Innlent

Bandaríska flugvélin ófarin

Mynd/E.Ól

Bandaríska flugvélin, sem lenti á Reykjavíkruflugvelli í gær og grunur leikur á að sé ein af svonefndum draugavélum, sem bandaríska leyniþjónustan CIA notar til ólöglegra fangaflutninga, var þar enn um klukkan sjö í morgun. Þýska blaðið Die Tagezeitung greindi frá því fyrr í vikunni, að sögn Fréttablaðsins, að Ísland sé aðal millilendingastaður meintra fangaflutningavéla CIA. Lending vélarinnar á Reykjavíkurflugvelli í gær rennir stoðum undir það, því engar nýlegar fréttir hafa borist af lendingum þessara véla á hinum Norðurlödnunum, eftir að umræðan um þær komst í hámæli fyrir hálfum mánuði. Sænsk stjórnvöld hafa falið flugmálaayfirvöldum þar í landi að rannsaka millilendingar tveggja meintra fangaflutningavéla CIA á flugvöllunum við Malmö og á Arlanda fyrr í haust og spænsk stjórnvöld ætla að gera slíkt hið sama vegna lendinga CIA véla þar í landi. Fram kom í máli Geirs Haarde utanríkisráðherra á Alþingi í gær að íslensk stjórnvöld hefðu ekki fengið fullnægjandi svör frá Bandaríkjastjórn við því hvort slíkar vélar færu hér um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×