirði á gamlárskvöld liggur enn á augndeild Landspítalans og mun vera þar næstu daga að sögn vakthafandi læknis. Pilturinn er með töluverða áverka á hægra auga og ljóst er að hann mun ekki fá fulla sjón á því auga aftur. 2.1.2006 14:30 Saga Boutique Icelandair gerir samning við Flugstöðina Saga Boutique Icelandair og Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. hafa gert með sér samning um rekstur verslunar með dömu- og herrafatnað, skó og fylgihluti. Lögð verður áhersla á þekkt vörumerki s.s. Boss, Burberry, Sand, Wolford og Lacoste auk þess sem fatnaður eftir íslenska hönnuði mun standa til boða í versluninni. 2.1.2006 14:15 Draga uppsagnir líklega til baka Þeir tólf leikskólakennarar sem sögðu upp störfum á leikskólanum Sólbrekku á Seltjarnarnesi á fimmtudaginn síðasta munu að öllum líkindum draga uppsagnir sínar til baka, að sögn Ásdísar Þorsteinsdóttur aðstoðarleikskólastjóra. 2.1.2006 14:00 Nokkur erill hjá lögreglu í Árnessýslu um áramótin Nokkur erill var hjá lögreglu í Árnessýslu þessi áramót, en frá hádegi á gamlársdags að miðnætti nýársdags voru skráð 27 verkefni hjá lögreglunni eftir því sem fram kemur í dagbók hennar. Stærsta verkefnið var stórbruninn í húsi Hjálparsveitar skáta í Hveragerði upp úr hádegi á gamlársdag. 2.1.2006 13:30 Segir vakt hafa verið í Reykjavík til miðnættis Rúnar Árnason, framkvæmdastjóri Landsflugs, vill taka fram að þótt sjúkravél félagsins hafi verið flogið frá Ísafirði á hádegi á gamlársdag, hafi verið vakt í Reykjavík til að sinna sjúkaraflugi vestur, alveg til miðnættis, en útkallið kom rétt eftir miðnætti. Þá átti Mýflug að hafa tekið við. 2.1.2006 13:06 Flughált frá Súðavík í Ögur og um Eyrarfjall Flughált er á Vestfjörðum frá Súðavík í Ögur og um Eyrarfjall samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Hálka er á Steingrímsfjarðarheiði, hálkublettir eru á Ströndum og á sunnanverðum Vestfjörðum er hálka og hálkublettir. 2.1.2006 13:00 Séreignasparnaður skerðir lífeyrisgreiðslur Séreignarsparnaður er dreginn frá lífeyrisgreiðslum og skerðir tekjutryggingaraukann. Lagabreytingu þarf til að koma í veg fyrir skerðinguna, segir Kristinn H. Gunnarsson, formaður stjórnar Tryggingastofnunar. 2.1.2006 12:45 Falun Gong liðar vilja bætur frá ríkinu Þeir Falun Gong liðar sem meinað var að koma til landsins þegar Jiang Zemin, forseti Kína, kom í heimsókn fyrir um þremur árum krefja íslenska ríkið um bætur vegna málsins og vilja fá þann lista yfir Falun Gong iðkendur sem íslensk stjórnvöld höfðu til grundvallar. 2.1.2006 12:15 Virðist hafa hætt sjúkraflugi of snemma Landsflug virðist hafa hætt sjúkraflugsþjónustu sinni á Vestfjörðum of snemma og Mýflug tekið of seint við henni með þeim afleiðingum að óeðlilega langan tíma tók að útvega sjúkraflugvél frá Flugfélagi Íslands á nýársnótt. 2.1.2006 12:01 Harður árekstur í Njarðvík í gær Allharður árekstur varð í gærkvöld í Njarðvík á mótum Holtsgötu og Gónhóls. Þar rákust saman tvær bifreiðar með þeim afleiðingum að önnur þeirra hafnaði inni í húsgarði og skemmdi þar þriðju bifreiðina í innkeyrslu. Einn var fluttur á sjúkrahús en hlaut ekki alvarlega áverka. Viðkomandi kvartaði þó undan verkjum í hnjám og baki. 2.1.2006 11:30 Leikskólagjöld í Reykjavík lækka nú um áramótin Leikskólagjöld í Reykjavík lækkuðu nú um áramót sem nemur tveggja stunda gjaldfrjálsri vistun eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá borgarstjóra. 2.1.2006 11:15 Eimskip tekur við rekstri Herjólfs Vestmannaeyjaferjan Herjólfur fer fyrstu ferð sína á þessu ári í dag samkvæmt nýju leiðakerfi, eftir að Eimskip tók við rekstrinum um áramótin. Ferðum hefur verið fjölgað í tvær á dag nema hvað ein ferð verður farin einstaka hátíðisdaga. 2.1.2006 09:45 Farsímanotkun danskra ökumanna gerð refsiverð Síðastliðið haust tóku Danir upp nýtt kerfi við umferðalagabrotum sem byggist á því að hak er klippt í ökuskírteini við ákveðin umferðarlagabrot. Klippikerfið hefur þótt virka vel og nú ætlar danski dómsmálaráðherrann, Lene Espersen, að bæta enn fleiri umferðarlagabrotum á klippilistann. Nú þegar eru sautján brot á listanum og á þessu ári munu bætast við fleiri og nú mega ökumenn búast við haki í ökuskírteinið tali þeir í farsíma. 2.1.2006 09:30 Loðnuleit hefst á morgun Verið er að undirbúa hafrannsóknaskipið Árna Friðriksson ásamt fimm loðnuskipum til loðnuleitar sem á að hefjast á morgun. Leit á að hefjast norðvestur af landinu, en þar hefur verið hafís að undanförnu. Hann verður kannaður úr lofti í dag. 2.1.2006 09:00 Hannes fær fjórar milljónir í forstjóralaun á mánuði Hannes Smárason, sem varð forstjóri FL Group þegar Ragnhildur Geirsdóttir lét af því starfi í október, fær fjórar milljónir króna í mánaðarlaun og sjö aðrir lykil starfsmenn félagsins fá 2,2 milljónir á mánuði auk bónusgreiðslu sem ákveðin verður í árslok. Þetta kemur fram í skráningarlýsingu FL Group til Kauphallarinnar. 2.1.2006 08:30 Danskir fréttamenn fá trúfræðslu Samtök múslima í Danmörku hafa ákveðið að halda námskeið í Íslmamstsrú fyrir danska fréttamenn. Námskeiðið mun taka einn dag og er áætlað að halda það í apríl. Þar verða fréttamenn fræddir um helstu atriði múhammeðstrúar. Talsmaður múslíma í Danmörku segir aðal ástæðuna vera skopteikningarnar af Allah sem birtust í Jótlandspóstinum í síðastliðið haust. 2.1.2006 08:06 Handteknir eftir að hafa kveikt í flugeldaafgöngum Þrír piltar á aldrinum níu til ellefu ára voru handteknir í Reykjavík í nótt eftir að þeir höfðu gert bálköst úr flugeldaafgögnum og kveikt í. Lögreglumenn slökktu eldinn og óku piltunum heim til þeirra, þar sem foreldrar þeirra voru látnir vita af tiltækinu. Ekkert tjón hlaust af. 2.1.2006 08:00 Töluvert grjóthrun á þjóðveginn um Hvalnesskriður Töluvert grjóthrun var niður á þjóðveginn um Hvalnes- og Vattarnesskriður í nótt og er vegurinn vart fær fólksbílum. Ekki er vitað til að slys hafi hlotist af og vegagerðarmenn frá Höfn í Hornafirði eru lagðir af stað til að hreinsa veginn. Mikil rigning var á þessum slóðum í gærkvöldi sem olli leysingu í hlíðunum fyrir ofan veginn 2.1.2006 07:30 Tilkynningum um kynferðisafbrot fækkaði Færri tilkynningar um kynferðisafbrot bárust lögreglu á árinu 2004 samanborið við árin á undan. Fíkniefnabrotum fjölgaði hins vegar um 64% á sama tíma. 2.1.2006 00:01 Áramótunum fagnað víða um heim Sinn er siður í hverju landi en víðast hvar er nýtt ár gengið í garð og því fagnað með viðeigandi hætti. 1.1.2006 19:15 Spánverjar banna reykingar Það er ekki víst að allir Spánverjar hafi fagnað nýja árinu af heilum hug því að í dag gekk í gildi algert reykingabann á opinberum stöðum á Spáni, í landi þar sem reykingar eru útbreiddari en víða annars staðar. 1.1.2006 19:00 Lögreglan rannsakar nauðgun Lögreglan í Reykjavík rannsakar nauðgun á skemmtistaðnum Broadway laust eftir klukkan fjögur í nótt.Maður um tvítugt var handtekinn í nótt en talið er að hann hafi notfært sér ölvunarástand stúlkunnar til að koma fram vilja sínum á dansgólfi staðarins. 1.1.2006 18:45 Sjúkraflug tók alltof langan tíma Forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar kennir heilbrigðisráðuneytinu um að þrjá tíma hafi tekið að fá sjúkraflugvél til Bíldudals þegar ungur maður slasaðist við meðferð flugelda í nótt. Vestfirðingar hafa krafist þess að sjúkraflugvél sé til staðar á Ísafjarðarflugvelli en í nótt þurfti að leita til Akureyrar eftir flugvél. 1.1.2006 18:30 Biskup vill bíða með að samþykkja breytingar á hjúskaparlögum Biskupinn yfir Íslandi, Karl Sigurbjörnsson, vill að Alþingi bíði með að samþykkja breytingar á hjúskaparlögum á þá leið að trúfélögum verði heimilt að gefa saman samkynhneigða. 1.1.2006 17:47 Skemmdarverk á skóla á Akranesi Þrjár rúður voru brotnar og hluti af klæðningu sprengd með flugeldum á Brekkubæjarskóla á Akranesi í nótt. Lögreglu var gert viðvart og hafði hún hendur í hári þeirra sem ábyrgð báru á verknaðinum. Það voru skólapiltar sem höfðu eitthvað farið fram úr sér í nýársgleðinni. Málið telst að fullu upplýst. 1.1.2006 17:17 Tólf fá fálkaorðu Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum sæmdi forseti Íslands í dag, 1. janúar 2006 tólf Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. 1.1.2006 15:13 Sjá næstu 50 fréttir
Kríum fjölgar um nær helming Kríum hefur fjölgað mjög á Seltjarnarnesi hin síðari ár samkvæmt könnun Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings. Rúmlega 4.500 kríupör eru á Seltjarnarnesi og hefur þeim fjölgað um 43 prósent frá árinu 2003. 3.1.2006 08:30
Jeppi og fólksbíll skullu saman á Kjalarnesi Fólksbíll og jeppi skullu saman á Kjalarnesi um fimmleytið í gær með þeim afleiðingum að jeppinn valt. Kona var flutt á slysadeild en ekki er talið að um alvarleg meiðsl á fólki hafi verið að ræða. Það tók um hálftíma að klippa bílstjóra jeppabifreiðarinnar úr flakinu. 3.1.2006 08:15
Ættu að reka stjórnarformanninn Hluthafar í FL Group ættu að reka stjórnarformann fyrirtækisins fyrir að gera nærri 300 milljóna króna starfslokasamninga við tvo fyrrum forstjóra fyrirtækisins, þau Ragnhildi Geirsdóttur og Sigurð Helgason, segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. 3.1.2006 08:00
Svifryksmengun langt yfir heilsuverndarmörk á nýársnótt Svifryksmengun fór langt yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík á nýársnótt, samkvæmt mælingum Umhverfissviðs borgarinnar. Yfirleitt er mengunin mest fyrst upp úr miðnætti, en nú var hún yfir hættumörkum alveg til morguns. Þetta er mun meiri mengun er mældist á sama tíma fyrir ári og árið þar áður. 3.1.2006 07:45
Víðast hvar hálka og hálkublettir Hálka og hálkublettir eru á vegum víðast hvar um land samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar ófærar 3.1.2006 07:38
Eldur í bílskúr í Grafarvogi Eldur kviknaði í bílskúr við parhús í Grafarvogi um fjögurleytið í nótt og var slökkviliðið kvatt á vettvang. Þegar það kom logaði í skúrnum en eldurinn var slökktur á nokkrum mínútum. Skemmdir urðu á ýmsum munum, sem þar eru geymdir, og húsið fylltist af reyk, sem þurfti að ræsta út. Engum varð þó meint af og eru eldsupptök ókunn. 3.1.2006 07:30
Íslendingar sendu 800 þúsund SMS-skilaboð á gamlárskvöld og fram á nýársdagsmorgun. Það er fátt sem hefur vaxið með öðrum eins ógnarhraða á síðustu árum eins og fjöldi Sms-sendinga. Í aldarbyrjun sendu jarðarbúar ekki nema 17 milljarða sms sendinga á ári, ári eftir var fjöldinn kominn í 250 milljarða og árið 2004 sendu farsímanotendur yfir 500 milljarða sms sendinga, sem þýðir að hver einasti jarðarbúi sendi 8-9 sms á ári. 2.1.2006 20:30
Mun hækka verðlag á matvöru Sama dag og forsætisráðherra lagði áherslu á að lækka verð á matvöru í nýársávarpi, var tekin upp gjaldskrá yfir umbúðaverð, sem auðsýnt er að leggist beint á útsöluverð matvæla. 2.1.2006 20:19
Sveitarstjórnarmenn skilja loks alvarleika málsins Formaður Félags leikskólakennara leggur traust sitt á vinnuhóp um bætt kjör leikskólakennara og telur að vinna hans leiði til launahækkana og að leikskólakennarar hætti við að segja upp störfum. Vinnuhópurinn verður boðaður til fundar síðar í vikunni. 2.1.2006 20:13
Gleymdist að loka bensínloki Sjúkraflug á Vestfirði dróst úr hömlu á nýársnótt, meðal annars vegna þess að það gleymdist að loka bensínloki á sjúkraflugvélinni. 2.1.2006 19:07
Búið að opna Kjalarnes fyrir umferð. Kjalarnesið hefur verið opnað fyrir umferð á ný eftir tveggja klukkustunda lokun. Jeppi og fólksbíll lentu saman með þeim afleiðingum að jeppinn valt. Þrír voru fluttir á sjúkrahús en ekki er talið að fólkið sé alvarlega slasað. 2.1.2006 19:01
Lokun NMT- farsímakerfisins frestað Póst- og fjarskiptastofnun hefur tilkynnt Símanum að heimild verði nýtt til að fresta lokun NMT kerfisins til 31. desember 2008. Sú ákvörðun byggir m.a. á umsögnum sem bárust við umræðuskjali sem stofnunin birti þann 24. október síðastliðin um framtíðarnotkun NMT-450 tíðnisviðsins á Íslandi. 2.1.2006 18:28
Svifryksmengun var hátt yfir heilsuverndarmörkum á nýársnótt. Svifryksmengun var hátt yfir heilsuverndarmörkum á nýársnótt 1. janúar 2006. Mælistöð Mengunarvarna Umhverfissviðs sem staðsett er á Langholtsvegi sýndi 1800 míkrógrömm á rúmmetra þegar nýtt ár gekk í garð. 2.1.2006 18:16
Bílvelta á Kjalarnesi Fólksbíll og jeppi skullu saman á Kjalarnesi með þeim afleiðingum að jeppinn valt. Ekki er vitað á þessari stundu hvort einhver hefur slasast. Þjóðvegi eitt hefur verið lokað tímabundið. 2.1.2006 17:41
Tómas í fríi frá störfum sínum á Landspítalanum Tómas Zoega geðlæknir, sem vann mál í Héraðsdómi fyrir helgi sem hann höfðaði gegn Landspítalanum fyrir að færa hann úr starfi yfirlæknis í starf sérfræðilæknis, er kominn í frí. Þegar fréttastofan spurði eftir Tómasi á Landspítalanum nú síðdegis fengust þau svör að hann yrði í fríi næstu þrjár vikurnar. 2.1.2006 17:14
Bensínverð hækkar Stóru olíufélögin þrjú hafa öll hækkað verðið á bensínlítranum um eina krónu og fimmtíu aura. 2.1.2006 17:12
Ófært yfir Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði Ófært er yfir Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði. Á Vestfjörðum er víða hálka eða hálkublettir, flughált um Eyrarfjall og með öllu er ófært yfir Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði. 2.1.2006 16:44
Fjöldi banaslysa talsvert undir meðaltali Nítján létust í sextán banaslysum hér á landi á síðasta ári, þrettán karlar og sex konur. Það er talsvert færra en þeir sem látist hafa að meðaltali á síðastliðnum fimm árum. 2.1.2006 15:19
Vestfirðingar telja Sturlu Böðvarsson hafa staðið sig best Vefritið Skessuhorn framkvæmdi könnun á vef sínum um miðjan desember. Spurt var að því hvaða þingmaður NV kjördæmis hefði staðið sig best á árinu. Niðurstaðan varð sú að flestir völdu Sturlu Böðvarsson, eða 29,7%. Í öðru sæti varð Kristinn H Gunnarsson með 22,9%, þá Einar K Guðfinnsson með 9,7% og Sigurjón Þórðarson með 8,6%. Í réttri röð þar á eftir komu Jón Bjarnason, Guðjón A Kristinsson, Jóhann Ársælsson, Magnús Stefánsson, Einar Oddur Kristjánsson og Anna Kristín Gunnarsdóttir. 2.1.2006 14:45
Hlaut varanlegan augnskaða af völdum flugelds Pilturinn sem fékk flugeld í andlitið á Tálknafirði á gamlárskvöld liggur enn á augndeild Landspítalans og mun vera þar næstu daga að sögn vakthafandi læknis. Pilturinn er með töluverða áverka á hægra auga og ljóst er að hann mun ekki fá fulla sjón á því auga aftur. 2.1.2006 14:30
Saga Boutique Icelandair gerir samning við Flugstöðina Saga Boutique Icelandair og Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. hafa gert með sér samning um rekstur verslunar með dömu- og herrafatnað, skó og fylgihluti. Lögð verður áhersla á þekkt vörumerki s.s. Boss, Burberry, Sand, Wolford og Lacoste auk þess sem fatnaður eftir íslenska hönnuði mun standa til boða í versluninni. 2.1.2006 14:15
Draga uppsagnir líklega til baka Þeir tólf leikskólakennarar sem sögðu upp störfum á leikskólanum Sólbrekku á Seltjarnarnesi á fimmtudaginn síðasta munu að öllum líkindum draga uppsagnir sínar til baka, að sögn Ásdísar Þorsteinsdóttur aðstoðarleikskólastjóra. 2.1.2006 14:00
Nokkur erill hjá lögreglu í Árnessýslu um áramótin Nokkur erill var hjá lögreglu í Árnessýslu þessi áramót, en frá hádegi á gamlársdags að miðnætti nýársdags voru skráð 27 verkefni hjá lögreglunni eftir því sem fram kemur í dagbók hennar. Stærsta verkefnið var stórbruninn í húsi Hjálparsveitar skáta í Hveragerði upp úr hádegi á gamlársdag. 2.1.2006 13:30
Segir vakt hafa verið í Reykjavík til miðnættis Rúnar Árnason, framkvæmdastjóri Landsflugs, vill taka fram að þótt sjúkravél félagsins hafi verið flogið frá Ísafirði á hádegi á gamlársdag, hafi verið vakt í Reykjavík til að sinna sjúkaraflugi vestur, alveg til miðnættis, en útkallið kom rétt eftir miðnætti. Þá átti Mýflug að hafa tekið við. 2.1.2006 13:06
Flughált frá Súðavík í Ögur og um Eyrarfjall Flughált er á Vestfjörðum frá Súðavík í Ögur og um Eyrarfjall samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Hálka er á Steingrímsfjarðarheiði, hálkublettir eru á Ströndum og á sunnanverðum Vestfjörðum er hálka og hálkublettir. 2.1.2006 13:00
Séreignasparnaður skerðir lífeyrisgreiðslur Séreignarsparnaður er dreginn frá lífeyrisgreiðslum og skerðir tekjutryggingaraukann. Lagabreytingu þarf til að koma í veg fyrir skerðinguna, segir Kristinn H. Gunnarsson, formaður stjórnar Tryggingastofnunar. 2.1.2006 12:45
Falun Gong liðar vilja bætur frá ríkinu Þeir Falun Gong liðar sem meinað var að koma til landsins þegar Jiang Zemin, forseti Kína, kom í heimsókn fyrir um þremur árum krefja íslenska ríkið um bætur vegna málsins og vilja fá þann lista yfir Falun Gong iðkendur sem íslensk stjórnvöld höfðu til grundvallar. 2.1.2006 12:15
Virðist hafa hætt sjúkraflugi of snemma Landsflug virðist hafa hætt sjúkraflugsþjónustu sinni á Vestfjörðum of snemma og Mýflug tekið of seint við henni með þeim afleiðingum að óeðlilega langan tíma tók að útvega sjúkraflugvél frá Flugfélagi Íslands á nýársnótt. 2.1.2006 12:01
Harður árekstur í Njarðvík í gær Allharður árekstur varð í gærkvöld í Njarðvík á mótum Holtsgötu og Gónhóls. Þar rákust saman tvær bifreiðar með þeim afleiðingum að önnur þeirra hafnaði inni í húsgarði og skemmdi þar þriðju bifreiðina í innkeyrslu. Einn var fluttur á sjúkrahús en hlaut ekki alvarlega áverka. Viðkomandi kvartaði þó undan verkjum í hnjám og baki. 2.1.2006 11:30
Leikskólagjöld í Reykjavík lækka nú um áramótin Leikskólagjöld í Reykjavík lækkuðu nú um áramót sem nemur tveggja stunda gjaldfrjálsri vistun eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá borgarstjóra. 2.1.2006 11:15
Eimskip tekur við rekstri Herjólfs Vestmannaeyjaferjan Herjólfur fer fyrstu ferð sína á þessu ári í dag samkvæmt nýju leiðakerfi, eftir að Eimskip tók við rekstrinum um áramótin. Ferðum hefur verið fjölgað í tvær á dag nema hvað ein ferð verður farin einstaka hátíðisdaga. 2.1.2006 09:45
Farsímanotkun danskra ökumanna gerð refsiverð Síðastliðið haust tóku Danir upp nýtt kerfi við umferðalagabrotum sem byggist á því að hak er klippt í ökuskírteini við ákveðin umferðarlagabrot. Klippikerfið hefur þótt virka vel og nú ætlar danski dómsmálaráðherrann, Lene Espersen, að bæta enn fleiri umferðarlagabrotum á klippilistann. Nú þegar eru sautján brot á listanum og á þessu ári munu bætast við fleiri og nú mega ökumenn búast við haki í ökuskírteinið tali þeir í farsíma. 2.1.2006 09:30
Loðnuleit hefst á morgun Verið er að undirbúa hafrannsóknaskipið Árna Friðriksson ásamt fimm loðnuskipum til loðnuleitar sem á að hefjast á morgun. Leit á að hefjast norðvestur af landinu, en þar hefur verið hafís að undanförnu. Hann verður kannaður úr lofti í dag. 2.1.2006 09:00
Hannes fær fjórar milljónir í forstjóralaun á mánuði Hannes Smárason, sem varð forstjóri FL Group þegar Ragnhildur Geirsdóttir lét af því starfi í október, fær fjórar milljónir króna í mánaðarlaun og sjö aðrir lykil starfsmenn félagsins fá 2,2 milljónir á mánuði auk bónusgreiðslu sem ákveðin verður í árslok. Þetta kemur fram í skráningarlýsingu FL Group til Kauphallarinnar. 2.1.2006 08:30
Danskir fréttamenn fá trúfræðslu Samtök múslima í Danmörku hafa ákveðið að halda námskeið í Íslmamstsrú fyrir danska fréttamenn. Námskeiðið mun taka einn dag og er áætlað að halda það í apríl. Þar verða fréttamenn fræddir um helstu atriði múhammeðstrúar. Talsmaður múslíma í Danmörku segir aðal ástæðuna vera skopteikningarnar af Allah sem birtust í Jótlandspóstinum í síðastliðið haust. 2.1.2006 08:06
Handteknir eftir að hafa kveikt í flugeldaafgöngum Þrír piltar á aldrinum níu til ellefu ára voru handteknir í Reykjavík í nótt eftir að þeir höfðu gert bálköst úr flugeldaafgögnum og kveikt í. Lögreglumenn slökktu eldinn og óku piltunum heim til þeirra, þar sem foreldrar þeirra voru látnir vita af tiltækinu. Ekkert tjón hlaust af. 2.1.2006 08:00
Töluvert grjóthrun á þjóðveginn um Hvalnesskriður Töluvert grjóthrun var niður á þjóðveginn um Hvalnes- og Vattarnesskriður í nótt og er vegurinn vart fær fólksbílum. Ekki er vitað til að slys hafi hlotist af og vegagerðarmenn frá Höfn í Hornafirði eru lagðir af stað til að hreinsa veginn. Mikil rigning var á þessum slóðum í gærkvöldi sem olli leysingu í hlíðunum fyrir ofan veginn 2.1.2006 07:30
Tilkynningum um kynferðisafbrot fækkaði Færri tilkynningar um kynferðisafbrot bárust lögreglu á árinu 2004 samanborið við árin á undan. Fíkniefnabrotum fjölgaði hins vegar um 64% á sama tíma. 2.1.2006 00:01
Áramótunum fagnað víða um heim Sinn er siður í hverju landi en víðast hvar er nýtt ár gengið í garð og því fagnað með viðeigandi hætti. 1.1.2006 19:15
Spánverjar banna reykingar Það er ekki víst að allir Spánverjar hafi fagnað nýja árinu af heilum hug því að í dag gekk í gildi algert reykingabann á opinberum stöðum á Spáni, í landi þar sem reykingar eru útbreiddari en víða annars staðar. 1.1.2006 19:00
Lögreglan rannsakar nauðgun Lögreglan í Reykjavík rannsakar nauðgun á skemmtistaðnum Broadway laust eftir klukkan fjögur í nótt.Maður um tvítugt var handtekinn í nótt en talið er að hann hafi notfært sér ölvunarástand stúlkunnar til að koma fram vilja sínum á dansgólfi staðarins. 1.1.2006 18:45
Sjúkraflug tók alltof langan tíma Forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar kennir heilbrigðisráðuneytinu um að þrjá tíma hafi tekið að fá sjúkraflugvél til Bíldudals þegar ungur maður slasaðist við meðferð flugelda í nótt. Vestfirðingar hafa krafist þess að sjúkraflugvél sé til staðar á Ísafjarðarflugvelli en í nótt þurfti að leita til Akureyrar eftir flugvél. 1.1.2006 18:30
Biskup vill bíða með að samþykkja breytingar á hjúskaparlögum Biskupinn yfir Íslandi, Karl Sigurbjörnsson, vill að Alþingi bíði með að samþykkja breytingar á hjúskaparlögum á þá leið að trúfélögum verði heimilt að gefa saman samkynhneigða. 1.1.2006 17:47
Skemmdarverk á skóla á Akranesi Þrjár rúður voru brotnar og hluti af klæðningu sprengd með flugeldum á Brekkubæjarskóla á Akranesi í nótt. Lögreglu var gert viðvart og hafði hún hendur í hári þeirra sem ábyrgð báru á verknaðinum. Það voru skólapiltar sem höfðu eitthvað farið fram úr sér í nýársgleðinni. Málið telst að fullu upplýst. 1.1.2006 17:17
Tólf fá fálkaorðu Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum sæmdi forseti Íslands í dag, 1. janúar 2006 tólf Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. 1.1.2006 15:13
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent