Hyggjast lækka fasteignaskatta og holræsagjöld 14. nóvember 2005 21:00 Fasteignaskattur og holræsagjöld í Reykjavík verða lækkuð samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Hreinar skuldir borgarsjóðs eiga samt að lækka um fimmtung og rekstrarafgangur að verða 1,4 milljarðar króna. Samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun sem borgarstjóri mælir fyrir á morgun, verður holræsagjald lækkað vegna hagræðingar af sameiningu Fráveitunnar og Orkuveitu Reykjavíkur og fasteignaskattur mun lækka, svo tekjur af honum standi í stað þrátt fyrir mun hærra fasteignamat. Hreinar skuldir borgarsjóðs lækka samt um1,1 milljarð króna. En hvernig er hægt að lækka gjöld og þar með tekjur og skuldir samtímis? Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir að það sé einfaldlega styrk stjórn fjármála í borginni sem geri þetta kleift. Gert sér ráð fyrir að lækka holræsagjald á næsta ári og halda fasteignasköttum óbreyttum og þá séu gjöld tiltölulega lág. Á móti komi að tekjur séu innheimtar í gegnum hámarksútsvarsprósentu og það hafi einfaldlega verið pólitík meirihlutans að halda gjöldum í lágmarki en taka tekjur inn í gegnum sameiginlega sjóði. Ef fyrirtæki borgarinnar eru tekin með í reikninginn þá aukast hreinar skuldir um rúma tíu milljarða króna og verða þær samtals 73,5 milljarðar í lok næsta árs. Á móti koma þó eignir upp á rúma 230 milljarða. Steinunn segir ekki gert ráð fyrir sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun þar sem æði langvinnar samningaviðræður standi enn yfir og ekki útséð með niðurstöðu þeirra. Í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir að leikskólinn verði gjaldfrjáls á sama tíma og það vantar tugi leikskólakennara og ekki er hægt að halda úti fullri þjónustu á leikskólum borgarinnar. Því er kannski ekki nema von að spurt sé hvernig þetta tvennt geti farið saman. Steinunn segir að þetta sé viðfangsefni sem þurfi að skoða í samhengi og borgaryfirböld séu á ákveðinni braut í launamálum. Það sé hins vegar prinsippmál að verða með gjaldfrjálsa leikskóla og hún telji að það eigi að vera mannréttindi allra barna að fá að ganga í gjaldfrjálsan leikskóla. Aðspurð hvort þjónustan þurfi ekki að vera til staðar áður en hægt sé að veita hana ókeypis segir Steinunn að þjónusta Leikskóla Reykjavíkur sé mjög góð og það sé almenn ánægja með hana en í augnablikinu sé það mikil þensla í efnahagslífinu að það sé skortur á vinnuafli, ekki bara hjá borginni heldur öðrum sveitarfélögum, ríkinu og á hinum almenna markaði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Fasteignaskattur og holræsagjöld í Reykjavík verða lækkuð samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Hreinar skuldir borgarsjóðs eiga samt að lækka um fimmtung og rekstrarafgangur að verða 1,4 milljarðar króna. Samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun sem borgarstjóri mælir fyrir á morgun, verður holræsagjald lækkað vegna hagræðingar af sameiningu Fráveitunnar og Orkuveitu Reykjavíkur og fasteignaskattur mun lækka, svo tekjur af honum standi í stað þrátt fyrir mun hærra fasteignamat. Hreinar skuldir borgarsjóðs lækka samt um1,1 milljarð króna. En hvernig er hægt að lækka gjöld og þar með tekjur og skuldir samtímis? Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir að það sé einfaldlega styrk stjórn fjármála í borginni sem geri þetta kleift. Gert sér ráð fyrir að lækka holræsagjald á næsta ári og halda fasteignasköttum óbreyttum og þá séu gjöld tiltölulega lág. Á móti komi að tekjur séu innheimtar í gegnum hámarksútsvarsprósentu og það hafi einfaldlega verið pólitík meirihlutans að halda gjöldum í lágmarki en taka tekjur inn í gegnum sameiginlega sjóði. Ef fyrirtæki borgarinnar eru tekin með í reikninginn þá aukast hreinar skuldir um rúma tíu milljarða króna og verða þær samtals 73,5 milljarðar í lok næsta árs. Á móti koma þó eignir upp á rúma 230 milljarða. Steinunn segir ekki gert ráð fyrir sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun þar sem æði langvinnar samningaviðræður standi enn yfir og ekki útséð með niðurstöðu þeirra. Í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir að leikskólinn verði gjaldfrjáls á sama tíma og það vantar tugi leikskólakennara og ekki er hægt að halda úti fullri þjónustu á leikskólum borgarinnar. Því er kannski ekki nema von að spurt sé hvernig þetta tvennt geti farið saman. Steinunn segir að þetta sé viðfangsefni sem þurfi að skoða í samhengi og borgaryfirböld séu á ákveðinni braut í launamálum. Það sé hins vegar prinsippmál að verða með gjaldfrjálsa leikskóla og hún telji að það eigi að vera mannréttindi allra barna að fá að ganga í gjaldfrjálsan leikskóla. Aðspurð hvort þjónustan þurfi ekki að vera til staðar áður en hægt sé að veita hana ókeypis segir Steinunn að þjónusta Leikskóla Reykjavíkur sé mjög góð og það sé almenn ánægja með hana en í augnablikinu sé það mikil þensla í efnahagslífinu að það sé skortur á vinnuafli, ekki bara hjá borginni heldur öðrum sveitarfélögum, ríkinu og á hinum almenna markaði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira