Innlent

Fjölmargir öyrkjar fá engar bætur á næstunni

MYND/Hari

Vegna nýrra reglna um tekjutengingu við örorkubætur fá sextíu til áttatíu öryrkjar engar bótagreiðselur í nóvember og desember hafi þeir haft tekjur á árinu.

Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að í flestum tilfellum sé um áunnar lífeyrisgreiðslur að ræða sem orsaki þessa tekjuskerðingu. Hann segir að flestir hafi úr litlu að spila og að margir hafi ekki önnur ráð en að leita til Félagsþjónustunnar um styrki. Öryrkjabandalagið sættir sig alls ekki við þá miklu skerðingu sem sumir hópar hafa orðið að þola vegna breyttra útreikninga á örorkubótum og skorar á stjórnvöld að bregðast við.

Sjá viðtal Sigmundar Ernis við Sigurstein á NFS í hádeginu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×