Innlent

Litháar dæmdir fyrir að smygla tæpum fjórum kílóum af amfetamíni með Norrænu

Mynd/Vísir

Tveir Litháar voru dæmdir í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Austurlands á föstudag fyrir að hafa smyglað tæpum fjórum kílóum af amfetamíni til landsins með Norrænu. Efnið földu þeir í leynihólfi í bíl sem þeir voru á en þeir höfðu ekið frá Litháen til Danmerkur þar sem þeir fóru um borð í ferjunna áleiðis til Íslands. Mennirnir voru síðan handteknir við komuna til Seyðisfjarðar. Mennirnir neituðu að eiga efnið eða hafa vitað af því í bíl sínum. Dómurinn taldi að þeir hefðu ætlað að selja efnið hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×