Innlent

Flugvélar á vegum CIA hafa flogið í danskri lofthelgi yfir Grænlandi

Samgönguráðherra Dana, Flemming Hansen, hefur staðfest að flugvélar á vegum CIA hafi flogið í danskri lofthelgi yfir Grænlandi. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn frá þingmanninum Frank Aaen á danska þinginu. Kanadísk stjórnvöld hafa skráð þrjár flugvélar sem flogið hafa í danski lofthelgi en flugvélarnar eru í eigu fyrirtækja sem talin eru heyra undir CIA. Fugvélarnar eru taldar vera notaðar til að flytja fanga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×