Innlent

Svifryksmengun var hátt yfir heilsuverndarmörkum á nýársnótt.

Svifryksmengun var hátt yfir heilsuverndarmörkum á nýársnótt 1. janúar 2006.

Mælistöð Mengunarvarna Umhverfissviðs sem staðsett er á Langholtsvegi sýndi 1800 míkrógrömm á rúmmetra þegar nýtt ár gekk í garð.  Lúðvík Gústafsson deildarstjóri Mengunarvarna segir það hæstu gildi sem hann hafi séð.

Yfirleitt fjarar mesta mengunin út á fyrsta klukkutímanum eftir að nýtt ár gengur í garð en núna var mengunin yfir heilsuverndarmörkum alla nóttina.

Mælistöðin á Langholtsvegi ætti að sýna niðurstöður eins og þær birtast í venjulegum íbúahverfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×