Innlent

Skelfdir farþegar flýja eld um helgina

Á æfingu í haust. Myndin er tek­in á sam­eigin­leg­ri æf­ingu Slökk­vi­liðs höfuð­borgarsvæðisins og Land­helgis­gæslunnar.
Á æfingu í haust. Myndin er tek­in á sam­eigin­leg­ri æf­ingu Slökk­vi­liðs höfuð­borgarsvæðisins og Land­helgis­gæslunnar.

Haldin verður æfing við viðbrögðum við alvar­legu slysi um borð í ferju á Seyðis­firði næstkomandi laugardag. Líkt verður eftir því að ferjan Sky Princess sé lögst að bryggju og afferming að hefjast þegar spreng­ing verður í gaseldavél í húsbíl á bíla­þilfari. Látið verður sem eld­ur blossi upp og breiðist hratt út.

"Farþegar fyllast skelfingu og reyna að ryðjast frá borði, marg­ir troðast undir auk þess sem all­margir sem á bílaþilfarinu voru eru slasaðir og í mikilli hættu vegna elds og reyks," segir í til­kynn­ingu Ríkislögreglustjóra.

Að æfingunni standa almanna­varna­nefnd Seyðisfjarðar og við­bragðs­aðilar á Austurlandi, slökkvilið, lög­regla, björg­­un­ar­sveit­ir, Heil­brigðis­stofn­un Aust­ur­lands, hafnar­­yfir­­völd og Rauða­­kross­deild­ir. Þá sjá um hana Land­­helgis­gæslan og almanna­varna­deild Ríkis­lög­reglu­stjóra og að undirbúningi kemur samráðsnefnd.

"Undanfarin misseri hefur verið unnið að gerð viðbragðs­áætlunar vegna atburða af þessu tagi á Seyðisfirði eða á hafinu þar nálægt. Ætlunin er að láta reyna á virkni áætlunarinnar með þessari æfingu," segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×