Minnst traust til Halldórs 22. nóvember 2005 06:45 Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, er sá stjórmálamaður sem mests trausts nýtur meðal almennings samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Alls sögðust 22,4 prósent treysta honum best. Geir er afskaplega traustur stjórnmálamaður og sýnir það í störfum sínum. Því koma þessar niðurstöður lítið á óvart segir Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Í öðru sæti yfir þá sem mests trausts njóta er Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna. Steingrímur hefur oftast nær komið mjög vel út úr könnunum sem þessari. Hann nýtur trausts og hefur gott persónulegt fylgi, segir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri-grænna. Á hæla Steingríms kemur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. "Mér þykir mjög vænt um það traust sem mér er sýnt og það er merkilegt að ég hljóti litlu minna traust en ráðherra sem setið hefur í ríkisstjórn í meira en tíu ár," segir Ingibjörg um þessar niðurstöður en 18,6 prósent aðspurðra telja að henni megi best treysta. Ingibjög situr einnig í öðru sæti á lista yfir þá stjórmálamenn sem minnst traust er lagt á og nefndu þá 18,5 prósent nafn henanr. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokks, er í fjórða sæti þeirra sem almenningur treystir en trónir á sama tíma á toppnum yfir þá sem minnst er treyst. Ég held að Halldór sé í bullandi sókn eins og reyndar Framsóknarflokkurinn, segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Innlent Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, er sá stjórmálamaður sem mests trausts nýtur meðal almennings samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Alls sögðust 22,4 prósent treysta honum best. Geir er afskaplega traustur stjórnmálamaður og sýnir það í störfum sínum. Því koma þessar niðurstöður lítið á óvart segir Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Í öðru sæti yfir þá sem mests trausts njóta er Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna. Steingrímur hefur oftast nær komið mjög vel út úr könnunum sem þessari. Hann nýtur trausts og hefur gott persónulegt fylgi, segir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri-grænna. Á hæla Steingríms kemur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. "Mér þykir mjög vænt um það traust sem mér er sýnt og það er merkilegt að ég hljóti litlu minna traust en ráðherra sem setið hefur í ríkisstjórn í meira en tíu ár," segir Ingibjörg um þessar niðurstöður en 18,6 prósent aðspurðra telja að henni megi best treysta. Ingibjög situr einnig í öðru sæti á lista yfir þá stjórmálamenn sem minnst traust er lagt á og nefndu þá 18,5 prósent nafn henanr. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokks, er í fjórða sæti þeirra sem almenningur treystir en trónir á sama tíma á toppnum yfir þá sem minnst er treyst. Ég held að Halldór sé í bullandi sókn eins og reyndar Framsóknarflokkurinn, segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Innlent Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira