Er herinn að fara? 14. nóvember 2005 20:16 Hvaða skilaboð fólust í orðum forsætisráðherra um varnarsamstarfið fyrir helgi? Er verið að búa þjóðina undir að samningar um varnir landsins takist ekki? Formaður Samfylkingarinnar vildi fá svör við þessum spurningum á Alþingi í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér hljóðs til að ræða varnarmálin á Alþingi í dag og voru það orð forsætisráðherra á fundi Framsóknarflokksins fyrir helgi sem voru henni hugleikin. Ingibjörg vitnaði í orð forsætisráðherra um að Bandaríkjaher mætti fara ef hann vildi. Ingibjörg sagði málið snúast um það hvort að Íslendingar teldu þörf fyrir að herinn væri hér á landi en ekki um það hvort Bandaríkjamenn vildu vera hér á landi. Hún spurði hvort að með þessu væri verið að búa þjóðina undir að samningar vegna veru varnarliðsins myndu ekki ganga upp eða voru skilaboðin þau að niðurstaða þessara samninga muni verða á skjön við samningsmarkmið ríkisstjórnarinnar vegna þess að samningsmarkmið ríkisstjórnarinnar var að hér ættu að vera fjórar orrustuþotur á landinu, það væri lágmarks viðbúnaðurinn. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra sagði að það væri skoðun ríkisstjórnarinnar að hér þurfi að vera sýnilegar varnir og það hefði hann ítreka á umræddum fundi. Hann sagði að hann hefði jafnframt verið að lýsa yfir óánægju með það hversu hægt þetta gengi og hann teldi að þeir aðilar í Bandaríkjunum sem að telja ekki nauðsynlegt að hafa þær varnir sem hér eru núna, hafi verið all áhrifamiklir í þessu máli. Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, sagði að menn gerðu sér áfram vonir um það að það verði hægt að koma þessum málum í farveg sem er viðunandi fyrir báða aðila. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði að í fyrsta lagi hefði nú hæstvirtur ráðherra væntanlega ekki þurft að taka þetta fram nema vegna þess að einmitt þetta sem að hann er að reyna að þvo af sér og ríkisstjórn sinni, hafa menn verið að reyna. Það er að segja að reyna að fá herinn til að vera hér þó hann vilji ekki vera hér. Annars hefði maðurinn ekki þurft að taka þetta fram. Liggur það ekki í augum uppi? Og hið síðara bendir auðvitað til mikillar gremju, ef ekki uppgjafar, af hálfu ríkisstjórnarinnar og það er athyglisvert ef svo er komið að hæstvirtur forsætisráðherra metur stöðuna meira og minna tapaða. Það er forneskja. Það er úrelt og það er fáránlegt að reyna að ríghalda hér í fullkomlega óþörf og ástæðulaus hernaðarumsvif upp á Íslandi sagði Steingrímur. Talsmenn bandarískra stjórnvalda höfðu ekkert um orð forsætisráðherra að segja í dag en ítrekuðu einfaldlega það sem þeir hafa ávallt sagt: Bandaríkjastjórn ætlast til þess að Íslendingar greiði eitthvað fyrir varnir landsins rétt eins og aðrir. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Hvaða skilaboð fólust í orðum forsætisráðherra um varnarsamstarfið fyrir helgi? Er verið að búa þjóðina undir að samningar um varnir landsins takist ekki? Formaður Samfylkingarinnar vildi fá svör við þessum spurningum á Alþingi í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér hljóðs til að ræða varnarmálin á Alþingi í dag og voru það orð forsætisráðherra á fundi Framsóknarflokksins fyrir helgi sem voru henni hugleikin. Ingibjörg vitnaði í orð forsætisráðherra um að Bandaríkjaher mætti fara ef hann vildi. Ingibjörg sagði málið snúast um það hvort að Íslendingar teldu þörf fyrir að herinn væri hér á landi en ekki um það hvort Bandaríkjamenn vildu vera hér á landi. Hún spurði hvort að með þessu væri verið að búa þjóðina undir að samningar vegna veru varnarliðsins myndu ekki ganga upp eða voru skilaboðin þau að niðurstaða þessara samninga muni verða á skjön við samningsmarkmið ríkisstjórnarinnar vegna þess að samningsmarkmið ríkisstjórnarinnar var að hér ættu að vera fjórar orrustuþotur á landinu, það væri lágmarks viðbúnaðurinn. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra sagði að það væri skoðun ríkisstjórnarinnar að hér þurfi að vera sýnilegar varnir og það hefði hann ítreka á umræddum fundi. Hann sagði að hann hefði jafnframt verið að lýsa yfir óánægju með það hversu hægt þetta gengi og hann teldi að þeir aðilar í Bandaríkjunum sem að telja ekki nauðsynlegt að hafa þær varnir sem hér eru núna, hafi verið all áhrifamiklir í þessu máli. Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, sagði að menn gerðu sér áfram vonir um það að það verði hægt að koma þessum málum í farveg sem er viðunandi fyrir báða aðila. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði að í fyrsta lagi hefði nú hæstvirtur ráðherra væntanlega ekki þurft að taka þetta fram nema vegna þess að einmitt þetta sem að hann er að reyna að þvo af sér og ríkisstjórn sinni, hafa menn verið að reyna. Það er að segja að reyna að fá herinn til að vera hér þó hann vilji ekki vera hér. Annars hefði maðurinn ekki þurft að taka þetta fram. Liggur það ekki í augum uppi? Og hið síðara bendir auðvitað til mikillar gremju, ef ekki uppgjafar, af hálfu ríkisstjórnarinnar og það er athyglisvert ef svo er komið að hæstvirtur forsætisráðherra metur stöðuna meira og minna tapaða. Það er forneskja. Það er úrelt og það er fáránlegt að reyna að ríghalda hér í fullkomlega óþörf og ástæðulaus hernaðarumsvif upp á Íslandi sagði Steingrímur. Talsmenn bandarískra stjórnvalda höfðu ekkert um orð forsætisráðherra að segja í dag en ítrekuðu einfaldlega það sem þeir hafa ávallt sagt: Bandaríkjastjórn ætlast til þess að Íslendingar greiði eitthvað fyrir varnir landsins rétt eins og aðrir.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent