Innlent

Réttur samkynhneigðra jafnaður

Þjóðkirkjan verður ekki þvinguð til að gefa saman samkynhneigð pör, en hins vegar verður réttur þeirra að öðru leyti jafnaður á við rétt gagnkynhneigðra, segir forsætisráðherra.

 

Seinni partinn í sumar ákvað ríkisstjórnin að rétta skyldi stöðu samkynhneigðra - og á fundi hennar í gær var frumvarp þessa efnis samþykkt. Nú geta til að mynda, öll pör -skráð sig í óvígða sambúð, -hver sem kynhneigð þeirra er. Eftirleiðis eiga því hommar og lesbíur að njóta í hvívetna, sömu réttinda og gagnkynhneigðir, - ekki síst varðandi almannatryggingar, erfðir, skatta og lífeyrisréttindi.

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði það verða heimilt samkvæmt frumvarpinu, fyrir samkynhneigðt par að ættleiða börn og þar af leiðandi veður sá réttur jafnaður og Halldór sagði einnig mikilvægt að kona sem væri í staðfestri samvist með annarri konu hefði nú rétt til að gangast undir tæknifrjóvgun með gjafasæði líkt og á við um gagnkynhneigð pör.

 

Halldór sagði einnig a' Það eina sem útaf stendur er kirkjuleg vígslu samkynhneigðara para, - enda mál þjóðkirkjunnar. Hann sagði málin vera í skoðun á þeim vettvangi. Hann sagði kirkjuna vera sjálfstæða stofnun. Halldór sagði það vera til athugunar á þeim vettvangi en benti jafnframt á að álit nefndar sem skilaði af sér hvefði hvatt kirkjuna til að taka afstöðu í því máli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×