Innlent

Láta byggja fjögur ný skip

Brim, Útgerðarfélagið Tjaldur og KG-fiskverkun, sem öll eru í eigu Guðmundar Kristjánssonar útgerðarmanns, ætla að láta smíða fyrir sig fjögur ný línuveiðiskip. Búist er við að fyrstu skipin fari til veiða á fyrri hluta árs 2007.

Með tilkomu skipana dregur úr áherslu á togveiðar hjá fyrirtækjunum en þeim mun meiri áhersla verður lögð á línuveiðar. Nú gera félögin út fimm togskip og tvö línuveiðiskip.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×