Innlent

Tveir drengir í Grafarvogi hætt komnir vegna elds

Tveir þrettán ára drengir voru hætt komnir þegar eldfimt efni fuðraði upp í höndum þeirra í Bryggjuhverfinu við Grafarvog í gærkvöldi. Eldur læstist í föt þeirra, einkum annars, og hljóp hann logandi í sjóinn. Fjölmennt björgunarlið var kallað á staðinn og voru piltarnir fyrst fluttir á Slysadeild og þaðan á brunadeild Landsspítalans, þar sem þeir dvelja. Þeir eru brenndir á höndum, fótleggjum og í andliti. Flest sáranna eru annars stigs en þó hlutu þeir nokkra þriðja stigs blettir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×