Innlent

Atvinnuleysi í október með því minnsta í fjögur ár

Atvinnuleysi var alls 1,4% í október. Ekki hefur mælst svo lítið atvinnuleysi í stökum mánuði í fjögur ár eða síðan í október árið 2001.

Í skýrslu Vinnumálastofnunnar um atvinnuleysi í októbermánuði kemur fram að atvinnuleysi minnkaði meðal kvenna en jókst lítillega meðal karla og þá einkum á Norðurlandi eystra. Minnst er atvinnuleysi á Vesturlandi og á Austurlandi eða 0,6%. Nokkur munur er á atvinnuleysi meðal karla og kvenna á landsvísu. Í ölum landshlutum eru fleiri konur atvinnulausar en karlar en mest er þó atvinnuleysi meðal kvenna á Vestfjörðum og Norðurlandi eystra. Vinnumálastofnun telur að atvinnuástand verði álíka gott í nóvembermánuði og í síðastliðnum mánuði eða á bilinu 1,3- 1,6%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×