Innlent

Tvö útköll hjá Landsbjörgu um helgina

Tvö útköll voru hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu um helgina. Á föstudagsmorgun var björgunarskipið Húnabjörg kallað út frá Skagaströnd vegna togbáts sem staddur var norðaustan undir Óðinsboða við Reykjafjörð. Togbáturinn var með í skrúfunni og var mikil bræla á þessum slóðum. Ferðin gekk vel með bátinn í land. Í gærdag var svo björgunarskipið Gunnar Friðrikssom kallað út frá Ísafirði en plastabátur varð vélavana sjö mílur norðvestan af Hælvíkurbjargi. Ferðin gekk sömuleiðis vel tilbaka í land.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×