Innlent

Rækjustofnar á grunnslóð í algjöru lágmarki

Mynd/Getty Images

Lítið er af rækju á hefðbundnum miðum samkvæmt niðurstöðum haustkönnunar Hafrannsóknarstofnunar. Rækjustofnar á grunnslóð mældust í algjöru lágmarki og 2005 árgangur þorks mældist sá minnsti á grunnslóð síðan árið 1991.

Haustkönnun Hafrannsóknarstofnunar fóru fram á rækjumiðunum á Vestfjörðum og á fjörðum og flóum Norðanlands. Í stofnmælingum á rækju eru einnig stundaðar almennar fiskirannsóknir. Á vef Hafrannsóknarstofnunnar kemur fram að rækjustofninn mældist lítill víðast hvar þar sem haustkönnunin fór fram. Talið er að mikið arfrán þorsks og ýsu ásamt veiðum á rækjunni hafi þessar miklu afleiðingar á rækjustofninn. Í Ísafjarðardjúpi mældist mjög lítið af rækju en mikið af þorsk, ýsu og lýsu er að finna um allt Djúpið. Þrátt fyrir að engar rækjuveiðar hafi verið leyfðar í Djúpinu síðastliðna tvo vetur þykir nú líklegt að sú mikla fiskgengd sem þar er, hafi haft hvað einna mest áhrif á hrun stofnsins á þessum slóðum. Þá mældist einnig lítið af rækju á Húnaflóa en þar hafa engar rækjuveiðar verið stundaðar í sex vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×