Innlent

Fjöldi banaslysa talsvert undir meðaltali

MYND/Vilhelm

Nítján létust í sextán banaslysum hér á landi á síðasta ári, þrettán karlar og sex konur. Það er fjórum færra en árið 2004 en samkvæmt upplýsingum úr slysaskrá Umferðarstofu létust tuttugu og þrír í tuttugu slysum það ár. Langflest banaslysanna á nýliðnu ári urðu utan þéttbýlis, en þar létust sextán. Að meðaltali létust 23,6 árlega í umferðinni á árunum 2001 til 2005, þannig að talsvert færri létust á árið 2005 en að meðaltali á umræddu tímabili. Fjórtán þeirra sem létust á síðasta ári voru ökumenn, fjórir voru farþegar í bílum og einn gangandi vegfarandi lést. Enginn þeirra sem létust á liðnu ári var 14 ára eða yngri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×