Innlent

Nýr Íslandsatlas

Íslandsatlas, viðamesta kortabók yfir Ísland sem gefin hefur verið út, sýnir landið eins og enginn hefur séð það áður. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, tóku við fyrstu eintökunum að Bessastöðum í dag. Landið, allt frá hæstu tindum til annesja og eyja, er sýnt á kortum í mælikvarðanum einn á móti hundrað þúsund. Með starfrænni kortatækni eru svipbrigði landsins sýnd með ótrúlegri nákvæmni svo unnt er að skynja hæð fjalla, dýpt dala og víðaáttur öræfanna líkt og flogið væri yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×