Innlent

Þrír árekstrar í grækvöldi

Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir þrjá harða árekstra í gærkvöldi. Þar af slasaðist einn lífshættulega í árekstri tveggja bíla á Kársnesbraut í Kópavogi á móts við Norðurver. Annar slasaðist minna í sama bílslysi. Ökumaður vélhjóls fótbrotnaði og hlaut fleiri áverka þegar hann lenti í árekstri við bíl innanbæjar á Selfossi og tvennt slasaðist í hörðum árekstri þriggja bíla á gatnamótum Þórunnar- og Þingvallastrætis á Akureyri. Talið er að bilun í umferðarljósum hafi átt þar hlut að máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×