Innlent

Tómas í fríi frá störfum sínum á Landspítalanum

MYND/E.Ól.

Tómas Zoega geðlæknir, sem vann mál í Héraðsdómi fyrir helgi sem hann höfðaði gegn Landspítalanum fyrir að færa hann úr starfi yfirlæknis í starf sérfræðilæknis, er kominn í frí. Þegar fréttastofan spurði eftir Tómasi á Landspítalanum nú síðdegis fengust þau svör að hann yrði í fríi næstu þrjár vikurnar. Tómas var færður á milli starfa síðastliðið vor því hann neitaði að láta af rekstri eigin læknastofu. Héraðsdómur felldi úr gildi ákvörðunina um að breyta starfi Tómasar og var Landspítalanum gert að greiða 1,2 milljónir króna í málskostnað. Forsvarsmenn spítalans hyggjast áfrýja úrskurðinum. Ekki hefur náðst í Tómas í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, og á læknastofu hans fengust þau svör að hann væri einnig í fríi frá störfum sínum þar, en þó aðeins til 13. janúar, eða um viku styttra en fríið sem hann er kominn í frá störfum sínum á Landspítalanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×