Fleiri fréttir Hér og nú birti myndir í heimildarleysi Tímaritið Hér og nú birti myndir af Strákunum á Stöð 2 og Eiði Smára Guðjohnssen í heimildarleysi og í óþökk ljósmyndaranna. Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson eru að kanna hvort vinnubrögð blaðsins standist lög. 28.10.2005 18:37 Farice verður stöðugur í janúar Farice-sæstrengurinn bilaði enn eina ferðina í morgun og lá niðri í nokkra klukkutíma. Hann er þó kominn í fullt gagn aftur. Jón Birgir Jónsson hjá Farice ehf. segir ekki hafa verið um kerfisbilun að ræða heldur hafi strengurinn slitnað í óhappi við landtengingu í Skotlandi. 28.10.2005 17:38 Greiða ekki skatta Verið er að stofnsetja íslenskt útibú portúgölsku starfsmannaleigunnar Elpalmo frá Portúgal hér á landi. Samkvæmt heimlidum fréttastofu starfa nú þegar á milli 90 og 100 menn á vegum Elpalmo hér á landi. 28.10.2005 17:36 Ekkert ferðaveður á landinu Ekkert ferðaveður er á landinu og varað er við stormi sunnalands. Að sögn Veðurstofunnar snjóar nú um allt land. 28.10.2005 17:34 Voksne mennesker hýtur flestar tilnefningar til Eddunnar Kvikmynd Dags Kára Péturssonar, Voksne mennesker, hlýtur flestar tilnefningar til Eddu verðlaunanna í ár. Kvikmyndin Strákarnir okkar eftir Robert Douglas og þættirnir um Latabæ koma hljóta næst flestar tilnefningar. 28.10.2005 17:28 Tjón talið vera undir þremur milljónum króna Tjón að völdum vatnavaxta á Höfn í Hornafirði fyrr í mánuðinum er talið vera undir þremur milljónum króna. Ljóst þykir að Hornfirðingar hafi sloppið betur en á horfðist í fyrstu. 28.10.2005 17:25 DV áfrýjar dóminum Forráðamenn DV hafa ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í dag þar sem Mikael Torfason, núverandi ritstjóri DV, og Illugi Jökulsson, fyrrverandi ritstjóri blaðsins, voru dæmdir til að greiða manni 200 þúsund krónur fyrir ummæli í frétt sem blaðið birti í október í fyrra. 28.10.2005 16:45 Enginn alvarlega slasaður Enginn fjórmenninganna sem fluttir voru á sjúkrahús eftir að jeppi valt á veginum sunnan við Hvalfjarðargöngin laust eftir hádegið er alvarlega slasaður. Þeir munu líklega allir verða útskrifaðir síðar í dag, að sögn læknis a slysadeild. 28.10.2005 14:58 Þyrla leitar neyðarsendis Þyrla Landhelgisgælunnar, TF-LIF, leitar nú að neyðarsendi sem byrjaði að senda frá sér neyðarmerki um gervihnött í morgun. Þyrlan fór í loftið tíu mínútur fyrir tvö til að reyna að finna neyðarsendinn, en svo virðist sem hann sé staðsettur suður af Reykjanesskaga. 28.10.2005 14:53 Svanhildur og Síminn hljóta markaðsverðlaun Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri menningar og ferðamálasviðs hjá Reykjavíkurborg, og Síminn hlutu markaðsverðlaun ÍMARK sem markaðsmaður og markaðsfyrirtæki þessa árs. 28.10.2005 14:15 Fjórir fluttir á sjúkrahús vegna bílveltu Fjórir voru fluttir á sjúkrahús eftir að jeppi valt á veginum sunnan við Hvalfjarðargöngin laust eftir hádegið. Tveir farþeganna festust í bílnum við veltuna svo nota þurfti klippur til að ná þeim lausum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort fólkið hafi slasast mikið. 28.10.2005 13:59 Vesturlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss Vesturlandsvegur verður lokaður um óákveðin tíma sunnanmegin við Hvalfjarðargöng vegna umferðarslyss sem varð þar í hádeginu. Þar valt bíll og mun tvennt vera fast í honum en lögregla og slökkvilið vinna að því að losa fólkið. 28.10.2005 13:22 Sjónvarpið rukkar sama og það borgar Ólafur Jóhannesson kvikmyndagerðarmaður gagnrýnir RÚV fyrir að okra á starfsstétt hans. RÚV greiddi Ólafi 1,5 milljónir fyrir sýningu á Blindskeri en rukkaði hann um 1,4 milljónir fyrir not á efni úr myndasafni Sjónvar 28.10.2005 13:00 Stjúpættleiddir oftast yfir lögaldri Fjöldi stjúpættleiddra yfir lögaldri er áberandi hér á Íslandi miðað við nágrannalöndin. Meðalaldur stjúpættleiddra hér á landi er ríflega tuttugu ár og einnig eru áberandi fleiri konur stjúpættleiddar hérlendis en karlar. 28.10.2005 13:00 Bílvelta nærri Hvalfjarðargöngum Bíll valt á veginum skammt frá Hvalfjarðargöngum, sunnanmegin, fyrir stundu. Lögegla og sjúkralið frá Reykjavík og Akranesi eru komin á staðinn. Tvennt er fast í bílnum og er tækjabíll frá Reykjavík rétt ókominn á vettvang. 28.10.2005 12:56 Málþing um skólagöngu hjartveikra barna Skólaganga hjartveikra barna er um margt ólík skólagöngu heilbrigðra barna og koma þarf til móts við þau í skólakerfinu. Í dag verður haldið málþing í Gerðubergi þar sem skólaganga þeirra verður til umfjöllunar. Tilefnið er tíu ára afmæli Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna. 28.10.2005 12:36 Veður að versna á Suður- og Vesturlandi Veturinn hefur heldur betur minnt á sig á Suður- og Vesturlandi í nótt og í morgun. Borgarbúar vöknuðu við fyrstu snjókomuna þetta haustið og nokkuð var um árekstra í morgun. Spáð er stormi á Suður- og Vesturlandi þegar líður á daginn með töluverðri ofankomu sem færir sig svo yfir á Norðurland en búist er við að veðrið gangi niður eftir hádegi á morgun. 28.10.2005 12:30 Segir útgerðarmenn eina eiga fiskinn í sjónum Það eru útgerðarmenn einir, en ekki landsmenn allir, sem eiga fiskinn í sjónum, að mati doktors Guðrúnar Gauksdóttur, formanns Rannsóknastofnunar í auðlindarétti. 28.10.2005 12:15 Búist við hækkun á vöxtum húsnæðislána Allt stefnir í að vextir af húsnæðislánum hækki á næstunni þar sem vextir á skuldabréfamarkaði hækka nú daglega. 28.10.2005 12:00 Rætt um stöðuna í varnarviðræðunum Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman til fundar klukkan kortér yfir átta í morgun, til að ræða stöðuna í viðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna um herstöðina á Keflavíkurflugvelli og varnarmál Íslands almennt. 28.10.2005 12:00 Tekist á um aðfarahæfi dóms í máli Jóns gegn Hannesi Þingfesting var í morgun í máli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors vegna aðfarahæfi dóms í meiðyrðamálið Jóns Ólafssonar gegn Hannesi. 28.10.2005 11:20 Bærinn vill kaupa starfsstöðina Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, hefur óskað eftir viðræðum við stjórnendur Já Símaskrár, um að kaupa vinnustöð fyrirtækisins á Ísafirði. Beiðni Halldórs kemur í kjölfar þess að fyrirtækið ákvað að leggja starfsstöðina niður og flytja starfsemina annað en þar með glatast fimm störf á Ísafirði. 28.10.2005 11:00 Fyrstu íbúðirnar fyrir eldri borgara Vinna er hafin við byggingu fyrstu íbúðanna fyrir eldri borgara sem reistar eru í Snæfellsbæ. Í gær var tekin skóflustunga að fyrra af tveimur parhúsum sem verða reist. Húsin verða á Ólafsvík en að því er fram kemur á vef Skessuhorns eru það Grundfirðingar sem sjá um bygginguna. 28.10.2005 10:24 Allt flug til og frá höfuðborginni liggur niðri Allt flug til og frá Reykjavíkurflugvelli hefur legið niðri í morgun vegna hvassviðrisins sem er á Suður- og Vesturlandi. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Flugfélagi Íslands verður næst kannað hvort hægt verði að fljúga klukkan tíu mínútur yfir ellefu. 28.10.2005 10:07 Tafir á umferð í morgun vegna hálku Talsverðar umferðartafir urðu víða á Reykjavíkursvæðinu í morgun vegna hálku og særok og ágjöf eru á Sæbrautinni. Nokkrir árekstrar hafa orðið, en ekki er vitað um slys. Þá er búist við hvassviðri Suðvestanlands þannig að vanbúnum bílum getur verið hætt. 28.10.2005 09:14 Varað við óveðri á vesturhluta landsins Vegagerðin varar við óveðri á Kjalarnesi, Holtavörðuheiði, Snæfellsnesi og á Klettshálsi. Hálkublettir og skafrenningur eru á Hellisheiði og í Þrengslum og hálkublettir á Reykjanesi. 28.10.2005 08:40 Samþykkt að selja hitaveitu Ólafsfjarðar Meirihluti bæjarstjórnar Ólafsfjarðar samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að selja hitaveitu bæjarins til Norðurorku á Akureyri fyrir 535 milljónir króna. Talsverð andstaða hefur verið meðal bæjarbúa við þessum áformum, en megnið af söluandvirðinu verður notað til að greiða niður skuldir bæjarins. 28.10.2005 08:30 Aðalbjörg sæmd umhverfisverðlaunum Útgerðin Aðalbjörg sf. í Reykjavík hlaut umhverfisverðlaun Landssambands íslenskra útvegsmanna. Bræðurnir Sigurður, Guðbjartur og Stefán Einarssynir, sem eiga Aðalbjörgu, tóku við verðlaununum úr hendi Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra á landsfundi LÍÚ í gær. 28.10.2005 08:00 Volvo og Atlas grunuð um mútur Sænsku fyrirtækin Volvo og Atlas Copco og tuttugu og eitt danskt fyrirtæki, eru í hópi 2,400 fyrirtækja í 66 löndum, sem grunuð eru um mútustarfsemi í olíuviðskiptunum við Íraka. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um áætlunina Olía fyrir mat. 28.10.2005 08:00 Heimamenn afar ósáttir Vestmannaeyingar eru ósáttir við að heimsókn þingmanna Suðurkjördæmis, sem hefjast átti í dag, skyldi vera frestað fram í næstu viku vegna slæms veðurútlits. 28.10.2005 07:45 Einstaklingar tvöfalda lántökur Lántökur einstaklinga voru meira en tvöfalt hærri undir lok síðasta mánaðar en þær voru árið áður. Þetta kemur fram í Hagvísum Seðlabankans þar sem kemur fram að útlán bankanna jukust um 59 prósent á einu ári. Útlán til fyrirtækja jukust um 42 prósent á sama tíma og útlán til einstaklinga jukust um 118 prósent. 28.10.2005 07:26 Búast við hækkun vaxta af húsnæðislánum Allt stefnir í að vextir af húsnæðislánum hækki alveg á næstunni þar sem vextir á skuldabréfamarkaði hækka nú daglega. Sérfræðingar KB banka segja að miðað við stöðuna núna þyrftu vextir Íbúðalánasjóðs til dæmis að vera 4,65 prósent en ekki 4,15, eins og þeir eru nú. 28.10.2005 07:16 Tvískattlagt á leið til Reykjavíkur Umræðan um lagningu Sundabrautar hefur að undanförnu legið nokkuð í skugga flugvallarumræðunnar. Þrjár lausnir hafa verið kannaðar á fyrsta áfanganum sem er þverun Kleppsvíkur frá Gufuneshöfða. Þær eru í fyrsta lagi hábrú sem kæmi niður við Sæbraut, í öðru lagi göng undir sundið og í þriðja lagi innri leið, nær Elliðaárdal, með lábrú. 28.10.2005 07:00 Áfengisauglýsingar hafa aukist í íslenskum prentmiðlum Í skýrslum sem Lýðheilsustöð lét gera yfir auglýsingar, kynningar og umfjöllun um áfengi og léttöl í íslenskum prentmiðlum, kemur fram að áfengisauglýsingar hafa aukist töluvert í íslenskum prentmiðlum á síðustu árum. 28.10.2005 07:00 Háskóli Íslands hlýtur viðurkenningu Jafnréttisráðs Háskóli Íslands hlýtur viðurkenningu Jafnréttisráðs árið 2005. Meginástæða þeirrar ákvörðunar er þau tímamót sem urðu í sögu skólans nú í sumar, þegar kona var í fyrsta skipti kjörin rektor við Háskóla Íslands. 28.10.2005 07:00 Verið að meta tjón af völdum vatnavaxta Búið er að tilkynna um tjón í 16 byggingum á Höfn í Hornafirði. Ekki liggur enn fyrir hversu mikið tjón varð af völdum þeirra miklu vatnavaxta sem áttu sér stað á Hornafirði nýverið en mat stendur yfir. 28.10.2005 07:00 Endurnýjaður réttur með helgarferð til útlanda Vinnumálastofnun synjaði beiðni starfsmanna 2B ehf. um atvinnuleyfi fyrir 36 Pólverja sem hér hafa verð við störf á hennar vegum. "Ætli verði ekki bara notað þetta klassíska úrræði að menn fari í helgarferð til Köben og komi svo aftur," segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður 2B, en við það myndi hefjast nýtt þriggja mánaða tímabil ferðamannaáritunar. 28.10.2005 05:00 Nýtt skip í stað Jaxlisins Flutningaskipið Jaxlinn sem selt var til Danmerkur um miðjan þennan mánuð fær fljótlega arftaka. "Og það verður enginn eftirbátur hans," segir Ragnar Magnús Traustason, framkvæmdastjóri Sæskipa sem gerðu út Jaxlinn. 28.10.2005 04:45 Situr inni í tvo mánuði Maður sem viðhafði kynferðislegt og klámfengið tal í fjölmörgum smáskilaboða í farsíma tveggja ungra stúlkna þarf að greiða þeim 400.000 krónur í bætur og var dæmdur í fimm mánaða fangelsi. Hæstiréttur staðfesti í gær fangelsisdóm Héraðsdóms Vesturlands yfir manninum, en hækkaði bótagreiðslur til hvorrar stúlku um 150.000 krónur. 28.10.2005 04:30 Meira að gera eftir rannsókn "Við höfum fengið ný viðskipti frá því að málið kom upp og höfum enga viðskiptavini misst þannig að málið hefur ekki haft tiltakanleg áhrif á reksturinn," segir Jóhannes B. Skúlason, framkvæmdastjóri Skúlason ehf. Húsleit var gerð í húsakynum fyrirtækisins í byrjun mánaðarins að frumkvæði breskrar efnahagsbrotalögreglu í tengslum við meintar blekkingar í viðskiptum og peningaþvætti. 28.10.2005 03:45 Reglur tilbúnar fyrir áramót Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir unnið að því að fara yfir lagaákvæði sem lúta að vernd fjarskipta og starfsháttum fjarskiptafyrirtækja með það fyrir augum að búa hugsanlega til vinnureglur þar að lútandi. Þetta er gert í kjölfar þess að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra fól stofnuninni að bregðast sérstaklega við vegna frétta í Fréttablaðinu um upphaf Baugsmálsins, en þær byggðu á skjölum sem blaðið komst yfir. 28.10.2005 03:30 Lamdi dyravörð Átján ára piltur brást harkalega við þegar dyravörður á Gauki á Stöng meinaði honum inngöngu skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt. Sló hann þá dyravörðinn í skyndingu milli augnanna. Lögreglan kom á svæðið og handsamaði piltinn sem sparkaði í lögreglubílin við handtökuna. 28.10.2005 03:00 Próflaus á stolnum bíl Rúmlega þrítugur maður var dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir að stela bíl við Barónsstíg í Reykjavík og aka um borgina. Hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Ökuferðin endaði í Breiðholti, en til að komast inn í bílinn braut maðurinn í honum hliðarrúðu. 28.10.2005 02:00 Ofsaakstur í Ártúnsbrekku Ökumaður var tekinn á 155 kílómetra hraða á klukkustund í Ártúnsbrekkunni fyrr í kvöld. Ökumaðurinn var sviptur réttindum á staðnum og getur búist við að þurfa að greiða vænar sektir fyrir athæfið. 27.10.2005 21:42 Yngsti lifrarþegi landsins 27.10.2005 20:00 Sjá næstu 50 fréttir
Hér og nú birti myndir í heimildarleysi Tímaritið Hér og nú birti myndir af Strákunum á Stöð 2 og Eiði Smára Guðjohnssen í heimildarleysi og í óþökk ljósmyndaranna. Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson eru að kanna hvort vinnubrögð blaðsins standist lög. 28.10.2005 18:37
Farice verður stöðugur í janúar Farice-sæstrengurinn bilaði enn eina ferðina í morgun og lá niðri í nokkra klukkutíma. Hann er þó kominn í fullt gagn aftur. Jón Birgir Jónsson hjá Farice ehf. segir ekki hafa verið um kerfisbilun að ræða heldur hafi strengurinn slitnað í óhappi við landtengingu í Skotlandi. 28.10.2005 17:38
Greiða ekki skatta Verið er að stofnsetja íslenskt útibú portúgölsku starfsmannaleigunnar Elpalmo frá Portúgal hér á landi. Samkvæmt heimlidum fréttastofu starfa nú þegar á milli 90 og 100 menn á vegum Elpalmo hér á landi. 28.10.2005 17:36
Ekkert ferðaveður á landinu Ekkert ferðaveður er á landinu og varað er við stormi sunnalands. Að sögn Veðurstofunnar snjóar nú um allt land. 28.10.2005 17:34
Voksne mennesker hýtur flestar tilnefningar til Eddunnar Kvikmynd Dags Kára Péturssonar, Voksne mennesker, hlýtur flestar tilnefningar til Eddu verðlaunanna í ár. Kvikmyndin Strákarnir okkar eftir Robert Douglas og þættirnir um Latabæ koma hljóta næst flestar tilnefningar. 28.10.2005 17:28
Tjón talið vera undir þremur milljónum króna Tjón að völdum vatnavaxta á Höfn í Hornafirði fyrr í mánuðinum er talið vera undir þremur milljónum króna. Ljóst þykir að Hornfirðingar hafi sloppið betur en á horfðist í fyrstu. 28.10.2005 17:25
DV áfrýjar dóminum Forráðamenn DV hafa ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í dag þar sem Mikael Torfason, núverandi ritstjóri DV, og Illugi Jökulsson, fyrrverandi ritstjóri blaðsins, voru dæmdir til að greiða manni 200 þúsund krónur fyrir ummæli í frétt sem blaðið birti í október í fyrra. 28.10.2005 16:45
Enginn alvarlega slasaður Enginn fjórmenninganna sem fluttir voru á sjúkrahús eftir að jeppi valt á veginum sunnan við Hvalfjarðargöngin laust eftir hádegið er alvarlega slasaður. Þeir munu líklega allir verða útskrifaðir síðar í dag, að sögn læknis a slysadeild. 28.10.2005 14:58
Þyrla leitar neyðarsendis Þyrla Landhelgisgælunnar, TF-LIF, leitar nú að neyðarsendi sem byrjaði að senda frá sér neyðarmerki um gervihnött í morgun. Þyrlan fór í loftið tíu mínútur fyrir tvö til að reyna að finna neyðarsendinn, en svo virðist sem hann sé staðsettur suður af Reykjanesskaga. 28.10.2005 14:53
Svanhildur og Síminn hljóta markaðsverðlaun Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri menningar og ferðamálasviðs hjá Reykjavíkurborg, og Síminn hlutu markaðsverðlaun ÍMARK sem markaðsmaður og markaðsfyrirtæki þessa árs. 28.10.2005 14:15
Fjórir fluttir á sjúkrahús vegna bílveltu Fjórir voru fluttir á sjúkrahús eftir að jeppi valt á veginum sunnan við Hvalfjarðargöngin laust eftir hádegið. Tveir farþeganna festust í bílnum við veltuna svo nota þurfti klippur til að ná þeim lausum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort fólkið hafi slasast mikið. 28.10.2005 13:59
Vesturlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss Vesturlandsvegur verður lokaður um óákveðin tíma sunnanmegin við Hvalfjarðargöng vegna umferðarslyss sem varð þar í hádeginu. Þar valt bíll og mun tvennt vera fast í honum en lögregla og slökkvilið vinna að því að losa fólkið. 28.10.2005 13:22
Sjónvarpið rukkar sama og það borgar Ólafur Jóhannesson kvikmyndagerðarmaður gagnrýnir RÚV fyrir að okra á starfsstétt hans. RÚV greiddi Ólafi 1,5 milljónir fyrir sýningu á Blindskeri en rukkaði hann um 1,4 milljónir fyrir not á efni úr myndasafni Sjónvar 28.10.2005 13:00
Stjúpættleiddir oftast yfir lögaldri Fjöldi stjúpættleiddra yfir lögaldri er áberandi hér á Íslandi miðað við nágrannalöndin. Meðalaldur stjúpættleiddra hér á landi er ríflega tuttugu ár og einnig eru áberandi fleiri konur stjúpættleiddar hérlendis en karlar. 28.10.2005 13:00
Bílvelta nærri Hvalfjarðargöngum Bíll valt á veginum skammt frá Hvalfjarðargöngum, sunnanmegin, fyrir stundu. Lögegla og sjúkralið frá Reykjavík og Akranesi eru komin á staðinn. Tvennt er fast í bílnum og er tækjabíll frá Reykjavík rétt ókominn á vettvang. 28.10.2005 12:56
Málþing um skólagöngu hjartveikra barna Skólaganga hjartveikra barna er um margt ólík skólagöngu heilbrigðra barna og koma þarf til móts við þau í skólakerfinu. Í dag verður haldið málþing í Gerðubergi þar sem skólaganga þeirra verður til umfjöllunar. Tilefnið er tíu ára afmæli Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna. 28.10.2005 12:36
Veður að versna á Suður- og Vesturlandi Veturinn hefur heldur betur minnt á sig á Suður- og Vesturlandi í nótt og í morgun. Borgarbúar vöknuðu við fyrstu snjókomuna þetta haustið og nokkuð var um árekstra í morgun. Spáð er stormi á Suður- og Vesturlandi þegar líður á daginn með töluverðri ofankomu sem færir sig svo yfir á Norðurland en búist er við að veðrið gangi niður eftir hádegi á morgun. 28.10.2005 12:30
Segir útgerðarmenn eina eiga fiskinn í sjónum Það eru útgerðarmenn einir, en ekki landsmenn allir, sem eiga fiskinn í sjónum, að mati doktors Guðrúnar Gauksdóttur, formanns Rannsóknastofnunar í auðlindarétti. 28.10.2005 12:15
Búist við hækkun á vöxtum húsnæðislána Allt stefnir í að vextir af húsnæðislánum hækki á næstunni þar sem vextir á skuldabréfamarkaði hækka nú daglega. 28.10.2005 12:00
Rætt um stöðuna í varnarviðræðunum Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman til fundar klukkan kortér yfir átta í morgun, til að ræða stöðuna í viðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna um herstöðina á Keflavíkurflugvelli og varnarmál Íslands almennt. 28.10.2005 12:00
Tekist á um aðfarahæfi dóms í máli Jóns gegn Hannesi Þingfesting var í morgun í máli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors vegna aðfarahæfi dóms í meiðyrðamálið Jóns Ólafssonar gegn Hannesi. 28.10.2005 11:20
Bærinn vill kaupa starfsstöðina Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, hefur óskað eftir viðræðum við stjórnendur Já Símaskrár, um að kaupa vinnustöð fyrirtækisins á Ísafirði. Beiðni Halldórs kemur í kjölfar þess að fyrirtækið ákvað að leggja starfsstöðina niður og flytja starfsemina annað en þar með glatast fimm störf á Ísafirði. 28.10.2005 11:00
Fyrstu íbúðirnar fyrir eldri borgara Vinna er hafin við byggingu fyrstu íbúðanna fyrir eldri borgara sem reistar eru í Snæfellsbæ. Í gær var tekin skóflustunga að fyrra af tveimur parhúsum sem verða reist. Húsin verða á Ólafsvík en að því er fram kemur á vef Skessuhorns eru það Grundfirðingar sem sjá um bygginguna. 28.10.2005 10:24
Allt flug til og frá höfuðborginni liggur niðri Allt flug til og frá Reykjavíkurflugvelli hefur legið niðri í morgun vegna hvassviðrisins sem er á Suður- og Vesturlandi. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Flugfélagi Íslands verður næst kannað hvort hægt verði að fljúga klukkan tíu mínútur yfir ellefu. 28.10.2005 10:07
Tafir á umferð í morgun vegna hálku Talsverðar umferðartafir urðu víða á Reykjavíkursvæðinu í morgun vegna hálku og særok og ágjöf eru á Sæbrautinni. Nokkrir árekstrar hafa orðið, en ekki er vitað um slys. Þá er búist við hvassviðri Suðvestanlands þannig að vanbúnum bílum getur verið hætt. 28.10.2005 09:14
Varað við óveðri á vesturhluta landsins Vegagerðin varar við óveðri á Kjalarnesi, Holtavörðuheiði, Snæfellsnesi og á Klettshálsi. Hálkublettir og skafrenningur eru á Hellisheiði og í Þrengslum og hálkublettir á Reykjanesi. 28.10.2005 08:40
Samþykkt að selja hitaveitu Ólafsfjarðar Meirihluti bæjarstjórnar Ólafsfjarðar samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að selja hitaveitu bæjarins til Norðurorku á Akureyri fyrir 535 milljónir króna. Talsverð andstaða hefur verið meðal bæjarbúa við þessum áformum, en megnið af söluandvirðinu verður notað til að greiða niður skuldir bæjarins. 28.10.2005 08:30
Aðalbjörg sæmd umhverfisverðlaunum Útgerðin Aðalbjörg sf. í Reykjavík hlaut umhverfisverðlaun Landssambands íslenskra útvegsmanna. Bræðurnir Sigurður, Guðbjartur og Stefán Einarssynir, sem eiga Aðalbjörgu, tóku við verðlaununum úr hendi Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra á landsfundi LÍÚ í gær. 28.10.2005 08:00
Volvo og Atlas grunuð um mútur Sænsku fyrirtækin Volvo og Atlas Copco og tuttugu og eitt danskt fyrirtæki, eru í hópi 2,400 fyrirtækja í 66 löndum, sem grunuð eru um mútustarfsemi í olíuviðskiptunum við Íraka. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um áætlunina Olía fyrir mat. 28.10.2005 08:00
Heimamenn afar ósáttir Vestmannaeyingar eru ósáttir við að heimsókn þingmanna Suðurkjördæmis, sem hefjast átti í dag, skyldi vera frestað fram í næstu viku vegna slæms veðurútlits. 28.10.2005 07:45
Einstaklingar tvöfalda lántökur Lántökur einstaklinga voru meira en tvöfalt hærri undir lok síðasta mánaðar en þær voru árið áður. Þetta kemur fram í Hagvísum Seðlabankans þar sem kemur fram að útlán bankanna jukust um 59 prósent á einu ári. Útlán til fyrirtækja jukust um 42 prósent á sama tíma og útlán til einstaklinga jukust um 118 prósent. 28.10.2005 07:26
Búast við hækkun vaxta af húsnæðislánum Allt stefnir í að vextir af húsnæðislánum hækki alveg á næstunni þar sem vextir á skuldabréfamarkaði hækka nú daglega. Sérfræðingar KB banka segja að miðað við stöðuna núna þyrftu vextir Íbúðalánasjóðs til dæmis að vera 4,65 prósent en ekki 4,15, eins og þeir eru nú. 28.10.2005 07:16
Tvískattlagt á leið til Reykjavíkur Umræðan um lagningu Sundabrautar hefur að undanförnu legið nokkuð í skugga flugvallarumræðunnar. Þrjár lausnir hafa verið kannaðar á fyrsta áfanganum sem er þverun Kleppsvíkur frá Gufuneshöfða. Þær eru í fyrsta lagi hábrú sem kæmi niður við Sæbraut, í öðru lagi göng undir sundið og í þriðja lagi innri leið, nær Elliðaárdal, með lábrú. 28.10.2005 07:00
Áfengisauglýsingar hafa aukist í íslenskum prentmiðlum Í skýrslum sem Lýðheilsustöð lét gera yfir auglýsingar, kynningar og umfjöllun um áfengi og léttöl í íslenskum prentmiðlum, kemur fram að áfengisauglýsingar hafa aukist töluvert í íslenskum prentmiðlum á síðustu árum. 28.10.2005 07:00
Háskóli Íslands hlýtur viðurkenningu Jafnréttisráðs Háskóli Íslands hlýtur viðurkenningu Jafnréttisráðs árið 2005. Meginástæða þeirrar ákvörðunar er þau tímamót sem urðu í sögu skólans nú í sumar, þegar kona var í fyrsta skipti kjörin rektor við Háskóla Íslands. 28.10.2005 07:00
Verið að meta tjón af völdum vatnavaxta Búið er að tilkynna um tjón í 16 byggingum á Höfn í Hornafirði. Ekki liggur enn fyrir hversu mikið tjón varð af völdum þeirra miklu vatnavaxta sem áttu sér stað á Hornafirði nýverið en mat stendur yfir. 28.10.2005 07:00
Endurnýjaður réttur með helgarferð til útlanda Vinnumálastofnun synjaði beiðni starfsmanna 2B ehf. um atvinnuleyfi fyrir 36 Pólverja sem hér hafa verð við störf á hennar vegum. "Ætli verði ekki bara notað þetta klassíska úrræði að menn fari í helgarferð til Köben og komi svo aftur," segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður 2B, en við það myndi hefjast nýtt þriggja mánaða tímabil ferðamannaáritunar. 28.10.2005 05:00
Nýtt skip í stað Jaxlisins Flutningaskipið Jaxlinn sem selt var til Danmerkur um miðjan þennan mánuð fær fljótlega arftaka. "Og það verður enginn eftirbátur hans," segir Ragnar Magnús Traustason, framkvæmdastjóri Sæskipa sem gerðu út Jaxlinn. 28.10.2005 04:45
Situr inni í tvo mánuði Maður sem viðhafði kynferðislegt og klámfengið tal í fjölmörgum smáskilaboða í farsíma tveggja ungra stúlkna þarf að greiða þeim 400.000 krónur í bætur og var dæmdur í fimm mánaða fangelsi. Hæstiréttur staðfesti í gær fangelsisdóm Héraðsdóms Vesturlands yfir manninum, en hækkaði bótagreiðslur til hvorrar stúlku um 150.000 krónur. 28.10.2005 04:30
Meira að gera eftir rannsókn "Við höfum fengið ný viðskipti frá því að málið kom upp og höfum enga viðskiptavini misst þannig að málið hefur ekki haft tiltakanleg áhrif á reksturinn," segir Jóhannes B. Skúlason, framkvæmdastjóri Skúlason ehf. Húsleit var gerð í húsakynum fyrirtækisins í byrjun mánaðarins að frumkvæði breskrar efnahagsbrotalögreglu í tengslum við meintar blekkingar í viðskiptum og peningaþvætti. 28.10.2005 03:45
Reglur tilbúnar fyrir áramót Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir unnið að því að fara yfir lagaákvæði sem lúta að vernd fjarskipta og starfsháttum fjarskiptafyrirtækja með það fyrir augum að búa hugsanlega til vinnureglur þar að lútandi. Þetta er gert í kjölfar þess að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra fól stofnuninni að bregðast sérstaklega við vegna frétta í Fréttablaðinu um upphaf Baugsmálsins, en þær byggðu á skjölum sem blaðið komst yfir. 28.10.2005 03:30
Lamdi dyravörð Átján ára piltur brást harkalega við þegar dyravörður á Gauki á Stöng meinaði honum inngöngu skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt. Sló hann þá dyravörðinn í skyndingu milli augnanna. Lögreglan kom á svæðið og handsamaði piltinn sem sparkaði í lögreglubílin við handtökuna. 28.10.2005 03:00
Próflaus á stolnum bíl Rúmlega þrítugur maður var dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir að stela bíl við Barónsstíg í Reykjavík og aka um borgina. Hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Ökuferðin endaði í Breiðholti, en til að komast inn í bílinn braut maðurinn í honum hliðarrúðu. 28.10.2005 02:00
Ofsaakstur í Ártúnsbrekku Ökumaður var tekinn á 155 kílómetra hraða á klukkustund í Ártúnsbrekkunni fyrr í kvöld. Ökumaðurinn var sviptur réttindum á staðnum og getur búist við að þurfa að greiða vænar sektir fyrir athæfið. 27.10.2005 21:42
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent