Innlent

Tveir í eigið húsnæði

Á síðustu þremur árum hafa tveir heimilislausir sem sóttu á náðir Samhjálpar náð slíkum tökum á lífi sínu eftir búsetu þar að þeir eru nú komnir í eigið húsnæði. Eins hefur einn núverandi íbúi hafið skólagöngu á ný.

Samhjálp rekur í samvinnu við Velferðarsvið Reykjavíkur heimili fyrir heimilislausa að Miklubraut 20 og búa þar átta einstaklingar. Neysla áfengis og fíkniefna er ekki leyfð í húsinu en það er ekki skilyrði fyrir búsetu að íbúarnir séu ekki í neyslu.

Þórir Haraldsson, umsjónarmaður heimilisins, segir að þörf sé á öðru slíku húsnæði því mikil eftirspurn sé eftir plássi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×