Fleiri fréttir

Kosningar á Grænlandi í dag

Heimastjórnarkosningar eru á Grænlandi í dag. Ágreiningur er milli sósíal-demókratíska flokksins Siumut og samstarfsflokks hans í stjórn, Inuit Ataqatigiit, sem gæti kostað Siumut völdin í landinu.

Ríkisstjórnin tilbúin að greiða fyrir samningum

Ríkisstjórnin lýsir sig reiðubúna til samstarfs við Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins um leiðir sem, auk aðgerða á vettvangi lífeyrissjóðanna sjálfra, draga úr vaxandi örorkubyrði lífeyrissjóða og jafna stöðuna milli einstakra sjóða. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá henni.

Lést í vinnuslysi við álverið í Straumsvík

Maðurinn sem lést í vinnuslys á athafnasvæði álversins í Straumsvík í gær hét Róbert Þór Ragnarsson, fæddur 15. apríl 1966, til heimilis að Hveralind 6, Kópavogi. Hann lætur eftir sig sambýliskonu. Róbert var starfsmaður fyrirtækisins Stálafl Orkuiðnaður í Garðabæ. Rannsókn málsins stendur yfir.

Sjálfstæðismenn ósáttir við fjárhagsáætlun

Sjálfstæðismenn eru ákaflega óánægðir með fjárhagsáætlun R-listans sem lögð var fyrir í dag og segja þar seilst djúpt í vasa launafólks með skattahækkunum og að áætlunin beri einkenni glundroða.

Slysum erlendra ferðamanna fer fjölgandi

Erlendum ferðamönnum fjölgaði um rúmlega helming á árunum 1993-2003. Slysatíðni erlendra ferðamanna eykst í samræmi við það og hefur tvöfaldast á undanförnu fimm ára tímabili.

Lentu á Spáni

Samskipti Spánar og Bandaríkjanna munu skaðast ef í ljóst kemur að leyniþjónustan CIA hafi millilent á laun á Spáni með meinta hryðjuverkamenn. Þetta segir innanríkisráðherra Spánar sem hefur farið fram á rannsókn um málið.

Ágóði rokktónleika rennur til UNICEF

Alls söfnuðust hundrað þúsund krónur til styrktar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Rokkveislu sem nemendafélag Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu stóð fyrir um helgina.

Hlýindatímabili lokið í bili

Hlýindatímabilið er búið í bili og hitatölur eru aftur farnar að nálgast meðallag. Hiti var yfir meðallagi á Íslandi 31 mánuð í röð og árið 2003 var eitt hlýjasta ár sem mælst hefur hér á landi síðan um 1940.

Nær til 65% heimila á Írlandi

Industria ehf. hefur samið við Magnet Networks á Írlandi um uppbyggingu stafræns dreifikerfis fyrir sjónvarp, síma og netsamskipti, byggðu á svokallaðri ADSL 2+ tækni. Samningurinn felur í sér tengingu við allt að sextíu og fimm prósent heimila á Írlandi og verður netið hið fyrsta sinnar tegundar þar í landi.

Þjófar gómaðir með matvæli og mikið af lausamunum

Lögreglan í Reykjavík handtók þrjá þjófa í nótt þegar þeir voru að forða sér á bíl af innbrotsstað í Grafarholti, eftir að húsráðandi hafði komið að þeim. Þá voru þeir búnir að pakka niður nánast öllum lausamunum úr íbúðinni, meira að segja matvælum, í töskur, poka og fleiri ílát, og voru búnir að bera eitthvað út í bíl. Húsráðandinn náði númerinu á flóttabílnum, sem leiddi til handtökunnar.

Úrvalsvísitalan aldrei mælst hærri

Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni varð hærri í gær en nokkru sinni fyrr og var 4,753 stig við lokun markaðarins. Hún hefur hækkað um rösklega 41 prósent frá áramótum. Haldist þessi hækkun verður þetta fjórða árið í röð sem úrvalsvísitalan hækkar um yfir 40 prósent, en úrvalsvísitalan endurspeglar gengi 15 stærstu hlutafélaganna í kauphöllinni.

Hálfur sólarhringur til stefnu

Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið bíða þess nú að fá fregnir af því hvað hafi verið ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun til að liðka fyrir vinnufriði í landinu. Nú er aðeins hálfur sólarhringur þar til verkalýðsfélög geta farið að segja upp samningum, náist samkomulag ekki í dag.

Þeir sem hafa slæma samvisku munu skjálfa

Ef einhverjir hafa slæma samvisku þá munu þeir skjálfa segir Jón Ólafsson athafnamaður, aðspurður hvort bók um hann, sem kynnt var á blaðamannafundi í morgun, muni valda pólitískum skjálfta.

Stefna á að halda áfram loðdýraræktun

Blóðsjúkdómur í minkum hefur greinst á bæ í Skagafirði og skera þarf niður rúmlega þúsund dýr á bænum. Sjúkdómurinn greindist síðast árið 1996. Grunur leikur á smiti á öðrum bæ í Skagafirði.

Knapi kjálkabrotnaði og brákaðist á hrygg

Hestamaður kjálkabrotnaði og brákaðist á hrygg þegar hann féll af hestbaki að Hólum í Hjaltadal í gær. Hann var fluttur á Landspítalann í Reykjavík þar sem hann gekkst undir aðgerð og reyndust meiðsl á hrygg ekki eins alvarleg og óttast var.

Fékk í sig 11 þúsund volta straum

Starfsmaður Rarik slasaðist alvarlega við vinnu sína uppi í háspennustaur í Blöndudal í gær þegar hann fékk í sig ellefu þúsund volta straum. Maðurinn skaðbrenndist á fæti þegar strauminn leiddi þar út en þrátt fyrir það tókst honum að komast hjálparlaust niður úr staurnum.

Lenti undir bíl í Hveragerði

Heldur fór illa fyrir konu í Hveragerði í gær þegar hún steig út úr bíl sínum. Svo virðist sem hún hafi gleymt að setja bílinn í gír eða handbremsu og því fór bíllinn að renna. Konan reyndi þá að stöðva hann en það vildi ekki betur til en svo að hún lenti undir bílnum og rann hann að hluta til yfir hana.

Bjartsýnir á að ná samkomulagi

Forystumenn Samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar eru bjartsýnir á að ná samkomulagi í svonefndri forsendunefnd, eftir fundarhöld gærdagsins, sem stóðu fram á kvöld.

Krefjast dómsúrskurðar

Verjendur ákærðra í Baugsmálinu hafa krafist dómskúrskurðar þess efnis að sakborningar fái þegar í stað aðgang hjá Ríkislögreglustjóra að tölvugögnum sem fengin eru frá Jóni Gerald Sullenberger. Gögnin varða samskipti sakborninga og sakborninga og vitna.

Sullenberger játar en er ekki ákærður

Verjendur í Baugsmálinu vilja að Ríkislögreglustjóri svari því hvers vegna Jón Gerald Sullenberger hafi ekki verið ákærður fyrir brot sem hann hafi gengist við. Embættið taldi sama brot duga til ákæru gegn þremur sakborninganna.

Umræður um varnarsamninginn á Alþingi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðunnar um varnar- og öryggismál á Alþingi í gær. Hún kallaði eftir skýringum á ummælum Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra, á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins fyrir helgi. Þar sagði Halldór að Íslendingar myndu aldrei neyða Bandaríkjamenn og herinn til að vera hér ef þeir vildu það ekki.

Fengu tröllvaxna síld

Stærsta síld sem veiðst hefur við Íslandsstrendur í hálfa öld fannst í veiðarfærum Hákonar EA 148 á dögunum þegar skipið var að veiðum í Breiðamerkurdýpi. Eftir á að rannsaka síldina en Hreiðar Valtýsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni, telur að um síld af norsk-íslenskum stofni sé að ræða.

Brot gegn mannréttindum og forræðishyggja hins opinbera

Mannréttindi eru brotin og forræðishyggja ríkir hjá hinu opinbera hvað varðar málefni transgender-fólks. Að minnsta kosti tíu Íslendingar hafa sótt um að fá að fara í aðgerð til leiðréttingar á kyni hér á landi en aðeins tveir hafa fengið að fara í og ljúka slíku meðferðarferli hér á landi.

Brotist inn í íbúð í austurborginni

Brotist var inn í íbúð í austurborginni í um sexleytið í kvöld. Innbrotsþjófurinn eða -þjófarnir spenntu upp glugga og höfðu á brott með sér tölvu og heimilissíma. Ekki er vitað hver þar að verki en lögregla leitar þjófanna.

Segir eftirlitsnefnd FF ekki taka of vægt á afbrotum

Eftirlitsnefnd Félags fasteignasala hefur áminnt tvo fasteignasala á því rúma ári sem hún hefur starfað, en enginn hefur verið sviptur löggildingu. Formaðurinn telur nefndina alls ekki taka of vægt á þeim sem brjóta af sér og segir rangt að fimmtíu mál bíði afgreiðslu.

Hyggjast lækka fasteignaskatta og holræsagjöld

Fasteignaskattur og holræsagjöld í Reykjavík verða lækkuð samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Hreinar skuldir borgarsjóðs eiga samt að lækka um fimmtung og rekstrarafgangur að verða 1,4 milljarðar króna.

Er herinn að fara?

Hvaða skilaboð fólust í orðum forsætisráðherra um varnarsamstarfið fyrir helgi? Er verið að búa þjóðina undir að samningar um varnir landsins takist ekki? Formaður Samfylkingarinnar vildi fá svör við þessum spurningum á Alþingi í dag.

Innflytjendaráð sett á laggirnar

Innflytjendaráð sem tryggja á að innflytjendur aðlagist íslensku samfélagi sem best verður sett á laggirnar í vikunni.

Allt kapp lagt á að bjarga kjarasamningum

Allt kapp er nú lagt á að bjarga kjarasamningum á vinnumarkaði áður en ögurstund rennur upp á morgun. Fulltrúar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins stefna á kvöldfund og ríkisstjórnin er tilbúin að funda með aðilum.

Svartur flekkur á himnum

Daglega laust fyrir klukkan fimm má sjá stóran, svartan flekk á himninum við Fossvog, en þar eru starrar á ferð á leiðinni í náttstað.

Fundu eiturílát í Bodensee

Þýska lögreglan rannsakar nokkur ílát með hættulegu skordýraeitri sem fundust í Bodensee nýlega. Bodensee er vatnsból nærri fimm milljóna íbúa í Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Bóndi nokkur er grunaður um að hafa sett eiturílátin í vatnið en hótanir höfðu borist yfirvöldum áður en þau fundust. Bóndanum ku hafa fundist hann beittur einhvers konar órétti.

Banaslys í álverinu í Straumsvík

Banaslys varð í álverinu í Straumsvík í dag þegar tæplega fertugur karlmaður féll átján metra ofan af þaki kerskála. Talið er að hann hafi látist samstundis. Maðurinn starfaði hjá vertakafyrirtæki sem sá um viðgerðir á þakklæðingu á kerskálanum.

Landsbankinn kaupir evrópskt verðbréfafyrirtæki

Landsbankinn hefur fengið leyfi til að kaupa evrópska verðbréfafyrirtækið Kepler Equities, en það hét áður Julius Bår Brokerage. Landsbankinn gerði tilboð í fyrirtækið í semptember og voru kaupin háð skilyrðum um samþykki eftirlitsaðila í Frakklandi, Sviss og á Íslandi.

Bílgreinasambandið 35 ára

Bílgreinasambandið var með dagskrá í dag vegna þrjátíu og fimm ára afmælis félagsins. Dagskráin fór fram á Hótel Nordica. Þar voru kynntar helstu nýjungar á vef félagsins www.bgs.is jafnframt því sem opnaður var sérstakur bílavefur Morgunblaðsins og bílaumboðanna.

Skuldir borgarsjóðs lækka sem og þjónustugjöld

Hreinar skuldir borgarsjóðs Reykjavíkur munu lækka um 1,1 milljarð króna og heildarskuldir borgarsjóðs um 8,2 milljarða á næsta ári, samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2006 sem Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri mælir fyrir á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur á morgun.

Vinnuslys við álverið í Straumsvík

Alvarlegt vinnuslys varð upp úr hálf þrjú í dag í Álverinu í Straumsvík. Verktaki sem vann að viðgerðum á þakklæðningu álvesins, féll ofan af þaki verksmiðjunnar. Maðurinn var fluttur samstundis á slysadeild. Lögregla og Vinnueftirlitið rannsaka nú tildrög slyssins.

Atvinnuleysi ekki verið minna síðan 2001

Í októbermánuði síðastliðnum voru skráðir fjörutíu og sex þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu. Það jafngildir því að ríflega tvö þúsund manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Atvinnuleysi hefur ekki verið minna í einstökum mánuði síðan í október 2001.

Afskipti ríkisins orsakavaldurinn

Stjórn Vefmiðlunar ehf., sem rekur nokkur af stærri vefsvæðum landsins, segir afskipti ríkisins af fjármögnun og rekstri Farice-sæstrengsins hafa haft ráðandi áhrif á þann vandræðagangs fyrirtækisins sem orðið hefur í Skotlandi undanfarið.

Tvö útköll hjá Landsbjörgu um helgina

Tvö útköll voru hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu um helgina. Á föstudagsmorgun var björgunarskipið Húnabjörg kallað út frá Skagaströnd vegna togbáts sem staddur var norðaustan undir Óðinsboða við Reykjafjörð.

Efast um óhlutdrægni ráðherra vegna skrifa hans

Aðalverjandi í Baugsmálinu segir að sakborningar hafi ástæðu til að efast um óhlutdrægni dómsmálaráðherra í málinu í ljósi skrifa hans um Baug og þá sem verið hafa í forsvari fyrir félagið á undanförnum árum. Verjendur krefjast þess að Héraðsdómur úrskurði að þeir fái aðgang að tölvugögnum málsins.

Sjónvarpsstöðin sögð áhugalaus um reikninga sína

Sjónvarpsstöð í Svíþjóð, sem Sigurjón Sighvatsson fjármagnar, er sögð áhugalaus um að borga reikningana sína. Stöðinni, sem nefnist Big TV og á að höfða til unglinga, verður hleypt af stokkunum í desember.

Sjá næstu 50 fréttir