Ósáttir við að fá ekki eingreiðsluna 17. nóvember 2005 07:00 Ánægja og óánægja Forystumenn iðnaðarmanna hafa lýst yfir óánægju sinni með framlag atvinnurekenda eftir samkomulagið innan Forsendunefndarinnar en eru ánægðir með framlag ríkisins. Hér sjást þeir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að iðnaðarmönnum finnist óréttlæti felast í samkomulaginu sem verkalýðshreyfingin náði við stjórnvöld og atvinnurekendur innan Forsendunefndarinnar. Samkomulagið byggist á því að leiðrétta laun það sem af er samningstímanum og út næsta ár og er þessu meðal annars safnað saman í eingreiðslu upp á 26 þúsund krónur. Guðmundur bendir á að útborgunin í desember ráðist af því hversu lengi starfsmaðurinn hefur unnið á viðkomandi vinnustað. "Þetta gerum við athugasemdir við. Margir iðnaðarmenn hafa skipt um vinnustað á þessu ári og margir þeirra fá bara hluta af eingreiðslunni. Við teljum að allt að þrjátíu prósent iðnaðarmanna fái lítið sem ekkert út úr þessu, sérstaklega í byggingageiranum því að margir þeirra hafa flutt sig á milli vinnustaða á árinu. Að öðru leyti erum við sáttir við þetta samkomulag," segir Guðmundur. Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélagsins á Húsavík, segist vera ánægður með aðkomu stjórnvalda að málinu, bæði atvinnuleysisbætur og örorkubyrðina, aukið framlag til starfsmenntunar og tímabær lög um starfsmannaleigur. Aðalsteinn segist hins vegar vera "bullandi óánægður" með launahækkun upp á 0,65 prósent í ársbyrjun 2007 og telur framlag atvinnurekenda "til háborinnar skammar". "Þegar við sömdum um kostnaðarauka sömdum við um 15,7 prósent en aðrir fóru upp í allt að þrjátíu prósent. 20 til 22 prósent hefði verið sanngjarnt fyrir okkur," segir hann. "Ég held að þetta samkomulag sé eitthvað sem allir hljóta að vera glaðir yfir því að það tryggir áframhaldandi frið á vinnumarkaði. Menn geta mótmælt því en það hefur enga efnislega þýðingu. Þetta þýðir aukinn kostnað fyrir fyrirtækin en ég geri ekki ráð fyrir að það breyti miklu. Ef þetta samkomulag hefur einhver áhrif á verðbólguna þá er það til lækkunar. Ég held að það sé ein af þeim forsendum sem þarf til að hér ríki viðunandi stöðugleiki á næstu tveimur árum," segir Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur í Greiningardeild Landsbankans. Forystumenn félaga innan Starfsgreinasambandsins hittust á miðstjórnarfundi í gær og hittast aftur í dag. Búast má við að niðurstaða Forsendunefndarinnar komi til umræðu á þeim fundum. Innlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að iðnaðarmönnum finnist óréttlæti felast í samkomulaginu sem verkalýðshreyfingin náði við stjórnvöld og atvinnurekendur innan Forsendunefndarinnar. Samkomulagið byggist á því að leiðrétta laun það sem af er samningstímanum og út næsta ár og er þessu meðal annars safnað saman í eingreiðslu upp á 26 þúsund krónur. Guðmundur bendir á að útborgunin í desember ráðist af því hversu lengi starfsmaðurinn hefur unnið á viðkomandi vinnustað. "Þetta gerum við athugasemdir við. Margir iðnaðarmenn hafa skipt um vinnustað á þessu ári og margir þeirra fá bara hluta af eingreiðslunni. Við teljum að allt að þrjátíu prósent iðnaðarmanna fái lítið sem ekkert út úr þessu, sérstaklega í byggingageiranum því að margir þeirra hafa flutt sig á milli vinnustaða á árinu. Að öðru leyti erum við sáttir við þetta samkomulag," segir Guðmundur. Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélagsins á Húsavík, segist vera ánægður með aðkomu stjórnvalda að málinu, bæði atvinnuleysisbætur og örorkubyrðina, aukið framlag til starfsmenntunar og tímabær lög um starfsmannaleigur. Aðalsteinn segist hins vegar vera "bullandi óánægður" með launahækkun upp á 0,65 prósent í ársbyrjun 2007 og telur framlag atvinnurekenda "til háborinnar skammar". "Þegar við sömdum um kostnaðarauka sömdum við um 15,7 prósent en aðrir fóru upp í allt að þrjátíu prósent. 20 til 22 prósent hefði verið sanngjarnt fyrir okkur," segir hann. "Ég held að þetta samkomulag sé eitthvað sem allir hljóta að vera glaðir yfir því að það tryggir áframhaldandi frið á vinnumarkaði. Menn geta mótmælt því en það hefur enga efnislega þýðingu. Þetta þýðir aukinn kostnað fyrir fyrirtækin en ég geri ekki ráð fyrir að það breyti miklu. Ef þetta samkomulag hefur einhver áhrif á verðbólguna þá er það til lækkunar. Ég held að það sé ein af þeim forsendum sem þarf til að hér ríki viðunandi stöðugleiki á næstu tveimur árum," segir Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur í Greiningardeild Landsbankans. Forystumenn félaga innan Starfsgreinasambandsins hittust á miðstjórnarfundi í gær og hittast aftur í dag. Búast má við að niðurstaða Forsendunefndarinnar komi til umræðu á þeim fundum.
Innlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira