Fleiri fréttir Styrktu hjálparstarf í Pakistan í stað þess að setja upp jólaseríu Íbúar að Miðleiti 5-7 ákváðu að gefa gefa fórnarlömbum jarðskjálftans í Pakistan 50 þúsund krónur í stað þess setja jólaseríu á sameign hússins eins og gert hefur verið undanfarin ár. 17.11.2005 12:11 Þrír árekstrar í grækvöldi Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir þrjá harða árekstra í gærkvöldi. Þar af slasaðist einn lífshættulega í árekstri tveggja bíla á Kársnesbraut í Kópavogi á móts við Norðurver. 17.11.2005 12:04 Dýrara að taka húsnæðislán hér á landi en í nágrannalöndunum Það hallar verulega á íslenska neytendur þegar kemur að húsnæðislánunum, segir í helstu niðustöðum skýrslu sem neytendasamtökin hafa unnið í samvinnu við neytendasamtök í Evrópu. 17.11.2005 11:45 Íhuga að koma upp lokunarbúnaði á vegum þegar ófærð er Lögreglan í Borgarnesi og Vegagerðin íhuga að koma upp afgerandi lokunarbúnaði til að loka vegum þegar ófært er eða hætta er á ferðum, þar sem margir ökumenn virða að vettugi upplýsingaskilti, sem vara við vá eða slæmum skilyrðum. 17.11.2005 10:45 Örlög rúmlega tuttugu óþekkt "Hér á Íslandi getur maður sem er á götunni þraukað í sjö ár að meðaltali," segir Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins. "Ef hann er geðsjúkur eða geðveikur á hann hins vegar varla nokkurn séns á að komast af nema nokkur ár." 17.11.2005 09:00 Barátta í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði Barist er um sætin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fer á laugardag. Bæjarfulltrúarnir Valgerður Sigurðardóttir og Haraldur Þór Ólafsson bjóða sig fram í fyrsta sæti. Þá er einnig slegist um önnur sæti listans þar sem þrír af núverandi fimm bæjarfulltrúum flokksins gefa ekki kost á sér. Sextán manns gefa kost á sér í prófkjörið, átta konur og átta karlar. 17.11.2005 08:15 Skelfdir farþegar flýja eld um helgina Haldin verður æfing við viðbrögðum við alvarlegu slysi um borð í ferju á Seyðisfirði næstkomandi laugardag. Líkt verður eftir því að ferjan Sky Princess sé lögst að bryggju og afferming að hefjast þegar sprenging verður í gaseldavél í húsbíl á bílaþilfari. Látið verður sem eldur blossi upp og breiðist hratt út. 17.11.2005 08:00 Öryrkjar skora á stjórnvöld að standa við orð sín Öryrkjabandalag Íslands lýsir yfir ánægju sinni með samkomulag aðila vinnumarkaðarins við ríkisstjórn Íslands en minnir á sama tíma á að ríkisstjórnin hafi ekki enn efnt samkomulag við Öryrkjabandalagið. 17.11.2005 08:00 Jón Ólafsson leiðréttir orð sín Jón Ólafsson fór að eigin sögn með með rangt mál á blaðamannafundi á þriðjudag. Hann breytir hins vegar sögu sinni af skattrannsóknarstjóra og biður hann afsökunar um leið. 17.11.2005 08:00 Bandaríska flugvélin ófarin Bandaríska flugvélin, sem lenti á Reykjavíkruflugvelli í gær og grunur leikur á að sé ein af svonefndum draugavélum, sem bandaríska leyniþjónustan CIA notar til ólöglegra fangaflutninga, var þar enn um klukkan sjö í morgun. 17.11.2005 07:53 Láta byggja fjögur ný skip Brim, Útgerðarfélagið Tjaldur og KG-fiskverkun, sem öll eru í eigu Guðmundar Kristjánssonar útgerðarmanns, ætla að láta smíða fyrir sig fjögur ný línuveiðiskip. Búist er við að fyrstu skipin fari til veiða á fyrri hluta árs 2007. 17.11.2005 07:45 Eimskip tekur við nýju frystiskipi í Noregi Eimskip tók við nýju frystiskipi sem hlotið hefur nafnið Svartfoss, í Álasundi í Noregi í gær. Burðargeta skipsins er 2.500 tonn en þetta er fyrsta nýsmíði á frystiskipi af þessari stærð í heiminum í rúma tvo áratugi. 17.11.2005 07:18 Tveir í eigið húsnæði Á síðustu þremur árum hafa tveir heimilislausir sem sóttu á náðir Samhjálpar náð slíkum tökum á lífi sínu eftir búsetu þar að þeir eru nú komnir í eigið húsnæði. Eins hefur einn núverandi íbúi hafið skólagöngu á ný. 17.11.2005 07:00 Ósáttir við að fá ekki eingreiðsluna Forystumenn iðnaðarmanna eru óánægðir með samkomulag ASÍ og SA. Formaður Rafiðnaðarsambandsins telur að aðeins þriðjungur iðnaðarmanna fái eitthvað af eingreiðslunni. Aðalsteinn Baldursson á Húsavík er "bullandi óánægður." 17.11.2005 07:00 Sjónvarpsstöð fyrir fréttaþyrsta þjóð Nýja fréttastöðin hefur útsendingar í dag. Það þýðir einnig að fréttatími Stöðvar 2 í gær var sá síðasti sem þar var gerður en hér eftir munu kvöldfréttir frá NFS vera á skjá stöðvarinnar á þessum tíma. 17.11.2005 07:00 Bjóða óflokksbundnum með "Við ætlum okkur að ná meirihluta og teljum það vera raunhæft markmið," segir Eysteinn Eyjólfsson, formaður Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn í Reykjanesbæ hafa ákveðið að bjóða sameiginlega fram til bæjarstjórnarkosninga í maí á næsta ári. 17.11.2005 06:30 Byrjaðir að framleiða snjó Snjóframleiðsla hófst á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli ofan við Akureyri í gærmorgun og stóð framleiðsla á skíðasnjó fram á kvöld. Guðmundur Karl Jónsson, staðarhaldari í Hlíðarfjalli, segir búnaðinn hafa reynst mjög vel og aðstæður til snjóframleiðslu hafi verið eins og best verði á kosið; logn og átta gráðu frost. 17.11.2005 06:15 Handtekin fyrir að reykja kannabisefni Par á þrítugsaldri var handtekið um níu leytið í kvöld en þau voru að reykja kannabisefni. Tilkynning barst lögreglunni í Reykjavík um að parið væri í bíl og að vegfarendur hefðu orðið varir við undarlega hegðun þeirra. Þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum. 16.11.2005 23:14 NFS fer í loftið á föstudag Næsta föstudag munu 365 miðlar efna til byltingar í íslensku sjónvarpi. Þá hefjast útsendingar frá nýrri sjónvarpsstöð, NFS eða Nýju fréttastöðinni, sem mun svala fréttaþorsta Íslendinga frá morgni til miðnættis með ýtarlegri hætti en áður hefur tíðkast á Íslandi. 16.11.2005 21:17 Stöðugleiki tryggður segir Halldór Að mati forsætisráðherra er efnahagslegur stöðugleiki tryggður og bagalegri óvissu rutt úr vegi með samkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá í gær. 16.11.2005 21:15 Deilt um hæfi Björns Sérskipaður ríkissaksóknari í Baugsmálinu, Sigurður Tómas Magnússon, sagði í dómsal í dag að þótt ekki mætti lesa sérstaka velvild úr skrifum dómsmálaráðherra í garð Baugs, þá efaðist hann ekki um hæfi ráðherra til að hafa afskipti af málinu. Verjendur héldu hins vegar fram vanhæfi dómsmálaráðherra til að skipa Sigurð Tómas til að fara með málið í heild. 16.11.2005 21:00 Réttur samkynhneigðra jafnaður Þjóðkirkjan verður ekki þvinguð til að gefa saman samkynhneigð pör, en hins vegar verður réttur þeirra að öðru leiti jafnaður á við rétt gagnkynhneigðra, segir forsætisráðherra. 16.11.2005 20:49 Varnarviðræður í lausu lofti Varnarviðræður Íslands og Bandaríkjanna eru í lausu lofti og ekki hefur enn verið boðað til næsta samningafundar. Á fundi með blaðamönnum í dag sagði forsætisráðherra að síðasta útspil Bandaríkjamanna hafi komið á óvart og verið með öllu óviðunandi. 16.11.2005 19:30 Nýr Íslandsatlas Íslandsatlas, viðamesta kortabók yfir Ísland sem gefin hefur verið út, sýnir landið eins og enginn hefur séð það áður. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, tóku við fyrstu eintökunum að Bessastöðum í dag. Landið, allt frá hæstu tindum til annesja og eyja, er sýnt á kortum í mælikvarðanum einn á móti hundrað þúsund. Með starfrænni kortatækni eru svipbrigði landsins sýnd með ótrúlegri nákvæmni svo unnt er að skynja hæð fjalla, dýpt dala og víðaáttur öræfanna líkt og flogið væri yfir. 16.11.2005 19:30 Vinnuslys á Eskifirði Vinnuslys varð við höfnina á Eskifirði á sjötta tímanum í dag. Maður sem vann við að hífa bíl féll þrjá metra af fletinu og bæði handleggs- og fótbrotnaði. Hann var fluttur með sjúkarflugi til Akureyrar skömmu eftir slysið og er líðan hans eftir atvikum. 16.11.2005 19:13 Vinna stöðvaðist hjá Fjarðaráli Rafmagn fór af framkvæmdasvæði Fjarðaráls á Reyðarfirði í um klukkutíma nú fyrir kvöldmat. Stöðvaðist vinna á svæðinu á meðan. Rafmagn fór einnig starfmannaþorpinu en þar búa í kringum sjö hundruð manns. Rafmagnsleysið má rekja til bilunar í dreifikerfi RARIK. 16.11.2005 18:57 Tafir á fréttum Stöðvar 2 Tafir urðu á útsendingu frétta Stöðvar 2 í kvöld vegna tæknilegra vandamála í tengslum við flutninga fréttastofunnar frá Lynghálsi 5 í Skaftahlíð 24. Það fórst fyrir að breyta tengingum í línumiðstöð í gömlu höfuðstöðvum Stöðvar 2 sem varð til þess að hljóð var ekki sent út með fréttunum fyrr en 18:53. 16.11.2005 18:54 Nær fjórðungur fyrrum ráðherrar Sex fyrrum ráðherrar hafa verið skipaðir sendiherrar frá árinu 1995. Meirihluti sendiherra á þessu tímabili kemur þó úr störfum innan utanríkisþjónustunnar, eða fimmtán af 27 sendiherrum. 16.11.2005 18:07 Samtök iðnaðarins vara við starfsmannaleigum Samtök iðnaðarins ráðleggja félagsmönnum sínum fremur að ráða fólk til sín en að notast starfsmannaleigur. Varhugavert sé að nýta sér þjónustu starfsmannaleiga vegna óljósrar stöðu skattamála hjá þeim. Samtök iðnaðarins segja það ekki skipta máli þótt starfsmannaleigur ábyrgist skattgreiðslur starfsmanna þar eð skattayfirvöld telji fyrirtæki bera fulla ábyrgð á skattskilum þeirra sem fyrir þau vinna. 16.11.2005 17:31 Úrvalsvísitalan aldrei mælst hærri Úrvalsvísitalan sló enn eitt metið þegar hún hækkaði um 3,83% í viðskiptum dagsins. Hún mælist nú 4986 stig og hefur aldrei verið hærri, samkvæmt Greiningardeild Íslandsbanka. Frá ármótum hefur hún hækkað um 48,40%. Þau félög sem hækkuðu mest í dag eru Kaupþing Banki, Atorka Group, Jarðboranir og Landsbankinn. Það félag sem lækkaði mest í viðskiptum dagsins er SÍF um -2,54%. 16.11.2005 17:05 Guðrún Helgadóttir hlaut verðlaunin ár Í dag, miðvikudaginn 16. nóvember var hátíðardagskrá í sal Listasafns Reykjanesbæjar í Duus-húsum í Reykjanesbæ. Þar vor afhent Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir árið 2005 og sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Í ár runnu verðlaunin til Guðrúnar Helgadóttur. 16.11.2005 17:00 Alþjóðleg herferð gegn ólöglegu niðurhali Alþjóðleg samtök flytjenda og framleiðenda tónlistra hófu viðamikla herferð gegn ólöglegu niðurhali tónlistar af netinu, í gær. Fjöldi slíkra mála er rekinn fyrir dómstólum víða um heim og slík mál eru til rannsóknar á Íslandi. 16.11.2005 16:53 Íslendingur dæmdur fyrir innflutning og sölu á hassi í Finnlandi Íslendingur var í dag dæmdur í Finnlandi í eins árs og tveggja mánaða fangelsi fyrir innflutning og sölu á hassi í Finnlandi. Maðurinn, sem er á fertugsaldri, var dæmdur fyrir rétti í borginni Jyväskylä í mið-Finnlandi fyrir að hafa tvisvar flutt hass til landsins frá Hollandi, samtals 5,8 kíló, og selt það í Finnlandi. 16.11.2005 13:00 Samtök eigenda sjávarjarða hyggjast stefna íslenska ríkinu 16.11.2005 12:30 Formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir endurskoðun samnings Formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir líkt og Samiðn samning Samtaka Atvinnulífs og ASÍ frá í gær. Hann segir skiptar skoðanir vera um samningin og að eðlilegra hefði verið að kynna tillögurnar aðildarfélögum áður en skrifað var undir. 16.11.2005 12:00 Börnum úr Arnarneshreppi hafnað um leiksskólapláss á Akureyri Skólanefnd Akureyrarbæjar hefur hafnað fjórum börnum úr nágrannahreppnum, Arnarneshreppi, um leikskólavist í bænum. Oddviti hreppsins segir bagalegt að nefndin skuli hafa hafnað börnunum um leikskólavist enda hafi hún fengið þau skilboð að ekkert væri því til fyrirstöðu að þau fengju inni á leikskólum bæjarins. 16.11.2005 11:37 Hagnaður hjá Kögun Hagnaður Kögunar eftir skatta nam 434 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins sem er aukning um 91% frá sama tímabili 2004. Kögun samanstendur af Verk- og kerfisfræðistofunni hf., Kögurnesi ehf., Ax hugbúnaðarhúsi hf., Huga hf., Landsteinum Streng hf., Skýrr hf., Teymi hf. og Opnum kerfum Group Holding ehf. 16.11.2005 10:19 Aflabrestur á kolmunna Kolmunnaveiðin er hrunin og búið að leggja nokkrum öflugustu fiskiskipum flotans við bryggjur þar sem þau hafa ekki önnur verkefni. Áfallið snertir afkomu margra sjómanna, útvegsmanna og og fiksimjölsverksmiðja. 16.11.2005 10:09 Dagur íslenskrar tungu í dag Dagur íslenskrar tungu er í dag, 16. nóvember, en það er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar þjóðskálds. Dagsins verður minnst með margvíslegu móti, bæði í skólum, stofnunum og fyrirtækjum. 16.11.2005 09:30 Sameinað framboð til Samfylkingar og Framsóknarflokks í Reykjanesbæ Upp úr hádegi í dag mun koma í ljós hvort verði af sameiginlegu framboði Samfylkingarmanna og Framsóknarmanna til bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. 16.11.2005 09:19 Andstaða við byggingu fiskimjölsverksmiðju á Neskaupsstað Talsverð andstaða er komin upp í bænum Leirvík á Hjaltlandi vegna áforma Síldarvinnslunnar í Neskaupstað um byggingu fiskimjölsverksmiðju í bænum, eftir því sem sjávarútvegsvefurinn skip.is greinir frá. 16.11.2005 09:15 Þekkingarnet á Austurlandi Háskólanemum á Austurlandi fjölgar um 100 % á næstu fimm árum nái áætlun starfshóps á vegum menntamálaráðuneytis fram að ganga. Starfshópurinn leggur til að stofnuð verði sjálfseignarstofnun, Þekkingarnet Austurlands, sem verði miðstöð háskólanáms, símenntunar og rannsókna í þágu atvinnulífs á svæðinu. Þekkingarnetið kæmi til með að byggja á Fræðsluneti Austurlands, auk þess að samþætta og efla það háskóla- og rannsóknarnám sem fyrir er á svæðinu. Þá yrði einnig mikil aukning í símenntun og 100 % fjölgun nema í meistara- og doktorsnámi. 16.11.2005 09:15 Bensínverð lækkar Olíufélögin lækkuðu verð á bensíni og gasolíu í gær og er það 16 lækkunin á sex vikum og rúmlega sjötugasta verðbreytingin á árinu. Algengt verð á bensínlítra á sjálfsafgreiðslustöðvum er nú komið niður í u.þ.b 105 krónur. 16.11.2005 09:00 Íslensku farmennirnir verða eftir Slagorð Avion Group um íslenska sókn um allan heim á ekki við um íslenska farmenn í dag, segir starfsmaður farmanna- og varðskipasviðs Félags skipstjórnarmanna og finnst auglýsingar félagsins ekki lýsa raunveruleikanum sem blasir við íslenskum farmönnum. 16.11.2005 09:00 Úrvalsvísitalan heldur áfram að hækka Úrvalsvísitalan hélt áfram að hækka í gær og fór yfir 4,800 stig, sem er enn eitt metið. Hækkun varð á flestum fyrirtækjum, en þau sem lækkuðu, lækkuðu mjög lítið. 16.11.2005 08:15 Sjá næstu 50 fréttir
Styrktu hjálparstarf í Pakistan í stað þess að setja upp jólaseríu Íbúar að Miðleiti 5-7 ákváðu að gefa gefa fórnarlömbum jarðskjálftans í Pakistan 50 þúsund krónur í stað þess setja jólaseríu á sameign hússins eins og gert hefur verið undanfarin ár. 17.11.2005 12:11
Þrír árekstrar í grækvöldi Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir þrjá harða árekstra í gærkvöldi. Þar af slasaðist einn lífshættulega í árekstri tveggja bíla á Kársnesbraut í Kópavogi á móts við Norðurver. 17.11.2005 12:04
Dýrara að taka húsnæðislán hér á landi en í nágrannalöndunum Það hallar verulega á íslenska neytendur þegar kemur að húsnæðislánunum, segir í helstu niðustöðum skýrslu sem neytendasamtökin hafa unnið í samvinnu við neytendasamtök í Evrópu. 17.11.2005 11:45
Íhuga að koma upp lokunarbúnaði á vegum þegar ófærð er Lögreglan í Borgarnesi og Vegagerðin íhuga að koma upp afgerandi lokunarbúnaði til að loka vegum þegar ófært er eða hætta er á ferðum, þar sem margir ökumenn virða að vettugi upplýsingaskilti, sem vara við vá eða slæmum skilyrðum. 17.11.2005 10:45
Örlög rúmlega tuttugu óþekkt "Hér á Íslandi getur maður sem er á götunni þraukað í sjö ár að meðaltali," segir Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins. "Ef hann er geðsjúkur eða geðveikur á hann hins vegar varla nokkurn séns á að komast af nema nokkur ár." 17.11.2005 09:00
Barátta í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði Barist er um sætin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fer á laugardag. Bæjarfulltrúarnir Valgerður Sigurðardóttir og Haraldur Þór Ólafsson bjóða sig fram í fyrsta sæti. Þá er einnig slegist um önnur sæti listans þar sem þrír af núverandi fimm bæjarfulltrúum flokksins gefa ekki kost á sér. Sextán manns gefa kost á sér í prófkjörið, átta konur og átta karlar. 17.11.2005 08:15
Skelfdir farþegar flýja eld um helgina Haldin verður æfing við viðbrögðum við alvarlegu slysi um borð í ferju á Seyðisfirði næstkomandi laugardag. Líkt verður eftir því að ferjan Sky Princess sé lögst að bryggju og afferming að hefjast þegar sprenging verður í gaseldavél í húsbíl á bílaþilfari. Látið verður sem eldur blossi upp og breiðist hratt út. 17.11.2005 08:00
Öryrkjar skora á stjórnvöld að standa við orð sín Öryrkjabandalag Íslands lýsir yfir ánægju sinni með samkomulag aðila vinnumarkaðarins við ríkisstjórn Íslands en minnir á sama tíma á að ríkisstjórnin hafi ekki enn efnt samkomulag við Öryrkjabandalagið. 17.11.2005 08:00
Jón Ólafsson leiðréttir orð sín Jón Ólafsson fór að eigin sögn með með rangt mál á blaðamannafundi á þriðjudag. Hann breytir hins vegar sögu sinni af skattrannsóknarstjóra og biður hann afsökunar um leið. 17.11.2005 08:00
Bandaríska flugvélin ófarin Bandaríska flugvélin, sem lenti á Reykjavíkruflugvelli í gær og grunur leikur á að sé ein af svonefndum draugavélum, sem bandaríska leyniþjónustan CIA notar til ólöglegra fangaflutninga, var þar enn um klukkan sjö í morgun. 17.11.2005 07:53
Láta byggja fjögur ný skip Brim, Útgerðarfélagið Tjaldur og KG-fiskverkun, sem öll eru í eigu Guðmundar Kristjánssonar útgerðarmanns, ætla að láta smíða fyrir sig fjögur ný línuveiðiskip. Búist er við að fyrstu skipin fari til veiða á fyrri hluta árs 2007. 17.11.2005 07:45
Eimskip tekur við nýju frystiskipi í Noregi Eimskip tók við nýju frystiskipi sem hlotið hefur nafnið Svartfoss, í Álasundi í Noregi í gær. Burðargeta skipsins er 2.500 tonn en þetta er fyrsta nýsmíði á frystiskipi af þessari stærð í heiminum í rúma tvo áratugi. 17.11.2005 07:18
Tveir í eigið húsnæði Á síðustu þremur árum hafa tveir heimilislausir sem sóttu á náðir Samhjálpar náð slíkum tökum á lífi sínu eftir búsetu þar að þeir eru nú komnir í eigið húsnæði. Eins hefur einn núverandi íbúi hafið skólagöngu á ný. 17.11.2005 07:00
Ósáttir við að fá ekki eingreiðsluna Forystumenn iðnaðarmanna eru óánægðir með samkomulag ASÍ og SA. Formaður Rafiðnaðarsambandsins telur að aðeins þriðjungur iðnaðarmanna fái eitthvað af eingreiðslunni. Aðalsteinn Baldursson á Húsavík er "bullandi óánægður." 17.11.2005 07:00
Sjónvarpsstöð fyrir fréttaþyrsta þjóð Nýja fréttastöðin hefur útsendingar í dag. Það þýðir einnig að fréttatími Stöðvar 2 í gær var sá síðasti sem þar var gerður en hér eftir munu kvöldfréttir frá NFS vera á skjá stöðvarinnar á þessum tíma. 17.11.2005 07:00
Bjóða óflokksbundnum með "Við ætlum okkur að ná meirihluta og teljum það vera raunhæft markmið," segir Eysteinn Eyjólfsson, formaður Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn í Reykjanesbæ hafa ákveðið að bjóða sameiginlega fram til bæjarstjórnarkosninga í maí á næsta ári. 17.11.2005 06:30
Byrjaðir að framleiða snjó Snjóframleiðsla hófst á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli ofan við Akureyri í gærmorgun og stóð framleiðsla á skíðasnjó fram á kvöld. Guðmundur Karl Jónsson, staðarhaldari í Hlíðarfjalli, segir búnaðinn hafa reynst mjög vel og aðstæður til snjóframleiðslu hafi verið eins og best verði á kosið; logn og átta gráðu frost. 17.11.2005 06:15
Handtekin fyrir að reykja kannabisefni Par á þrítugsaldri var handtekið um níu leytið í kvöld en þau voru að reykja kannabisefni. Tilkynning barst lögreglunni í Reykjavík um að parið væri í bíl og að vegfarendur hefðu orðið varir við undarlega hegðun þeirra. Þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum. 16.11.2005 23:14
NFS fer í loftið á föstudag Næsta föstudag munu 365 miðlar efna til byltingar í íslensku sjónvarpi. Þá hefjast útsendingar frá nýrri sjónvarpsstöð, NFS eða Nýju fréttastöðinni, sem mun svala fréttaþorsta Íslendinga frá morgni til miðnættis með ýtarlegri hætti en áður hefur tíðkast á Íslandi. 16.11.2005 21:17
Stöðugleiki tryggður segir Halldór Að mati forsætisráðherra er efnahagslegur stöðugleiki tryggður og bagalegri óvissu rutt úr vegi með samkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá í gær. 16.11.2005 21:15
Deilt um hæfi Björns Sérskipaður ríkissaksóknari í Baugsmálinu, Sigurður Tómas Magnússon, sagði í dómsal í dag að þótt ekki mætti lesa sérstaka velvild úr skrifum dómsmálaráðherra í garð Baugs, þá efaðist hann ekki um hæfi ráðherra til að hafa afskipti af málinu. Verjendur héldu hins vegar fram vanhæfi dómsmálaráðherra til að skipa Sigurð Tómas til að fara með málið í heild. 16.11.2005 21:00
Réttur samkynhneigðra jafnaður Þjóðkirkjan verður ekki þvinguð til að gefa saman samkynhneigð pör, en hins vegar verður réttur þeirra að öðru leiti jafnaður á við rétt gagnkynhneigðra, segir forsætisráðherra. 16.11.2005 20:49
Varnarviðræður í lausu lofti Varnarviðræður Íslands og Bandaríkjanna eru í lausu lofti og ekki hefur enn verið boðað til næsta samningafundar. Á fundi með blaðamönnum í dag sagði forsætisráðherra að síðasta útspil Bandaríkjamanna hafi komið á óvart og verið með öllu óviðunandi. 16.11.2005 19:30
Nýr Íslandsatlas Íslandsatlas, viðamesta kortabók yfir Ísland sem gefin hefur verið út, sýnir landið eins og enginn hefur séð það áður. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, tóku við fyrstu eintökunum að Bessastöðum í dag. Landið, allt frá hæstu tindum til annesja og eyja, er sýnt á kortum í mælikvarðanum einn á móti hundrað þúsund. Með starfrænni kortatækni eru svipbrigði landsins sýnd með ótrúlegri nákvæmni svo unnt er að skynja hæð fjalla, dýpt dala og víðaáttur öræfanna líkt og flogið væri yfir. 16.11.2005 19:30
Vinnuslys á Eskifirði Vinnuslys varð við höfnina á Eskifirði á sjötta tímanum í dag. Maður sem vann við að hífa bíl féll þrjá metra af fletinu og bæði handleggs- og fótbrotnaði. Hann var fluttur með sjúkarflugi til Akureyrar skömmu eftir slysið og er líðan hans eftir atvikum. 16.11.2005 19:13
Vinna stöðvaðist hjá Fjarðaráli Rafmagn fór af framkvæmdasvæði Fjarðaráls á Reyðarfirði í um klukkutíma nú fyrir kvöldmat. Stöðvaðist vinna á svæðinu á meðan. Rafmagn fór einnig starfmannaþorpinu en þar búa í kringum sjö hundruð manns. Rafmagnsleysið má rekja til bilunar í dreifikerfi RARIK. 16.11.2005 18:57
Tafir á fréttum Stöðvar 2 Tafir urðu á útsendingu frétta Stöðvar 2 í kvöld vegna tæknilegra vandamála í tengslum við flutninga fréttastofunnar frá Lynghálsi 5 í Skaftahlíð 24. Það fórst fyrir að breyta tengingum í línumiðstöð í gömlu höfuðstöðvum Stöðvar 2 sem varð til þess að hljóð var ekki sent út með fréttunum fyrr en 18:53. 16.11.2005 18:54
Nær fjórðungur fyrrum ráðherrar Sex fyrrum ráðherrar hafa verið skipaðir sendiherrar frá árinu 1995. Meirihluti sendiherra á þessu tímabili kemur þó úr störfum innan utanríkisþjónustunnar, eða fimmtán af 27 sendiherrum. 16.11.2005 18:07
Samtök iðnaðarins vara við starfsmannaleigum Samtök iðnaðarins ráðleggja félagsmönnum sínum fremur að ráða fólk til sín en að notast starfsmannaleigur. Varhugavert sé að nýta sér þjónustu starfsmannaleiga vegna óljósrar stöðu skattamála hjá þeim. Samtök iðnaðarins segja það ekki skipta máli þótt starfsmannaleigur ábyrgist skattgreiðslur starfsmanna þar eð skattayfirvöld telji fyrirtæki bera fulla ábyrgð á skattskilum þeirra sem fyrir þau vinna. 16.11.2005 17:31
Úrvalsvísitalan aldrei mælst hærri Úrvalsvísitalan sló enn eitt metið þegar hún hækkaði um 3,83% í viðskiptum dagsins. Hún mælist nú 4986 stig og hefur aldrei verið hærri, samkvæmt Greiningardeild Íslandsbanka. Frá ármótum hefur hún hækkað um 48,40%. Þau félög sem hækkuðu mest í dag eru Kaupþing Banki, Atorka Group, Jarðboranir og Landsbankinn. Það félag sem lækkaði mest í viðskiptum dagsins er SÍF um -2,54%. 16.11.2005 17:05
Guðrún Helgadóttir hlaut verðlaunin ár Í dag, miðvikudaginn 16. nóvember var hátíðardagskrá í sal Listasafns Reykjanesbæjar í Duus-húsum í Reykjanesbæ. Þar vor afhent Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir árið 2005 og sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Í ár runnu verðlaunin til Guðrúnar Helgadóttur. 16.11.2005 17:00
Alþjóðleg herferð gegn ólöglegu niðurhali Alþjóðleg samtök flytjenda og framleiðenda tónlistra hófu viðamikla herferð gegn ólöglegu niðurhali tónlistar af netinu, í gær. Fjöldi slíkra mála er rekinn fyrir dómstólum víða um heim og slík mál eru til rannsóknar á Íslandi. 16.11.2005 16:53
Íslendingur dæmdur fyrir innflutning og sölu á hassi í Finnlandi Íslendingur var í dag dæmdur í Finnlandi í eins árs og tveggja mánaða fangelsi fyrir innflutning og sölu á hassi í Finnlandi. Maðurinn, sem er á fertugsaldri, var dæmdur fyrir rétti í borginni Jyväskylä í mið-Finnlandi fyrir að hafa tvisvar flutt hass til landsins frá Hollandi, samtals 5,8 kíló, og selt það í Finnlandi. 16.11.2005 13:00
Formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir endurskoðun samnings Formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir líkt og Samiðn samning Samtaka Atvinnulífs og ASÍ frá í gær. Hann segir skiptar skoðanir vera um samningin og að eðlilegra hefði verið að kynna tillögurnar aðildarfélögum áður en skrifað var undir. 16.11.2005 12:00
Börnum úr Arnarneshreppi hafnað um leiksskólapláss á Akureyri Skólanefnd Akureyrarbæjar hefur hafnað fjórum börnum úr nágrannahreppnum, Arnarneshreppi, um leikskólavist í bænum. Oddviti hreppsins segir bagalegt að nefndin skuli hafa hafnað börnunum um leikskólavist enda hafi hún fengið þau skilboð að ekkert væri því til fyrirstöðu að þau fengju inni á leikskólum bæjarins. 16.11.2005 11:37
Hagnaður hjá Kögun Hagnaður Kögunar eftir skatta nam 434 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins sem er aukning um 91% frá sama tímabili 2004. Kögun samanstendur af Verk- og kerfisfræðistofunni hf., Kögurnesi ehf., Ax hugbúnaðarhúsi hf., Huga hf., Landsteinum Streng hf., Skýrr hf., Teymi hf. og Opnum kerfum Group Holding ehf. 16.11.2005 10:19
Aflabrestur á kolmunna Kolmunnaveiðin er hrunin og búið að leggja nokkrum öflugustu fiskiskipum flotans við bryggjur þar sem þau hafa ekki önnur verkefni. Áfallið snertir afkomu margra sjómanna, útvegsmanna og og fiksimjölsverksmiðja. 16.11.2005 10:09
Dagur íslenskrar tungu í dag Dagur íslenskrar tungu er í dag, 16. nóvember, en það er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar þjóðskálds. Dagsins verður minnst með margvíslegu móti, bæði í skólum, stofnunum og fyrirtækjum. 16.11.2005 09:30
Sameinað framboð til Samfylkingar og Framsóknarflokks í Reykjanesbæ Upp úr hádegi í dag mun koma í ljós hvort verði af sameiginlegu framboði Samfylkingarmanna og Framsóknarmanna til bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. 16.11.2005 09:19
Andstaða við byggingu fiskimjölsverksmiðju á Neskaupsstað Talsverð andstaða er komin upp í bænum Leirvík á Hjaltlandi vegna áforma Síldarvinnslunnar í Neskaupstað um byggingu fiskimjölsverksmiðju í bænum, eftir því sem sjávarútvegsvefurinn skip.is greinir frá. 16.11.2005 09:15
Þekkingarnet á Austurlandi Háskólanemum á Austurlandi fjölgar um 100 % á næstu fimm árum nái áætlun starfshóps á vegum menntamálaráðuneytis fram að ganga. Starfshópurinn leggur til að stofnuð verði sjálfseignarstofnun, Þekkingarnet Austurlands, sem verði miðstöð háskólanáms, símenntunar og rannsókna í þágu atvinnulífs á svæðinu. Þekkingarnetið kæmi til með að byggja á Fræðsluneti Austurlands, auk þess að samþætta og efla það háskóla- og rannsóknarnám sem fyrir er á svæðinu. Þá yrði einnig mikil aukning í símenntun og 100 % fjölgun nema í meistara- og doktorsnámi. 16.11.2005 09:15
Bensínverð lækkar Olíufélögin lækkuðu verð á bensíni og gasolíu í gær og er það 16 lækkunin á sex vikum og rúmlega sjötugasta verðbreytingin á árinu. Algengt verð á bensínlítra á sjálfsafgreiðslustöðvum er nú komið niður í u.þ.b 105 krónur. 16.11.2005 09:00
Íslensku farmennirnir verða eftir Slagorð Avion Group um íslenska sókn um allan heim á ekki við um íslenska farmenn í dag, segir starfsmaður farmanna- og varðskipasviðs Félags skipstjórnarmanna og finnst auglýsingar félagsins ekki lýsa raunveruleikanum sem blasir við íslenskum farmönnum. 16.11.2005 09:00
Úrvalsvísitalan heldur áfram að hækka Úrvalsvísitalan hélt áfram að hækka í gær og fór yfir 4,800 stig, sem er enn eitt metið. Hækkun varð á flestum fyrirtækjum, en þau sem lækkuðu, lækkuðu mjög lítið. 16.11.2005 08:15