Fleiri fréttir

Fundað um varnarsamninginn í dag

Fulltrúar íslenskra stjórnvalda funda með fulltrúum Bandaríkjastjórnar um framtíð varnarsamningsins í Washington í dag. Að sögn aðstoðarmanns Geirs H. Haarde utanríkisráðherra sér ekki fyrir endann á viðræðunum á næstunni en aðalágreiningsefnið er skipting kostnaðar við rekstur herstöðvarinnar.

Byggingakrani féll við Landspítala

Byggingarkrani féll á nýbyggingu við Landspítalann í Fossvogi á ellefta tímanum. Orsakir slyssins eru enn óljósar en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík urðu engin slys á fólki þegar kraninn féll. Eftir á að athuga með hugsanlegar skemmdir á mannvirkjum.

Tugir milljóna í uppkaup á húsum

Bolungarvíkurkaupstaður gæti þurft að greiða tugir milljóna úr eigin vasa vegna uppkaupa á húsum sem standa á snjóflóðahættusvæði við Dísarland. Bætur Ofanflóðasjóðs til Bolungarvíkurkaupstaðar vegna uppkaupa á húsum á snjóflóðahættusvæði verða sem nemur markaðsvirði húsanna sem kaupstaðurinn keypti.

Neysluvísitalan hækkaði um 1,6%

Samræmd vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var 118,6 stig í september og hækkaði um 0,4% frá ágústmánuði. Á sama tíma var vísitalan fyrir Ísland 130,9 stig, sem þýðir hækkun um 1,6% frá fyrra mánuði.

Átaksverkefni Rauða krossins

Rauði Kross Íslands stendur þessa vikuna fyrir átaksverkefni um neyðarsímann 1717 þar sem fólk með ýmis vandamál getur hringt og rætt mál sín. Sérstök áhersla er lögð á að ná til ungs fólks sem er að koma út úr skápnum og á oft í erfiðleikum með að höndla þau mál persónulega og í samskiptum við foreldra, ættingja og vini.

Fær ekki lífeyri föður síns

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun af kröfu konu sem fór fram á að fá greiddan lífeyri eftir föður sinn.

Forsetahjón heimsækja Hafnarfjörð

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú fara í opinbera heimsókn til Hafnarfjarðar á föstudaginn kemur. Heimsóknin hefst klukkan níu að morgni föstudagsins þegar Lúðvík Geirsson bæjarstjóri, Guðmundur Sophusson sýslumaður og aðrir forsvarsmenn Hafnarfjarðarbæjar taka á móti forsetahjónunum bæjarmörk Hafnarfjarðar og Garðabæjar við Garðaveg.

Flugbraut á Lönguskerjum fráleit

Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir fráleitt að byggja upp flugvöll á Lönguskerjum. Hann segir í pistli í Morgunkornum VG að uppbygging flugvallar á Lönguskerjum þýddi að áður en yfir lyki væri Skerjafjörður malbikaður nánast stranda á milli.

Krefst átta milljóna

Lithái, sem gerður var brottrækur héðan af landi 2001, hefur stefnt íslenska ríkinu og krefst rúmlega átta milljón króna í bætur. Árið 1995 nauðgaði og myrti Litháinn ungri konu í heimalandi sínu, en var dæmdur ósakhæfur vegna ofsóknarkennds geðklofa og sendur á réttargæsludeild. Fjórum árum síðar var hann látinn laus, og settist skömmu síðar að á Íslandi.

Ríkið sýknað

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði íslenska ríkið í gær af 100.000 króna kröfu karlmanns sem stefndi því fyrir ólögmæta handtöku og haldlagningu á bifreið hans.

Þarf ekki að greiða makalífeyri

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins í gær af kröfu konu á fimmtugsaldri, sem vildi fá makalífeyri látins föður síns greiddan. Konan sótti um makalífeyrinn eftir lát föður síns árið 1995, en hún hafði um árabil haldið heimili með föður sínum og annast bæði hann og heimilið.

Fá frí vegna baráttudags kvenna

Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hefur ákveðið að gefa starfsmönnum sínum frí frá klukkan 14.08 á mánudaginn kemur í tilefni af kvennafrídeginum, en þá eru liðin 30 ár frá því að tugþúsundir kvenna söfnuðust saman í miðborginni og kröfðust jafns réttar á við karla.

Sameining nyrst í Eyjafirði?

Þrátt fyrir að sameining sveitarfélaga í Eyjafirði hafi verið felld í sameiningarkosningunum um þar síðustu helgi, hafa sveitarfélögin Siglufjörður og Ólafsfjörðru ákveðið að reyna að sameinast.

Samkomulag í Kópavogi

Starfsmannafélag Kópavogs og launanefnd sveitarfélaga náðu nú á fjórða tímanum samkomulagi vegna nýrra kjarasamninga bæjarstarfsmanna Kópavogs.

Innanlandsflugið fer hvergi

Lítill áhugi er á fyrir því á þingi að flytja innanlandsflugið úr Vatnsmýrinni og enn minni áhugi fyrir því að byggja upp nýjan flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Þetta mátti heyra í utandagskrárumræðum á Alþingi þar sem aðeins þrír af tíu ræðumönnum lýstu trú á að flugið færi úr Vatnsmýrinni.

Borga 76 milljónum of mikið

Stjórnendur Allra handa segja samninga Vegagerðarinnar við Kynnisferðir um rútuferðir milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar kosta ríkissjóð 76 milljónum króna meira en ef samið hefði verið við Allrahanda.

Stúdentaráð mótmælir landsfundi

Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands harmar ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins þar sem flokkkurinn leggur til að skólagjöld verði tekin upp í opinberum háskólum. Stjórn ráðsins lítur þessa ályktun alvarlegum augum í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn fer með ráðuneyti menntamála auk formennsku í menntamálanefnd Alþingis.

Mótsögn í tilmælum borgarstjóra

Leikskólastarfsmenn eru ósáttir við tilmæli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra um að stjórnendur á vinnustöðum borgarinnar bregðist jákvætt við óskum kvenna um að leggja niður störf á mánudag vegna kvennafrídagsins án þess að skerða nauðsynlega þjónustu. Þeir segja slíkt ómögulegt.

Stendur ekki við orð sín

Bæði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segja að lagafrumvarp sem væntanlegt sé um fjölmiðla, verði byggt á skýrslunni sem fjölmiðlanefndin lagði fram í vor. Þorgerður Katrín sagði síðan að ekki væri hægt að tryggja hver endanleg niðurstaða Alþingis verði.

Framkvæmdum 365 mótmælt

Íbúar í Hlíðahverfi hafa sent kæru til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingamála vegna framkvæmda þrjú hundruð sextíu og fimm miðla við Skaftahlíð. Framkvæmdunum var harðlega mótmælt á fjölmennum íbúafundi í gærkvöldi.

Byggt verði á sögulegri sátt

Forsætisráðherra segir að byggt verði á sögulegri sátt fjölmiðlanefndarinnar svokölluðu í nýju frumvarpi um fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu yfirlýsingar nýrrar forystu Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag um að nauðsynlegt væri að takmarka eignarhald á fjölmiðlum meira en sáttin gerði ráð fyrir.

Mótmæla frestun þingfundar

Forseti Alþingis hefur ákveðið að fresta þingfundi Alþingis sem vera átti á kvennafrídaginn næstkomandi mánudag. Þingkonur Samfylkingarinnar mótmæltu og telja að með þessu sé vegið að kvennafrídeginum.

Veggjakrotarar greiði fyrir tjón

Hægt er að útrýma veggjakroti að sögn sérfræðinga með því að láta fólk greiða fyrir það tjón sem það veldur. Þetta hefur verið gert víða erlendis með góðum árangri, þar sem krot og krass á opinberum vettvangi heyrir nær sögunni til.

Gengu af fundi um varnarliðið

Viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna um framtíð varnarsamstarfsins eru í uppnámi eftir að samningamenn Íslands gengu af fundi í gær. Þeim líkaði ekki nýjustu tillögur Bandaríkjamanna.

Ingibjörg vill úr bankaráði

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur farið fram á það við Alþingi að vera leyst undan setu í bankaráði Seðlabankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá henni. Ingibjörg óskaði eftir þessu vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á högum hennar frá því að hún var kosin í bankaráðið vorið 2003, en sem kunnugt er tók Ingibjörg sæti á þingi nú í haust. Málið verður tekið fyrir á fundi Alþingis á morgun.

Tugmilljóna tjón þegar bómur féllu

Tugmilljóna tjón varð þegar tvær risastórar bómur af byggingakrönum féllu yfir Háaleitisbrautina, rétt vestan við Landspítalann í Fossvogi í dag.

Kynntu sín sjónarmið

Albert Jónsson, sendiherra, sagði í samtali við fréttastofuna að það væri rangt að hann hefði stormað út af fundi vegnar varnarsamstarfsins. Nefndarmenn hefðu rætt saman og kynnt sjónarmið sín. Í ljós hafi komið að málið væri ekki komið á stig efnislegra samningaviðræðna.

Sigursteinn nýr formaður ÖBÍ

Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar, var kjörinn formaður Öryrkjabandalags Íslands, á aðalfundi samtakanna í kvöld. Hann fékk 44 atkvæði en Ragnar Gunnar Þórharllsson, formaður Sjálfsbjargar, fékk 22 atkvæði.

Sigursteinn nýr formaður

Sigursteinn Másson var kjörinn formaður Öryrkjabandalagsins á aðalfundi í gærkvöld. Sigursteinn segir fjölmörg og stór verkefni blasa við sér.

Ágreiningur stjórnarflokka

Nokkuð hefur verið um ágreiningsmál milli stjórnarflokkanna síðustu daga og má þar nefna tillögu í fjárlögum um að leggja af bensínstyrk til öryrkja. „Það er ekkert launungarmál að mörgum okkar þótti það ekki vera rétt skref hjá heilbrigðisráðherra,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðis­­flokks.

Stendur við ummælin

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor segir að hann standi við orð sín um Jón Ólafsson og bendir í því sambandi á umfjöllun Morgunpóstsins frá árinu 1995 þar sem Jón var bendlaður við fíkniefnamisferli. „Lykilsetningin í ummælum mínum um Jón Ólafsson er einmitt: Það hefur verið fullyrt,“ segir Hannes.

Bóman inn á bílastæði

Byggingarkrani sporðreistist skammt neðan Landspítala í Fossvogi í gær og lagðist bóman ásamt hlassinu þvert yfir Sléttuveg og inn á bílastæði Landspítalans. Mildi þykir að enginn skyldi slasast því umferð að spítalanum er að jafnaði talsverð.

Afhentu Stígamótum 1,5 milljónir

Stígamót tóku á móti 1,5 milljóna króna styrk í dag, en féð safnaðist á uppskeruhátíð byggingariðnaðarins í samvinnu við Steypustöðina. Þar voru seld vinabönd með áletruninni „Sombody to love“ til styrktar Stígamótum. Vísar texti bandanna í texta hljómsveitarinnar Queen, en tónlist þeirra var þema hátíðarinnar að þessu sinni.

Íbúar mótmæla framkvæmdum

Íbúar við Skaftahlíð í Reykjavík hafa sent úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála kæru þar sem farið er fram á að felld verði úr gildi ákvörðun um að veita eigendum húsnæðis á Skaftahlíð 24 sem nýtt er af 365 fjölmiðlum byggingarleyfi á lóðinni. Um hundrað manns mættu á mótmælafund sem haldinn var í fyrradag.

Atvinnuleysi aldrei minna

Atvinnuleysi á Íslandi mælist nú í sögulegu lágmarki, eða 1,8 prósent, samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands. Aðeins einu sinni áður hefur atvinnuleysi mælst jafnlítið og var það í nóvember 1999 að sögn Lárusar Blöndal, deildarstjóra á hagstofunni.

Á rétt á tæpum 2 milljónum

Davíð Oddsson, fyrrum forsætisráðherra, hefur störf sem seðlabankastjóri í dag. Samkvæmt nýju eftirlaunalögunum hefur Davíð rétt á töku eftirlauna fyrir ráðherratíma sinn auk þess að þiggja laun sem seðlabankastjóri.

Hætt í Seðlabankaráði

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því að verða leyst undan setu í bankaráði Seðlabankans. Hún hefur ritað forseta Alþingis bréf þessa efnis sem lagt verður fyrir á fundi Alþingis í dag.

Varðveitum sátt fjölmiðlanefndar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, spurði forsætisráðherra í upphafi þingfundar í gær hvort til stæði að rjúfa þá sátt sem hún teldi liggja fyrir í fjölmiðlamálinu og lagður hefði verið grunnur að í fjölmiðlanefnd sem skilaði niðurstöðum sínum síðastliðið vor.

Engin einkavæðing strax

<font size="1"> </font>„Einkavæðing Landsvirkjunar hefur ekki verið rædd í ríkisstjórninni," segir Halldór Ásgrímsson forsætisræðaherra. Halldór segir að verið sé að stíga þar fyrstu skrefin til breytinga á raforkumarkaðnum og menn sjái ekki alveg hvernig það muni ganga.

Enginn fundur

Ekkert varð af fyrirhuguðum fundi íslensku og bandarísku samninganefndanna í gær um endurskoðun varnarsamningsins. Fundinn átti að halda í Bandaríkjunum og var íslenska samninganefndin farin utan.

Segir lyfsala vera með hótanir

Formaður Lyfjagreiðslunefndar segir lyfsala hóta að skrúfa fyrir afslátt á lyfjaverði í kjölfar fullyrðinga um að verðlækkanir komi sjúklingum ekki til góða.

Réðst á lögregumenn með hnífi

Málflutningi í máli manns sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á lögreglumenn með hnífi í fyrra og hótað barnsmóður sinni lífláti lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn neitar sök.

Skoða ný lög um sölu ríkiseigna

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra telur að endurskoða þurfi verklagsreglur um einkavæðingu og hugsanlega setja lög um sölu ríkiseigna. Hann hyggst nú skipa starfshóp sem í samráði við framkvæmdanefnd um einkavæðingu á að gera á tillögur um hvort rétt sé að endurskoða verklagsreglurnar. Tillaga Halldórs var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í gær.  

Hættir að taka við sjúklingum

Sjálfstætt starfandi hjartasérfræðingar íhuga nú að segja upp samningi við Tryggingastofnun ríkisins, að sögn Axels Sigurðssonar sem sæti á í stjórn Félags sjálfstætt starfandi hjartalækna. Þeir eru farnir að stöðva bókanir þar til eftir áramót, nema mikið liggi við. Þetta á sér einnig stað í öðrum sérfræðigreinum.

Sjá næstu 50 fréttir