Innlent

Minnst traust til Halldórs

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, er sá stjórmálamaður sem mests trausts nýtur meðal almennings samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Alls sögðust 22,4 prósent treysta honum best. Geir er afskaplega traustur stjórnmálamaður og sýnir það í störfum sínum. Því koma þessar niðurstöður lítið á óvart segir Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

Í öðru sæti yfir þá sem mests trausts njóta er Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna. Steingrímur hefur oftast nær komið mjög vel út úr könnunum sem þessari. Hann nýtur trausts og hefur gott persónulegt fylgi, segir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri-grænna.

Á hæla Steingríms kemur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. "Mér þykir mjög vænt um það traust sem mér er sýnt og það er merkilegt að ég hljóti litlu minna traust en ráðherra sem setið hefur í ríkisstjórn í meira en tíu ár," segir Ingibjörg um þessar niðurstöður en 18,6 prósent aðspurðra telja að henni megi best treysta.

Ingibjög situr einnig í öðru sæti á lista yfir þá stjórmálamenn sem minnst traust er lagt á og nefndu þá 18,5 prósent nafn henanr.

Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokks, er í fjórða sæti þeirra sem almenningur treystir en trónir á sama tíma á toppnum yfir þá sem minnst er treyst. Ég held að Halldór sé í bullandi sókn eins og reyndar Framsóknarflokkurinn, segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×